Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hver fann upp klósettpappírinn?

Unnar Árnason

Eins og svo margt annað fundu Kínverjar fyrstir upp pappírinn og þeir voru einnig fyrstir til að gera til úr honum sérstakan klósettpappír. Vitað er að birgðamiðstöð keisarans keypti 720.000 blöð árið 1391, hvert 2 x 3 fet að stærð (60 x 90 cm). Sú notkun var þó eingöngu bundin við hirð keisarans og varð aldrei almenn í Kína.

Annarsstaðar í heiminum þótti lengi vel alltof mikil eyðsla að nota pappír þegar gengið var örna sinna. Víðast hvar var það við haft sem hendi var næst, sumt næsta sársaukafullt, gras, lauf, trjágreinar, kókoshnetur, maískólfar, sandur og skeljar, allt eftir því hvar maður var staddur í heiminum. Ef heppnin var með fólki, gat það notað ónýta ull sér til hreinsunar. Á Indlandi og víðar tíðkaðist (og tíðkast víst enn) að nota vinstri höndina, telja sumir að þaðan sé runnin venjan að heilsa með hægri hendinni, þeirri hreinu.

Þegar pappír varð algeng vara, með tilkomu dagblaða og fleiri bæklinga sem dreift var inn á mörg heimili, varð notagildi hans á kamrinum augljóst. En heilsufarsleg áhrif prentaða pappírsins voru ekki góð fyrir afturendann og þegar klósettpappírinn var fundinn upp á nýtt, á Vesturlöndum, var honum ætlað að vinna gegn gyllinæð, algengum sjúkdómi á þeim tíma.

Uppfinningamaðurinn var bandarískur, nánar tiltekið frá New York, og hét Joseph C. Gayette, árið var 1857. Klósettpappír Gayettes var sniðinn niður í blöð og seldur í 500 stykkja tali fyrir 50 sent. Gayette var stoltur af uppfinningu sinni og lét prenta nafnið sitt á hvert einasta blað, enda var um sérstaklega hreinan og betrumbættan pappír að ræða, meðal annars hafði blaðlilju (aloe) verið blandað saman við hann, svo sem best færi um endaþarminn. Eins og lesa má af auglýsingu Gayettes, þótti honum hann hafa fundið upp mikla nauðsynjavöru, og segja má að sagan hafi staðfest þann dóm. Fyrstu klósettrúllurnar voru svo framleiddar árið 1890 af fyrirtækinu Scott Paper Company í Bandaríkjunum.


Smellið til að skoða stærri útgáfu

Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

25.3.2003

Spyrjandi

Dagbjört Diljá, f. 1991

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hver fann upp klósettpappírinn?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2003. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3277.

Unnar Árnason. (2003, 25. mars). Hver fann upp klósettpappírinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3277

Unnar Árnason. „Hver fann upp klósettpappírinn?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2003. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3277>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp klósettpappírinn?
Eins og svo margt annað fundu Kínverjar fyrstir upp pappírinn og þeir voru einnig fyrstir til að gera til úr honum sérstakan klósettpappír. Vitað er að birgðamiðstöð keisarans keypti 720.000 blöð árið 1391, hvert 2 x 3 fet að stærð (60 x 90 cm). Sú notkun var þó eingöngu bundin við hirð keisarans og varð aldrei almenn í Kína.

Annarsstaðar í heiminum þótti lengi vel alltof mikil eyðsla að nota pappír þegar gengið var örna sinna. Víðast hvar var það við haft sem hendi var næst, sumt næsta sársaukafullt, gras, lauf, trjágreinar, kókoshnetur, maískólfar, sandur og skeljar, allt eftir því hvar maður var staddur í heiminum. Ef heppnin var með fólki, gat það notað ónýta ull sér til hreinsunar. Á Indlandi og víðar tíðkaðist (og tíðkast víst enn) að nota vinstri höndina, telja sumir að þaðan sé runnin venjan að heilsa með hægri hendinni, þeirri hreinu.

Þegar pappír varð algeng vara, með tilkomu dagblaða og fleiri bæklinga sem dreift var inn á mörg heimili, varð notagildi hans á kamrinum augljóst. En heilsufarsleg áhrif prentaða pappírsins voru ekki góð fyrir afturendann og þegar klósettpappírinn var fundinn upp á nýtt, á Vesturlöndum, var honum ætlað að vinna gegn gyllinæð, algengum sjúkdómi á þeim tíma.

Uppfinningamaðurinn var bandarískur, nánar tiltekið frá New York, og hét Joseph C. Gayette, árið var 1857. Klósettpappír Gayettes var sniðinn niður í blöð og seldur í 500 stykkja tali fyrir 50 sent. Gayette var stoltur af uppfinningu sinni og lét prenta nafnið sitt á hvert einasta blað, enda var um sérstaklega hreinan og betrumbættan pappír að ræða, meðal annars hafði blaðlilju (aloe) verið blandað saman við hann, svo sem best færi um endaþarminn. Eins og lesa má af auglýsingu Gayettes, þótti honum hann hafa fundið upp mikla nauðsynjavöru, og segja má að sagan hafi staðfest þann dóm. Fyrstu klósettrúllurnar voru svo framleiddar árið 1890 af fyrirtækinu Scott Paper Company í Bandaríkjunum.


Smellið til að skoða stærri útgáfu

Heimildir og myndir:...