Sólin Sólin Rís 04:31 • sest 22:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:42 • Sest 00:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:53 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík

Hvað lifir snæugla lengi?

EDS

Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri.

Snæuglan er afar stór og þrekvaxinn fugl, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Hún verpir allt í kringum Norður-Íshafið og jafnvel á Íslandi stöku sinnum.

Nánar er fjallað um snæuglur í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Daníel Adam Pilkington

Tilvísun

EDS. „Hvað lifir snæugla lengi?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008. Sótt 9. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7152.

EDS. (2008, 4. mars). Hvað lifir snæugla lengi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7152

EDS. „Hvað lifir snæugla lengi?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 9. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7152>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað lifir snæugla lengi?
Snæuglur (Bubo scandiacus) verða nokkuð gamlar miðað við fugla. Talið er að villtar snæuglur verði venjulega yfir 10 ára gamlar. Eins og með margar aðrar skepnur geta snæuglur í haldi manna náð hærri aldri en villtir fuglar í náttúrunni. Til eru heimildir um að snæugla í vörslu manna hafi náð 28 ára aldri.

Snæuglan er afar stór og þrekvaxinn fugl, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Hún verpir allt í kringum Norður-Íshafið og jafnvel á Íslandi stöku sinnum.

Nánar er fjallað um snæuglur í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....