Sólin Sólin Rís 10:36 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 10:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:36 • sest 16:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 10:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:03 • Síðdegis: 24:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?

EDS

Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð skil í mynd um ferð Apolló 13 stigu þessir geimfarar hins vegar aldrei fæti á tunglið.

Menn hafa þó farið lengri vegalengdir í geimnum í geimstöðvum. Sá sem á metið þar er rússneski geimfarinn Valeri Polyakov sem dvaldi í Mír geimstöðinni í 14 mánuði frá 8. janúar 1994 til 22. mars 1995, alls í rúma 437 daga (437 dagar og 18 klst. ef gæta á fyllstu nákvæmni). Á þessum tíma fór hann 7.075 sinnum umhverfis jörðina og að geimferðinni lokinni hafði hann ferðast 300.765.000 km í geimnum.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um geimferðir, til dæmis:

Lesendum er einnig bent á að hægt er að nálgast fleiri svör um geiminn og geimferðir með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð neðst í svarinu.

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Pétur Birgisson, f. 1993
Edvard Oliversson
Sigurður Rúnar Ragnarsson

Tilvísun

EDS. „Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006, sótt 22. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=5917.

EDS. (2006, 12. maí). Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5917

EDS. „Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 22. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5917>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur manneskja farið lengri vegalengd í geimskipi en til tunglsins?
Enn sem komið er hafa menn ekki ferðast lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu. Þetta átti sér stað þann 15. apríl 1970. Eins og frægt er og gerð voru góð skil í mynd um ferð Apolló 13 stigu þessir geimfarar hins vegar aldrei fæti á tunglið.

Menn hafa þó farið lengri vegalengdir í geimnum í geimstöðvum. Sá sem á metið þar er rússneski geimfarinn Valeri Polyakov sem dvaldi í Mír geimstöðinni í 14 mánuði frá 8. janúar 1994 til 22. mars 1995, alls í rúma 437 daga (437 dagar og 18 klst. ef gæta á fyllstu nákvæmni). Á þessum tíma fór hann 7.075 sinnum umhverfis jörðina og að geimferðinni lokinni hafði hann ferðast 300.765.000 km í geimnum.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um geimferðir, til dæmis:

Lesendum er einnig bent á að hægt er að nálgast fleiri svör um geiminn og geimferðir með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða með því að smella á efnisorð neðst í svarinu.

Heimildir:...