Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er mígreni?

Magnús Jóhannsson

Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ógleði og uppköst. Ýmislegt í daglegu lífi getur stuðlað að mígrenikasti og að sama skapi er hægt að draga úr tíðni með viðeigandi ráðstöfunum. Hins vegar er margt á huldu um orsakir mígrenis þó að líklegast sé að sjúkdómurinn tengist bæði truflunum í starfi slagæða og tauga í höfðinu. Lyfjameðferð skilar oft nokkrum árangri.


Á undan mígrenikasti fá sumir foreinkenni, stundum nefnd „ára“, sem oftast eru á formi sjóntruflana. Þessi foreinkenni standa venjulega yfir í 5-30 mínútur. Verkurinn er um allt höfuðið eða bara öðrum megin og hjá sama einstaklingi getur hann færst til eða verið alltaf sömu megin. Verkurinn er yfirleitt mjög sár, stöðugur eða með æðaslætti, og gerir sjúklinginn ófæran til vinnu.

Ýmislegt getur stuðlað að mígrenikasti og má þar nefna þreytu, áfengi, tíðablæðingar og hungur. Hjá sumum einstaklingum virðist óþol fyrir vissum fæðutegundum geta framkallað mígrenikast og er þá oftast nefnt súkkulaði, ostur, skelfiskur, rauðvín, kúamjólk og hveiti. Margir geta fækkað köstum og gert þau vægari með því að stunda heilbrigt líferni, læra af reynslunni og forðast það sem framkallar köst eða gerir þau verri.

Orsakir mígrenis eru ekki enn þekktar að fullu. Flest bendir þó til að um sé að ræða truflun á starfsemi slagæða sem liggja til heila og heilahimna. Við foreinkenni verður þrenging á þessum æðum en síðan mikil útvíkkun með auknu blóðrennsli og þá kemur verkurinn. Nýlegar rannsóknir hafa þó leitt í ljós að þetta er ekki alveg svona einfalt, heldur er einnig um að ræða truflun á taugastarfsemi. Augu manna hafa beinst að taugaboðefninu serótóníni (einnig nefnt 5-hýdroxýtrýptamín eða 5-HT) en sum þeirra lyfja sem gagnast best við mígrenikasti hafa svipuð áhrif í líkamanum og serótónín. Enn vantar þó mikið á að við skiljum þetta nógu vel.

Flestir þeir sem haldnir eru mígreni fá kast sjaldnar en einu sinni í mánuði. Oftast er fullnægjandi fyrir þessa sjúklinga að grípa til venjulegra verkjalyfja eða sérstakra mígrenilyfja þegar þeir fá kast eða finna að verkjakast er í aðsigi. Mikilvægt er að taka lyfin eins fljótt og kostur er og það hjálpar einnig mörgum ef þeir geta lagst út af í myrkvuðu herbergi. Venjuleg verkjalyf sem fást án lyfseðils eru ýmis lyf sem innihalda acetýlsalisýlsýru, paracetamól eða íbúprófen og best er ef slík lyf duga.

Mjög margir þurfa kröftugri meðferð og þá er hægt að grípa til sérstakra mígrenilyfja sem innihalda ergotamín (til dæmis lyfið Cafergot) eða súmatriptan (lyfið Imigran). Ergotamín hefur verið notað áratugum saman en súmatriptan einungis í fáein ár. Bæði þessi lyf verka svipað og taugaboðefnið serótónín, þau draga saman æðar og getur það haft í för með sér ýmiss konar aukaverkanir. Súmatriptan hefur þó oftast færri og vægari aukaverkanir en ergotamín. Ekki er þó ástæða fyrir þá sem nota ergotamín með góðum árangri og án aukaverkana að skipta yfir á súmatriptan, sem þar að auki er margfalt dýrara lyf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.6.2000

Spyrjandi

Arndís

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er mígreni?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=596.

