Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 676 svör fundust

Hvað getur hákarl orðið gamall?

Margt er á huldu varðandi ýmsa þætti í líffræði hákarla, þar á meðal um hámarksaldur þeirra. Til eru yfir 300 tegundir af hákörlum og er hámarksaldur þeirra allbreytilegur. Þó telja vísindamenn að stærri tegundir hákarla geti náð mjög háum aldri. Meðal annars er talið að stærsta hákarlategundin, hvalháfurin...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Steven Campana rannsakað?

Steven Campana er prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar rannsóknir á fiski- og hákarlastofnum og þáttum sem hafa áhrif á heilbrigði þeirra og fjölda. Veruleg fækkun hefur átt sér stað í mörgum hákarlastofnum í heiminum og ástand þeirra því talið alvarlegt. Þrátt fyrir að vera...

Nánar

Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?

Alls eru nú þekktar yfir 20 þúsund tegundir fiska. Það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu gamlir fiskar geta orðið, allt frá nokkrum mánuðum upp í áratugi. Sennilega er skammlífasti fiskurinn kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata). Þessi smái fiskur sem fullvaxinn er ekki meira en 3 cm að lengd verður va...

Nánar

Hversu gott er þefskyn hákarla og ráðast þeir á særða hákarla?

Hákarlar (Selachimorpha) finna vel lykt af útþynntu blóði í vatni enda er þefskynið þeirra helsta skynfæri. Rannsóknir hafa sýnt að þefskyn hákarlategunda er mismunandi en að öllu jöfnu er það afar gott. Sumar tegundir skynja blóð í vatnsmassa þar sem styrkurinn er aðeins ein sameind í einni milljón sameindum af v...

Nánar

Hvar er hægt að finna hákarla?

Það er hægt að finna hákarla víða í heimshöfunum enda er útbreiðsla þeirra allt frá hlýjum sjónum við miðbaug, norður í heimskautshaf og suður í suðurhöf. Ennfremur eiga hákarlar það til að þvælast upp eftir stórfljótum víða um heim og sumar tegundir halda jafnvel til í ferskvötnum, svo sem nautháfurinn (Carcharhi...

Nánar

Hvernig æxlast hákarlar?

Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna e...

Nánar

Hvað er vitað um aldur grænlandshákarlsins, gæti hann orðið 400 ára?

Grænlandshákarl (Somniosus microcephalus) er kunnasta hákarlategundin sem finnst hér við land og gengur einfaldlega undir heitinu hákarl á íslensku. Tilveran gengur hægt fyrir sig hjá grænlandshákarlinum. Hann vex afar hægt eða að jafnaði um 1 cm á ári. Stærstu dýrin verða rúmlega fimm metrar á lengd og því má ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um hvítháfa?

Upprunalega var spurningin svona: Getið þig sagt mér frá öllu sem fer fram við fæðingur hvítháfa, þyngd, stærð, lengd, hver sér um þá og allt í þá veruna?Það er skepna á lífi í dag sem hefur lifað af í milljónir ára án breytinga. Hún lifir til að drepa, hugsunarlaus átvél sem ræðst á allt og tætir allt í sundur. ...

Nánar

Eru hákarlar með heitt blóð?

Í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Eru mörgæsir með kalt blóð? kemur fram að í stað þess að tala um 'heitt' eða 'kalt blóð' nota líffræðingar hugtökin jafnheitt blóð (e. endothermic) og misheitt (e. exothermic). Um dýr sem hafa jafnheitt blóð gildir að mjög litlar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Þ...

Nánar

Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?

Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...

Nánar

Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?

Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...

Nánar

Hvernig flokkast hvíthákarlinn?

Fáar ef einhverjar tegundir sjávardýra eru hjúpaðar jafnmikilli dulúð, goðsögnum og ævintýrablæ og hvíthákarlinn (Carcharodon carcharias). Það er líklega að miklu leyti komið til vegna stærðar hans og vegna þess hve hann er mikill einfari. Eins og komið er fyrir tegundinni í dag eru hins vegar risarnir meðal h...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um tígrisháf?

Tígrisháfurinn (Galeocerdo cuvieri) er stór og hættulegur hákarl (háfur) af ættinni Carcharhinidae. Hann er frægur fyrir grimmd sína og linnulaust hræát. Hann er ein af þeim tegundum hákarla sem hættulegir eru mönnum og eru mörg þekkt tilvik þar sem þessar skepnur hafa orðið mönnum að bana. Tígrisháfar veiða...

Nánar

Fleiri niðurstöður