Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?

Símon Jón Jóhannsson

Fjögurra blaða smári er eitt útbreiddasta happatákn í okkar heimshluta og hann hefur lengi verið talinn með áhrifaríkustu jurtum til verndar gegn göldrum og öllu illu. Venjulega hefur smárinn aðeins þrjú lauf en talan þrír er almennt álitin happatala. Af þeirri ástæðu einni er skiljanlegt að smárinn hafi fengið á sig það orð að búa yfir töframætti og sérstökum eiginleikum. Þriggja blaða smári var sagður notadrjúgur í baráttunni við hin illu öfl en vegna þess hve fjögurra blaða smári er sjaldgæfur var hann talinn ennþá áhrifameiri. Einnig hefur verið bent á að fjögurra blaða smári myndi kross með laufum sínum og það kunni að vera skýring á trúnni á áhrifamátt hans.

Það er því talinn mikill happafengur að finna fjögurra blaða smára og gömul hjátrú að slíti menn hann upp og geymi verði þeir fyrir happi á einhvern hátt. Hugmyndir um hvernig menn eigi að bera sig að þegar þeir finna fjögurra blaða smára eða hvernig hann komi að bestum notum eru nokkuð á reiki. Sumir halda því fram að það sé hægt að óska sér finni maður fjögurra blaða smára, aðrir segja að þá eigi að hrækja á hann en í báðum tilvikum á að taka hann með sér heim. Enn aðrir halda því fram að þeir sem borði hann verði giftusælastir.

Þó að menn hafi trúað því að þriggja blaða smári væri góð fjandafæla og fjögurra blaða smári enn betri fer tvennum sögum af fimm og sex blaða smára. Þeir finnast nefnilega líka þótt þeir séu mjög sjaldgæfir. Um þá er hvort tveggja sagt að þeir séu ólánsgripir og að þeir veiti ennþá meiri hamingju en fjögurra blaða smárar.


Fjögurra blaða smári er sagður happagripur.

Á Norðurlöndum er til margs konar hjátrú um fjögurra blaða smára. Svo dæmi séu tekin verða þeir sem finna fjögurra blaða smára heppnir í ástum auk þess að geta óskað sér og öðlast hamingju í lífinu yfirleitt. Leggi menn smárann undir koddann áður en þeir fara að sofa dreymir þá tilvonandi maka sinn. Finni stúlka fjögurra blaða smára og beri hann á sér heitir fyrsti maðurinn sem hún mætir nafni tilvonandi eiginmanns hennar. Hægt er að ná ástum stúlku komi maður fjögurra blaða smára inn á barm hennar án þess að hún taki eftir því. Best er að geyma fjögurra blaða smára í sálmabók eða öðrum helgiritum því það eykur virkni hans. Sé hann settur í skó áður en lagt er af stað í ferðalag kemur hann ekki aðeins í veg fyrir að menn þreytist í fótunum heldur tryggir líka að ferðalagið verði áfallalaust.

Í Bandaríkjunum er meðal annars til sú hjátrú að borði stúlka fjögurra blaða smára og hugsi um þann sem hún vill giftast, þá muni hún fá hann.

Hér á landi er til sú hjátrú að leggi maður fjögurra blaða smára undir höfuð sér áður en farið er að sofa þá dreymi mann þann sem stolið hefur frá manni. Þessi trú er einnig til um baldursbrá og freyjugras.

Á íslensku hefur fjögurra blaða smári einnig verið nefndur lásagras og var sagður hafa þá náttúru að geta lokið upp hverri læsingu. Til þess að finna hann hafa einkum verið nefndar tvær aðferðir. Önnur er sú að grafa kapalhildir (merarfylgju) í jörð nærri mýri á fardögum og tyrfa yfir. Á þessum stað vex þá lásagrasið og er fullsprottið á Jónsmessunótt. Þá á að taka það, þurrka í vindi, varast að láta sól skína á það og bera það svo um hálsinn í silkitvinna. Munu þá ljúkast upp allir lásar fyrir þeim sem ber lásagrasið.

Hin aðferðin er að smíða dyraumbúnað allan með hurð, skrá og lykli og setja fyrir maríuerluhreiður og læsa meðan maríuerlan er að heiman. Þegar hún kemur til baka og kemst ekki að ungum sínum fer hún og sækir fjögurra blaða smára, stingur honum í lásinn og opnar. Þegar maríuerlan er búin að nota fjögurra blaða smárann getur maður svo hirt hann.

Mynd: Image:Four-leaf clover.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia.

Höfundur

Símon Jón Jóhannsson

þjóðfræðingur

Útgáfudagur

17.7.2006

Spyrjandi

Jana Valsdóttir

Tilvísun

Símon Jón Jóhannsson. „Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2006. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6064.

