Sólin Sólin Rís 04:31 • sest 22:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:42 • Sest 00:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:53 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík

Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?

ÞV

Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$

Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7.

Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að ummál hrings vex um 6,29 m fyrir hvern metra sem bætist við geislann.

Svarið við spurningunni er því það að lengja þarf bandið um 500 sinnum 6,29 m eða 3140 m.

Þetta svar kemur ef til vill ekki eins mikið á óvart og hitt, að það þarf aðeins að lengja bandið um 6,29 m til að lyfta því í eins metra hæð yfir jörð alla leiðina kringum jörðina. Ef bandið hefði í upphafi verið bundið um appelsínu þyrfti að lengja það jafnmikið, í metrum talið, til þess að færa það um 1 m út frá appelsínunni allan hringinn.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.10.2000

Spyrjandi

Guðmundur Sigurðsson

Tilvísun

ÞV. „Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?“ Vísindavefurinn, 22. október 2000. Sótt 9. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1019.

ÞV. (2000, 22. október). Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1019

ÞV. „Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2000. Vefsíða. 9. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1019>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu mikið þarf að lengja í bandi sem er bundið utan um jörðina til þess að lyfta því um 500 m allan hringinn?
Ummál hrings, $U$, er í beinu hlutfalli við geisla (radía) hringsins, $r$, samkvæmt jöfnunn$$U=2\cdot\pi\cdot r$$

Gríski bókstafurinn $\pi$ (pí) táknar hér óræða tölu sem er nálægt 3,14 eða 22/7.

Í jöfnunni felst að hringur með geislann 1 m hefur ummál sem er því sem næst 6,29 m. Einnig leiðir af þessu að ummál hrings vex um 6,29 m fyrir hvern metra sem bætist við geislann.

Svarið við spurningunni er því það að lengja þarf bandið um 500 sinnum 6,29 m eða 3140 m.

Þetta svar kemur ef til vill ekki eins mikið á óvart og hitt, að það þarf aðeins að lengja bandið um 6,29 m til að lyfta því í eins metra hæð yfir jörð alla leiðina kringum jörðina. Ef bandið hefði í upphafi verið bundið um appelsínu þyrfti að lengja það jafnmikið, í metrum talið, til þess að færa það um 1 m út frá appelsínunni allan hringinn.

...