Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?

Svavar Sigmundsson

Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598.

Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni um Vestfjarða-Grím (I, 162). Ekki er mark á því takandi varðandi uppruna nafnsins. Þórhallur Vilmundarson hefur haldið því fram í fyrirlestrum að Grímur í örnefnum merki ‚dökkur‘, og telur Hjörleifur Guttormsson að það „gæti átt við um svarta gosmekki frá eldstöðinni.“ Einnig að Grímsfjall með dökkum hömrum sínum blasi við víða þegar farið er suður yfir jökulinn (bls. 119). Í nýnorsku er orðið grime til um 'óhreinindarák á andliti' samanber örnefnið Grima í Noregi (Sandnes og Stemshaug, bls. 132-133).

Eldgos í Grímsvötnum 1998.

Gríms-örnefni eru fjölmörg í landinu, meðal annars sjö Grímsstaðir. Í Grímsborg í Ketu á Skaga átti huldufólk heima (Borgar-Grímur) (Byggðasaga I:69) og þannig kann að hafa verið um fleiri Gríms-örnefni. Grímshóll er í Garði í Gullbringusýslu. Bann var við því að börn færu lengra í burtu frá bænum en að honum. (Guðni Ingimundarson, munnleg heimild).

Mörg Gríms-örnefnanna eru vafalítið kennd við mannsnafnið Grím en önnur kunna að vera dregin af einu nafni Óðins, sem einnig var Grímur. Fornenska orðið grima merkti 'draugur, vofa' og norska orðið grim merkir ‚vættur‘, sérstaklega ‚vatnsvættur‘, samanber fossegrimen ‚fossvættur‘. Ýmis Grim-nöfn eru í Noregi (Helleland, bls. 70-75). Grims-örnefni eru líka á Skáni, til dæmis Grimshögen, en Grim var nafn á vættum í þjóðtrúnni þar, samanber kyrkogrimen (Hallberg, Namenwelten, bls. 119). Ef kenningin um dökkan lit er ekki tekin gild, er freistandi að líta á Grím í Grímsvötnum sem ‚vatnsvætti‘.

Heimildir og mynd:
  • Hallberg, Göran, En bukett skånska stenar med namn. Traditioner och namngivningsmotiv. Namenwelten. Berlin 2004, 114-119.
  • Helleland, Botolv, Stadnamn på Grim-. Universitetet i Oslo. Avdeling for namnegransking. Årsmelding 1991. Oslo 1992, 70-75.
  • Hjalti Pálsson frá Hofi, Byggðasaga Skagafjarðar I, Sauðárkróki 1999.
  • Hjörleifur Guttormsson, Grímsvötn, Vatnajökull og Klofajökull. Fjöruskeljar. Afmælisrit til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri 29. mars 2011. Rvk. 2011, 119-120.
  • Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur I. Rvk. 1954.
  • Sandnes, Jørn og Ola Stemshaug, Norsk stadnamnleksikon. Oslo 1976.
  • Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðisaga Íslands II. Rvk. 2004, 54.
  • Mynd: Mats © Mats Wibe Lund

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

27.5.2011

Spyrjandi

Sigurður Björn Teitsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2011. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59847.

Svavar Sigmundsson. (2011, 27. maí). Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59847

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2011. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59847>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli?
Grímsvötn eru fyrst nefnd í heimildum 1598, í bréfi á latínu sem Ólafur Einarsson heyrari í Skálholti, síðar prestur í Kirkjubæ í Hróarstungu, skrifaði um Grímsvatnagosið 1598.

Ekki er vitað um neinn mann að nafni Grímur sem Grímsvötn væru kennd við, en í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru Grímsvötn nefnd í sögunni um Vestfjarða-Grím (I, 162). Ekki er mark á því takandi varðandi uppruna nafnsins. Þórhallur Vilmundarson hefur haldið því fram í fyrirlestrum að Grímur í örnefnum merki ‚dökkur‘, og telur Hjörleifur Guttormsson að það „gæti átt við um svarta gosmekki frá eldstöðinni.“ Einnig að Grímsfjall með dökkum hömrum sínum blasi við víða þegar farið er suður yfir jökulinn (bls. 119). Í nýnorsku er orðið grime til um 'óhreinindarák á andliti' samanber örnefnið Grima í Noregi (Sandnes og Stemshaug, bls. 132-133).

Eldgos í Grímsvötnum 1998.

Gríms-örnefni eru fjölmörg í landinu, meðal annars sjö Grímsstaðir. Í Grímsborg í Ketu á Skaga átti huldufólk heima (Borgar-Grímur) (Byggðasaga I:69) og þannig kann að hafa verið um fleiri Gríms-örnefni. Grímshóll er í Garði í Gullbringusýslu. Bann var við því að börn færu lengra í burtu frá bænum en að honum. (Guðni Ingimundarson, munnleg heimild).

Mörg Gríms-örnefnanna eru vafalítið kennd við mannsnafnið Grím en önnur kunna að vera dregin af einu nafni Óðins, sem einnig var Grímur. Fornenska orðið grima merkti 'draugur, vofa' og norska orðið grim merkir ‚vættur‘, sérstaklega ‚vatnsvættur‘, samanber fossegrimen ‚fossvættur‘. Ýmis Grim-nöfn eru í Noregi (Helleland, bls. 70-75). Grims-örnefni eru líka á Skáni, til dæmis Grimshögen, en Grim var nafn á vættum í þjóðtrúnni þar, samanber kyrkogrimen (Hallberg, Namenwelten, bls. 119). Ef kenningin um dökkan lit er ekki tekin gild, er freistandi að líta á Grím í Grímsvötnum sem ‚vatnsvætti‘.

Heimildir og mynd:
  • Hallberg, Göran, En bukett skånska stenar med namn. Traditioner och namngivningsmotiv. Namenwelten. Berlin 2004, 114-119.
  • Helleland, Botolv, Stadnamn på Grim-. Universitetet i Oslo. Avdeling for namnegransking. Årsmelding 1991. Oslo 1992, 70-75.
  • Hjalti Pálsson frá Hofi, Byggðasaga Skagafjarðar I, Sauðárkróki 1999.
  • Hjörleifur Guttormsson, Grímsvötn, Vatnajökull og Klofajökull. Fjöruskeljar. Afmælisrit til heiðurs Jónínu Hafsteinsdóttur sjötugri 29. mars 2011. Rvk. 2011, 119-120.
  • Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur I. Rvk. 1954.
  • Sandnes, Jørn og Ola Stemshaug, Norsk stadnamnleksikon. Oslo 1976.
  • Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðisaga Íslands II. Rvk. 2004, 54.
  • Mynd: Mats © Mats Wibe Lund
...