Sólin Sólin Rís 04:21 • sest 22:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:09 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík

Hvað geta froskdýr orðið gömul?

Jón Már Halldórsson

Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona).

Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Eins og ætla má er fjölbreytileikinn mikill. Sem dæmi má nefna að minnsta froskdýrið, sem jafnframt er minnsta hryggdýr jarðar, er aðeins um 7,7 mm en það er tegund sem lifir á Papúa Nýju-Gíneu og ber tegundarheitið Paedophryne amauensis. Stærsta froskdýrið er hins vegar kínverska risasalamandran (Andrias davidianus) sem getur orðið allt að 180 cm á lengd og vegið allt að 25 kg.

Japanska risasalamandran (Andrias japonicus) er næststærsta froskdýr jarðar á eftir kínversku risasalamöndrunni Andrias davidianus. Hún er einlend og lifir aðeins í straumvötnum í Japan. Vitað er að hún getur náð yfir 60 ára aldri.

Mikill breytileiki er í aldri froskdýra. Í svari sama höfundar við spurningunni Hversu gamlir geta froskar orðið? kemur fram að þótt lítið sé vitað um langlífi froska virðist almenna reglan vera sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar frá þessari reglu en sambandið á milli stærðar og langlífis virðist nokkuð gott.

Þótt hámarksaldur froskdýra hafi eitthvað verið rannsakaður þá hafa slíkar rannsóknir aðeins náð til fárra einstaklinga hjá hverri tegund. Svo virðist þó sem froskdýr geti orðið langlífari en spendýr af sambærilegri stærð. Til dæmis eru froskdýr sem lifa á kaldtempruðum svæðum og í fjallendi talsvert langlífari en spendýr af svipaðri stærð, þau þroskast seinna og kynþroskaaldur er hærri en hjá spendýrunum. Vetrardvali froskdýra kann að leika þar stórt hlutverk þar sem dvalinn hægir verulega á öllum lífeðlisfræðilegum ferlum og kann þess vegna að draga úr áhrifum öldrunar meðal froskdýra. Þess má þó geta að nýmyndun í tannvef froskdýra getur ruglað aldursgreiningar á þeim og valdið því að aldur þeirra er vanmetinn.

Froskar og körtur lifa að meðaltali í 4-15 ár eftir því um hvaða tegundir er að ræða. En vissulega ná sumar tegundir hærri aldri. Í ritinu Longevity Records. Life Spans of Mammals, Birds, Amphibians, Reptiles, and Fish er að finna töflu yfir aldursmet ýmissa tegunda froskdýra. Þar má sjá að hnúðkartan (Bufo bufo) getur náð 36 ára aldri og tegundin Bufo americanus hefur náð 30 aldri.

Talið er að hnúðkartan (Bufo bufo) lifi í 10-12 ár í náttúrunni en hún getur orðið yfir 30 ára gömul í haldi manna.

Salamöndrur verða að jafnaði um 10 ára gamlar en einstaka tegundir verða eldri. Sem dæmi þá geta risasalamöndrurnar, bæði sú kínverska (Andrias davidianus) og sú japanska (Andrias japonicus) orðið rúmlega 60 ára.

Rétt er hins vegar að taka fram að hámarksaldur sem getið er um í þessu svari miðast við dýr í haldi manna. Almennt gildir að villt dýr ná ekki eins háum aldri og þau sem menn halda. Fyrir því eru ýmsar orsakir, lífsbaráttan er harðari í náttúrunni, þar er meiri samkeppni um fæðu og svo mætti lengi telja.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2017

Spyrjandi

Katrín Kristjánsdóttir, f. 2003

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta froskdýr orðið gömul?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2017. Sótt 12. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73349.

Jón Már Halldórsson. (2017, 10. mars). Hvað geta froskdýr orðið gömul? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73349

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta froskdýr orðið gömul?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2017. Vefsíða. 12. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73349>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geta froskdýr orðið gömul?
Talið er að tegundir froskdýra (Amphipia) séu allt að 7.000 en talan er þó breytileg eftir flokkunarkerfum. Langflestar þessara tegunda eru froskar og körtur (Anura) en aðrir hópar froskdýra eru salamöndrur (Caudata eða Urodela) og hópur sem kalla má ormakörtur (Gymnophiona).

Froskdýr finnast á ólíkum búsvæðum í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Eins og ætla má er fjölbreytileikinn mikill. Sem dæmi má nefna að minnsta froskdýrið, sem jafnframt er minnsta hryggdýr jarðar, er aðeins um 7,7 mm en það er tegund sem lifir á Papúa Nýju-Gíneu og ber tegundarheitið Paedophryne amauensis. Stærsta froskdýrið er hins vegar kínverska risasalamandran (Andrias davidianus) sem getur orðið allt að 180 cm á lengd og vegið allt að 25 kg.

Japanska risasalamandran (Andrias japonicus) er næststærsta froskdýr jarðar á eftir kínversku risasalamöndrunni Andrias davidianus. Hún er einlend og lifir aðeins í straumvötnum í Japan. Vitað er að hún getur náð yfir 60 ára aldri.

Mikill breytileiki er í aldri froskdýra. Í svari sama höfundar við spurningunni Hversu gamlir geta froskar orðið? kemur fram að þótt lítið sé vitað um langlífi froska virðist almenna reglan vera sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar frá þessari reglu en sambandið á milli stærðar og langlífis virðist nokkuð gott.

Þótt hámarksaldur froskdýra hafi eitthvað verið rannsakaður þá hafa slíkar rannsóknir aðeins náð til fárra einstaklinga hjá hverri tegund. Svo virðist þó sem froskdýr geti orðið langlífari en spendýr af sambærilegri stærð. Til dæmis eru froskdýr sem lifa á kaldtempruðum svæðum og í fjallendi talsvert langlífari en spendýr af svipaðri stærð, þau þroskast seinna og kynþroskaaldur er hærri en hjá spendýrunum. Vetrardvali froskdýra kann að leika þar stórt hlutverk þar sem dvalinn hægir verulega á öllum lífeðlisfræðilegum ferlum og kann þess vegna að draga úr áhrifum öldrunar meðal froskdýra. Þess má þó geta að nýmyndun í tannvef froskdýra getur ruglað aldursgreiningar á þeim og valdið því að aldur þeirra er vanmetinn.

Froskar og körtur lifa að meðaltali í 4-15 ár eftir því um hvaða tegundir er að ræða. En vissulega ná sumar tegundir hærri aldri. Í ritinu Longevity Records. Life Spans of Mammals, Birds, Amphibians, Reptiles, and Fish er að finna töflu yfir aldursmet ýmissa tegunda froskdýra. Þar má sjá að hnúðkartan (Bufo bufo) getur náð 36 ára aldri og tegundin Bufo americanus hefur náð 30 aldri.

Talið er að hnúðkartan (Bufo bufo) lifi í 10-12 ár í náttúrunni en hún getur orðið yfir 30 ára gömul í haldi manna.

Salamöndrur verða að jafnaði um 10 ára gamlar en einstaka tegundir verða eldri. Sem dæmi þá geta risasalamöndrurnar, bæði sú kínverska (Andrias davidianus) og sú japanska (Andrias japonicus) orðið rúmlega 60 ára.

Rétt er hins vegar að taka fram að hámarksaldur sem getið er um í þessu svari miðast við dýr í haldi manna. Almennt gildir að villt dýr ná ekki eins háum aldri og þau sem menn halda. Fyrir því eru ýmsar orsakir, lífsbaráttan er harðari í náttúrunni, þar er meiri samkeppni um fæðu og svo mætti lengi telja.

Heimildir og mynd:

...