Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Eru Gyðingar á Íslandi?

Ritstjórn Vísindavefsins

Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að hafa skoðun á þessu. Og þó að þetta kynni að vera hægt, líklega þá frekar í tilviki Árna, er alls ekki víst að það sé æskilegt eða að nein þörf sé á því. Til dæmis hefur það kannski ekki meiri merkingu en að benda á Daða og segja að hann sé Þingeyingur eða trésmiður eða kominn af frönskum sjómönnum.

Spurningin gæti þó átt við það hvort hér á landi búi einhverjir sem eru Gyðingatrúar, og þá höfum við svolítið fastara land undir fótum. Gyðingasöfnuð er ekki að finna meðal skráðra trúfélaga á Íslandi. Það eitt og sér útilokar auðvitað ekki að hér búi einstakir menn sem aðhyllist þá trú. Hins vegar eru þeir varla margir því að þeir hefðu þá væntanlega stofnað með sér trúfélag og byggt sér bænahús (synagogue). Við vitum ekki heldur til þess að hér séu á boðstólum matvæli sem fullnægja þeim kröfum um slátrunaraðferðir og fleira sem strangtrúaðir Gyðingar gera. Við gerum því ráð fyrir að þeir séu fáir búsettir á Íslandi.

Hins vegar má fullyrða að allir Íslendingar eru komnir af Gyðingum ef grannt er skoðað. Til þess að átta sig á því má til dæmis lesa svör hér á Vísindavefnum um afkomendur Karlamagnúsar og Jóns Arasonar. Það þarf sem sé ekki að hafa verið uppi nema einn þokkalega kynsæll Íslendingur af Gyðingaættum fyrir 1500 eða svo til þess að við séum öll „Gyðingar” í þessum skilningi. Með því að þessir Íslendingar hafa sjálfsagt verið margir er líklegast að við séum öll komin af Gyðingum á marga vegu.

Hitt má líka fullyrða að á Íslandi býr eitthvað af fólki af ættum Gyðinga þar sem forfeður eða formæður hafa flust hingað til lands tiltölulega nýlega, til dæmis á síðustu öld vegna ofsókna gegn slíku fólki í Þýskalandi og fleiri löndum. (Á þeim tímum hefði verið hægt að hugsa sér að skilgreina orðið „Gyðingur” á þá leið að það sé sá sem verður fyrir ofsóknum af því að valdhafar halda því fram að hann sé Gyðingur.) En fólk af Gyðingaættum hefur einnig komið til Íslands bæði frá Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum. Allt þetta fólk aðhyllist svo ýmiss konar trú, ef einhverja.

Íslensk stjórnvöld halda þó enga skrá um ættir, uppruna eða trúarafstöðu ættingja þeirra sem flytjast til landsins. Því er engin leið að meta hve margir einstaklingar af Gyðingaættum búa hér.

Sjá einnig svör Gísla Gunnarssonar við spurningunum Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra? og Hversvegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?

Útgáfudagur

30.5.2001

Spyrjandi

Sigrún Árnadóttir

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Eru Gyðingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2001. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1662.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2001, 30. maí). Eru Gyðingar á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1662

Ritstjórn Vísindavefsins. „Eru Gyðingar á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2001. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1662>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að hafa skoðun á þessu. Og þó að þetta kynni að vera hægt, líklega þá frekar í tilviki Árna, er alls ekki víst að það sé æskilegt eða að nein þörf sé á því. Til dæmis hefur það kannski ekki meiri merkingu en að benda á Daða og segja að hann sé Þingeyingur eða trésmiður eða kominn af frönskum sjómönnum.

Spurningin gæti þó átt við það hvort hér á landi búi einhverjir sem eru Gyðingatrúar, og þá höfum við svolítið fastara land undir fótum. Gyðingasöfnuð er ekki að finna meðal skráðra trúfélaga á Íslandi. Það eitt og sér útilokar auðvitað ekki að hér búi einstakir menn sem aðhyllist þá trú. Hins vegar eru þeir varla margir því að þeir hefðu þá væntanlega stofnað með sér trúfélag og byggt sér bænahús (synagogue). Við vitum ekki heldur til þess að hér séu á boðstólum matvæli sem fullnægja þeim kröfum um slátrunaraðferðir og fleira sem strangtrúaðir Gyðingar gera. Við gerum því ráð fyrir að þeir séu fáir búsettir á Íslandi.

Hins vegar má fullyrða að allir Íslendingar eru komnir af Gyðingum ef grannt er skoðað. Til þess að átta sig á því má til dæmis lesa svör hér á Vísindavefnum um afkomendur Karlamagnúsar og Jóns Arasonar. Það þarf sem sé ekki að hafa verið uppi nema einn þokkalega kynsæll Íslendingur af Gyðingaættum fyrir 1500 eða svo til þess að við séum öll „Gyðingar” í þessum skilningi. Með því að þessir Íslendingar hafa sjálfsagt verið margir er líklegast að við séum öll komin af Gyðingum á marga vegu.

Hitt má líka fullyrða að á Íslandi býr eitthvað af fólki af ættum Gyðinga þar sem forfeður eða formæður hafa flust hingað til lands tiltölulega nýlega, til dæmis á síðustu öld vegna ofsókna gegn slíku fólki í Þýskalandi og fleiri löndum. (Á þeim tímum hefði verið hægt að hugsa sér að skilgreina orðið „Gyðingur” á þá leið að það sé sá sem verður fyrir ofsóknum af því að valdhafar halda því fram að hann sé Gyðingur.) En fólk af Gyðingaættum hefur einnig komið til Íslands bæði frá Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum. Allt þetta fólk aðhyllist svo ýmiss konar trú, ef einhverja.

Íslensk stjórnvöld halda þó enga skrá um ættir, uppruna eða trúarafstöðu ættingja þeirra sem flytjast til landsins. Því er engin leið að meta hve margir einstaklingar af Gyðingaættum búa hér.

Sjá einnig svör Gísla Gunnarssonar við spurningunum Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra? og Hversvegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?...