Símon Jón Jóhannsson. (2006, 17. júlí). Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6064

Símon Jón Jóhannsson. „Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2006. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6064>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?
Fjögurra blaða smári er eitt útbreiddasta happatákn í okkar heimshluta og hann hefur lengi verið talinn með áhrifaríkustu jurtum til verndar gegn göldrum og öllu illu. Venjulega hefur smárinn aðeins þrjú lauf en talan þrír er almennt álitin happatala. Af þeirri ástæðu einni er skiljanlegt að smárinn hafi fengið á sig það orð að búa yfir töframætti og sérstökum eiginleikum. Þriggja blaða smári var sagður notadrjúgur í baráttunni við hin illu öfl en vegna þess hve fjögurra blaða smári er sjaldgæfur var hann talinn ennþá áhrifameiri. Einnig hefur verið bent á að fjögurra blaða smári myndi kross með laufum sínum og það kunni að vera skýring á trúnni á áhrifamátt hans.

Það er því talinn mikill happafengur að finna fjögurra blaða smára og gömul hjátrú að slíti menn hann upp og geymi verði þeir fyrir happi á einhvern hátt. Hugmyndir um hvernig menn eigi að bera sig að þegar þeir finna fjögurra blaða smára eða hvernig hann komi að bestum notum eru nokkuð á reiki. Sumir halda því fram að það sé hægt að óska sér finni maður fjögurra blaða smára, aðrir segja að þá eigi að hrækja á hann en í báðum tilvikum á að taka hann með sér heim. Enn aðrir halda því fram að þeir sem borði hann verði giftusælastir.

Þó að menn hafi trúað því að þriggja blaða smári væri góð fjandafæla og fjögurra blaða smári enn betri fer tvennum sögum af fimm og sex blaða smára. Þeir finnast nefnilega líka þótt þeir séu mjög sjaldgæfir. Um þá er hvort tveggja sagt að þeir séu ólánsgripir og að þeir veiti ennþá meiri hamingju en fjögurra blaða smárar.


Fjögurra blaða smári er sagður happagripur.

Á Norðurlöndum er til margs konar hjátrú um fjögurra blaða smára. Svo dæmi séu tekin verða þeir sem finna fjögurra blaða smára heppnir í ástum auk þess að geta óskað sér og öðlast hamingju í lífinu yfirleitt. Leggi menn smárann undir koddann áður en þeir fara að sofa dreymir þá tilvonandi maka sinn. Finni stúlka fjögurra blaða smára og beri hann á sér heitir fyrsti maðurinn sem hún mætir nafni tilvonandi eiginmanns hennar. Hægt er að ná ástum stúlku komi maður fjögurra blaða smára inn á barm hennar án þess að hún taki eftir því. Best er að geyma fjögurra blaða smára í sálmabók eða öðrum helgiritum því það eykur virkni hans. Sé hann settur í skó áður en lagt er af stað í ferðalag kemur hann ekki aðeins í veg fyrir að menn þreytist í fótunum heldur tryggir líka að ferðalagið verði áfallalaust.

Í Bandaríkjunum er meðal annars til sú hjátrú að borði stúlka fjögurra blaða smára og hugsi um þann sem hún vill giftast, þá muni hún fá hann.

Hér á landi er til sú hjátrú að leggi maður fjögurra blaða smára undir höfuð sér áður en farið er að sofa þá dreymi mann þann sem stolið hefur frá manni. Þessi trú er einnig til um baldursbrá og freyjugras.

Á íslensku hefur fjögurra blaða smári einnig verið nefndur lásagras og var sagður hafa þá náttúru að geta lokið upp hverri læsingu. Til þess að finna hann hafa einkum verið nefndar tvær aðferðir. Önnur er sú að grafa kapalhildir (merarfylgju) í jörð nærri mýri á fardögum og tyrfa yfir. Á þessum stað vex þá lásagrasið og er fullsprottið á Jónsmessunótt. Þá á að taka það, þurrka í vindi, varast að láta sól skína á það og bera það svo um hálsinn í silkitvinna. Munu þá ljúkast upp allir lásar fyrir þeim sem ber lásagrasið.

Hin aðferðin er að smíða dyraumbúnað allan með hurð, skrá og lykli og setja fyrir maríuerluhreiður og læsa meðan maríuerlan er að heiman. Þegar hún kemur til baka og kemst ekki að ungum sínum fer hún og sækir fjögurra blaða smára, stingur honum í lásinn og opnar. Þegar maríuerlan er búin að nota fjögurra blaða smárann getur maður svo hirt hann.

Mynd: Image:Four-leaf clover.jpg. Wikipedia: The Free Encyclopedia....