Magnús Jóhannsson. (2000, 30. júní). Hvað er mígreni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=596

Magnús Jóhannsson. „Hvað er mígreni?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=596>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mígreni?
Mígreni er sérstök tegund höfuðverkja sem hrjáir allt að því 5% fólks og er algengari hjá konum en körlum. Verkjaköstin byrja yfirleitt í æsku eða á yngri árum og sjaldan eftir 35 ára aldur. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 6-24 klst. Þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ógleði og uppköst. Ýmislegt í daglegu lífi getur stuðlað að mígrenikasti og að sama skapi er hægt að draga úr tíðni með viðeigandi ráðstöfunum. Hins vegar er margt á huldu um orsakir mígrenis þó að líklegast sé að sjúkdómurinn tengist bæði truflunum í starfi slagæða og tauga í höfðinu. Lyfjameðferð skilar oft nokkrum árangri.


Á undan mígrenikasti fá sumir foreinkenni, stundum nefnd „ára“, sem oftast eru á formi sjóntruflana. Þessi foreinkenni standa venjulega yfir í 5-30 mínútur. Verkurinn er um allt höfuðið eða bara öðrum megin og hjá sama einstaklingi getur hann færst til eða verið alltaf sömu megin. Verkurinn er yfirleitt mjög sár, stöðugur eða með æðaslætti, og gerir sjúklinginn ófæran til vinnu.

Ýmislegt getur stuðlað að mígrenikasti og má þar nefna þreytu, áfengi, tíðablæðingar og hungur. Hjá sumum einstaklingum virðist óþol fyrir vissum fæðutegundum geta framkallað mígrenikast og er þá oftast nefnt súkkulaði, ostur, skelfiskur, rauðvín, kúamjólk og hveiti. Margir geta fækkað köstum og gert þau vægari með því að stunda heilbrigt líferni, læra af reynslunni og forðast það sem framkallar köst eða gerir þau verri.

Orsakir mígrenis eru ekki enn þekktar að fullu. Flest bendir þó til að um sé að ræða truflun á starfsemi slagæða sem liggja til heila og heilahimna. Við foreinkenni verður þrenging á þessum æðum en síðan mikil útvíkkun með auknu blóðrennsli og þá kemur verkurinn. Nýlegar rannsóknir hafa þó leitt í ljós að þetta er ekki alveg svona einfalt, heldur er einnig um að ræða truflun á taugastarfsemi. Augu manna hafa beinst að taugaboðefninu serótóníni (einnig nefnt 5-hýdroxýtrýptamín eða 5-HT) en sum þeirra lyfja sem gagnast best við mígrenikasti hafa svipuð áhrif í líkamanum og serótónín. Enn vantar þó mikið á að við skiljum þetta nógu vel.

Flestir þeir sem haldnir eru mígreni fá kast sjaldnar en einu sinni í mánuði. Oftast er fullnægjandi fyrir þessa sjúklinga að grípa til venjulegra verkjalyfja eða sérstakra mígrenilyfja þegar þeir fá kast eða finna að verkjakast er í aðsigi. Mikilvægt er að taka lyfin eins fljótt og kostur er og það hjálpar einnig mörgum ef þeir geta lagst út af í myrkvuðu herbergi. Venjuleg verkjalyf sem fást án lyfseðils eru ýmis lyf sem innihalda acetýlsalisýlsýru, paracetamól eða íbúprófen og best er ef slík lyf duga.

Mjög margir þurfa kröftugri meðferð og þá er hægt að grípa til sérstakra mígrenilyfja sem innihalda ergotamín (til dæmis lyfið Cafergot) eða súmatriptan (lyfið Imigran). Ergotamín hefur verið notað áratugum saman en súmatriptan einungis í fáein ár. Bæði þessi lyf verka svipað og taugaboðefnið serótónín, þau draga saman æðar og getur það haft í för með sér ýmiss konar aukaverkanir. Súmatriptan hefur þó oftast færri og vægari aukaverkanir en ergotamín. Ekki er þó ástæða fyrir þá sem nota ergotamín með góðum árangri og án aukaverkana að skipta yfir á súmatriptan, sem þar að auki er margfalt dýrara lyf.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:...