Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 42 svör fundust

Verða sterar leyfðir ef Ísland gengur í ESB?

Vefaukandi sterar (e. anabolic steroids) eru oft notaðir í læknisfræðilegum tilgangi. Spyrjandi á þó væntanlega ekki við slíka notkun, heldur ólöglega notkun þeirra. Verður spurningunni svarað út frá þeim formerkjum. Nánar má lesa um virkni vefaukandi stera í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvernig verka vef...

Nánar

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...

Nánar

Hvað fær menn til að nota ung börn kynferðislega?

Athugasemd ritstjórnar: Þetta svar fjallar sérstaklega um kynferðisafbrot sem beinast gegn börnum geranda. Fræðimenn sem rannsakað hafa kynferðislega misnotkun á börnum hafa meðal annars flokkað kynferðisafbrotamenn á þennan hátt: Gerandinn sem leitar eftir ástúð og hlýju Gerandinn þar sem allt snýst um kyn...

Nánar

Hvað er klám?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...

Nánar

Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?

Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og...

Nánar

Eru til kvenkyns raðmorðingjar?

Afbrotafræðingar skilgreina raðmorðinga (e. serial killer) sem einstakling sem framið hefur þrjú manndráp eða fleiri í þremur eða fleiri aðgreindum skiptum. Til eru ólíkar tegundir raðmorðingja. Algengasta tegundin er sá sem haldinn er kvalalosta eða ofríki á háu stigi. Aileen Wuornos myrti sjö karla og hlaut da...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna...

Nánar

Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvaða áhrif hafa tölvuleikir sem innihalda klám og ofbeldi á börn? (Ágústa Guðmundsdóttir)Hafa tölvuleikir vond áhrif á börn? Ef svo er hvers vegna? (Andrés Garðar)Eru títtnefndir bardagatölvuleikir á borð við Quake og Half-Life taldir hættulegir börnum og unglingum? (Frosti He...

Nánar

Sýna þeir sem hafa verið misnotaðir kynferðislega í æsku einhver einkenni þess síðar í lífinu, til dæmis í kynlífi?

Rannsóknir á áhrifum kynferðisofbeldis á börn og afleiðingum þess síðar á ævinni, hafa hingað til einkum beinst að stúlkum og konum, sem beittar hafa verið slíku ofbeldi í bernsku. Ástæða þessa er væntanlega sú að stúlkubörn virðast oftar vera fórnarlömb kynferðisofbeldis en drengir. Svarið byggist því á rannsóknu...

Nánar

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?

Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...

Nánar

Fleiri niðurstöður