Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?

Jón Már Halldórsson

Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er í hugum margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði og telst það ætíð fréttnæmt þegar hún sést hér fyrst á vorin. Árið 2006, sáust fyrstu lóurnar þann 25. mars.

Heiðlóa (Pluvialis apricaria).

Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur safnað í gagnagrunn ýmsu sem snýr að fuglum, meðal annars dagsetningum á komu fyrstu farfuglanna hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum hans voru fyrstu tilkynningar um komu lóunnar hingað til lands árin 1998-2005 eftirfarandi:

ÁrDagsetning
199826. mars
199929. mars
200024. mars
200131. mars
200224. mars
200324. mars
200424. mars
200520. mars

„Meðaltal“ þessara dagsetninga er 25. mars og því freistandi þegar verið er að spá fyrir um komu lóunnar að giska á þann dag eins og raunin var nú í ár. Tíðasta gildi fyrir þessi ár er hins vegar 24. mars og það er því dagsetning sem einnig er gott að giska á. Með nokkru öryggi má spá því að það muni sjást fyrst til lóunnar á tímabilinu 20. - 31. mars ár hvert.

Þess má að lokum geta að meirihluti þeirra heiðlóa sem dvelja hér á landi yfir sumarið koma á tímabilinu 1.-20. apríl ár hvert.

Höfundur þakkar Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir aðstoð við upplýsingaöflun.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.3.2006

Spyrjandi

Aníta Ösp

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2006. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5742.

Jón Már Halldórsson. (2006, 29. mars). Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5742

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2006. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5742>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?
Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er í hugum margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði og telst það ætíð fréttnæmt þegar hún sést hér fyrst á vorin. Árið 2006, sáust fyrstu lóurnar þann 25. mars.

Heiðlóa (Pluvialis apricaria).

Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur safnað í gagnagrunn ýmsu sem snýr að fuglum, meðal annars dagsetningum á komu fyrstu farfuglanna hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum hans voru fyrstu tilkynningar um komu lóunnar hingað til lands árin 1998-2005 eftirfarandi:

ÁrDagsetning
199826. mars
199929. mars
200024. mars
200131. mars
200224. mars
200324. mars
200424. mars
200520. mars

„Meðaltal“ þessara dagsetninga er 25. mars og því freistandi þegar verið er að spá fyrir um komu lóunnar að giska á þann dag eins og raunin var nú í ár. Tíðasta gildi fyrir þessi ár er hins vegar 24. mars og það er því dagsetning sem einnig er gott að giska á. Með nokkru öryggi má spá því að það muni sjást fyrst til lóunnar á tímabilinu 20. - 31. mars ár hvert.

Þess má að lokum geta að meirihluti þeirra heiðlóa sem dvelja hér á landi yfir sumarið koma á tímabilinu 1.-20. apríl ár hvert.

Höfundur þakkar Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir aðstoð við upplýsingaöflun.

Mynd:

...