Sólin Sólin Rís 04:14 • sest 22:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:20 • Sest 04:43 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:05 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:56 • Síðdegis: 17:02 í Reykjavík

Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu?

Gylfi Magnússon

Vísitala byggingarkostnaðar fyrir fjölbýlishús er reiknuð út af Hagstofunni. Á vef Hagstofunnar kemur fram að vísitalan er reiknuð í samræmi við lög nr. 42/1987. Vísitalan er reiknuð mánaðarlega og mælir eins og nafnið gefur til kynna breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss. Í vísitölunni er vinnu og efni skipt í verkáfanga og eru verð á byggingarefnum og laun notuð til þess að mæla breytingar á vísitölunni. Byggingarvísitalan er oft notuð til verðtryggingar á verksamningum. Einnig er reiknuð út hliðstæð vísitala fyrir byggingarkostnað við iðnaðarhúsnæði.

Húsnæðiskostnaður hefur áhrif á verðbólgu með ýmsum hætti en beinu áhrifin eru þau að þegar kostnaður við að eiga og reka húsnæði breytist þá telst verðlag einnig hafa breyst. Vísitala neysluverðs er sú vísitala sem oftast er notuð til að mæla verðlag og verðbólgu á Íslandi. Nú, í febrúar 2005, er vægi ýmissa útgjalda vísitölufjölskyldunnar svokölluðu vegna húsnæðis samanlagt um 21% við útreikning vísitölu neysluverðs. Vægi greiddrar húsaleigu er 2,5%, reiknaðrar húsaleigu 14%, viðhald og viðgerðir vega 3,5% og ýmsir aðrir liðir 1,1%. Þar eð vægi húsnæðisliða er 21% þá myndi til dæmis 10% hækkun þeirra valda því að verðlag almennt myndi teljast hafa hækkað um 10% af 21% eða 2,1%. Fyrir utan fyrrnefnda liði er svo tekið tillit til tengdra liða eins og kostnaðar vegna rafmagns, hita og húsbúnaðar við útreikning vísitölu neysluverðs.

Byggingarvísitala mælir breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss.

Vísitala byggingarkostnaðar hefur ekki bein áhrif á vísitölu neysluverðs en byggingarkostnaður er hluti af kostnaði vísitölufjölskyldunnar við að tryggja sér þak yfir höfuðið og hefur þannig áhrif á bæði vísitölu neysluverðs og vísitölu byggingarkostnaðar. Hagstofan reiknar einnig út vísitölu neysluverðs án húsnæðis og með því að bera neysluverðsvísitölurnar tvær saman er auðvelt að sjá hve mikið af breytingum á vísitölu neysluverðs má rekja til breytinga á húsnæðiskostnaði.

Undanfarin ár hefur húsnæðiskostnaður hækkað meira en annar kostnaður og því hefur vísitala neysluverðs hækkað meira en vísitala neysluverðs án húsnæðis. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2003 og 2004 hækkaði vísitala neysluverðs um 3,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 2,1%. Á milli 2002 og 2003 hækkuðu vísitölurnar um annars vegar 2,1% og hins vegar 0,7%. Á milli áranna 2000 og 2002 hækkuðu þær hins vegar nokkurn veginn jafnmikið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.2.2005

Spyrjandi

Egill Kristjánsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu? “ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2005. Sótt 14. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4755.

Gylfi Magnússon. (2005, 16. febrúar). Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4755

Gylfi Magnússon. „Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu? “ Vísindavefurinn. 16. feb. 2005. Vefsíða. 14. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru breytingar á byggingarvísitölu mældar og hversu mikil áhrif hefur byggingarvísitala á verðbólgu?
Vísitala byggingarkostnaðar fyrir fjölbýlishús er reiknuð út af Hagstofunni. Á vef Hagstofunnar kemur fram að vísitalan er reiknuð í samræmi við lög nr. 42/1987. Vísitalan er reiknuð mánaðarlega og mælir eins og nafnið gefur til kynna breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss. Í vísitölunni er vinnu og efni skipt í verkáfanga og eru verð á byggingarefnum og laun notuð til þess að mæla breytingar á vísitölunni. Byggingarvísitalan er oft notuð til verðtryggingar á verksamningum. Einnig er reiknuð út hliðstæð vísitala fyrir byggingarkostnað við iðnaðarhúsnæði.

Húsnæðiskostnaður hefur áhrif á verðbólgu með ýmsum hætti en beinu áhrifin eru þau að þegar kostnaður við að eiga og reka húsnæði breytist þá telst verðlag einnig hafa breyst. Vísitala neysluverðs er sú vísitala sem oftast er notuð til að mæla verðlag og verðbólgu á Íslandi. Nú, í febrúar 2005, er vægi ýmissa útgjalda vísitölufjölskyldunnar svokölluðu vegna húsnæðis samanlagt um 21% við útreikning vísitölu neysluverðs. Vægi greiddrar húsaleigu er 2,5%, reiknaðrar húsaleigu 14%, viðhald og viðgerðir vega 3,5% og ýmsir aðrir liðir 1,1%. Þar eð vægi húsnæðisliða er 21% þá myndi til dæmis 10% hækkun þeirra valda því að verðlag almennt myndi teljast hafa hækkað um 10% af 21% eða 2,1%. Fyrir utan fyrrnefnda liði er svo tekið tillit til tengdra liða eins og kostnaðar vegna rafmagns, hita og húsbúnaðar við útreikning vísitölu neysluverðs.

Byggingarvísitala mælir breytingar á byggingarkostnaði fjölbýlishúss.

Vísitala byggingarkostnaðar hefur ekki bein áhrif á vísitölu neysluverðs en byggingarkostnaður er hluti af kostnaði vísitölufjölskyldunnar við að tryggja sér þak yfir höfuðið og hefur þannig áhrif á bæði vísitölu neysluverðs og vísitölu byggingarkostnaðar. Hagstofan reiknar einnig út vísitölu neysluverðs án húsnæðis og með því að bera neysluverðsvísitölurnar tvær saman er auðvelt að sjá hve mikið af breytingum á vísitölu neysluverðs má rekja til breytinga á húsnæðiskostnaði.

Undanfarin ár hefur húsnæðiskostnaður hækkað meira en annar kostnaður og því hefur vísitala neysluverðs hækkað meira en vísitala neysluverðs án húsnæðis. Sem dæmi má nefna að á milli áranna 2003 og 2004 hækkaði vísitala neysluverðs um 3,2% en vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 2,1%. Á milli 2002 og 2003 hækkuðu vísitölurnar um annars vegar 2,1% og hins vegar 0,7%. Á milli áranna 2000 og 2002 hækkuðu þær hins vegar nokkurn veginn jafnmikið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...