Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?

Jón Már Halldórsson

Hvít tígrisdýr eru þekkt á fáeinum stöðum á Norður-Indlandi en hafa orðið vinsæl í dýragörðum sökum þess hversu fágæt þau eru. Orsökin fyrir hvíta litnum er stökkbreyting í geni einu sem ákvarðar grunnlit feldar dýranna.

Genið sem ræður hvíta litum er víkjandi og því þarf tígrisdýrahvolpur að fá gen fyrir hvítum lit frá báðum foreldrum til þess að feldurinn verði hvítur. Það þýðir að ef hvítt tígrisdýr og tígrisdýr með hinn venjulega appelsínugula grunnlit eignast saman afkvæmi fer litur afkvæmanna eftir arfgerð appelsínugula tígrisdýrsins, það er hvort það er arfhreint eða arfblendið.



Hér að neðan eru tvö dæmi sem útskýra nánar hver arfgerð og svipgerð afkvæma verða annars vegar ef annað foreldrið er hvítt en hitt arfhreint appelsínugult og hins vegar ef annað foreldrið er hvítt en hitt arfblendið appelsínugult. Í dæmunum táknar H erfðavísinn fyrir hvíta litnum og A erfðavísinn fyrir appelsínugula litnum. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp að með arfgerð er átt við samsetningu erfðaefnisins en svipgerð á við þau líkamlegu einkenni sem ákvarðast af erfðum og umhverfi.

Ef hvítt tígrisdýr með arfgerðina (H//H) og arfhreint appelsínugult tígrisdýr, það er með arfgerðin (A//A), eignast saman afkvæmi getur útkoman orðið á þessa leið:

  Móðir
AA
FaðirHH//A H//A
HH//AH//A

Samkvæmt þessu geta foreldrar með ofangreinda arfgerð ekki eignast hvít afkvæmi þar sem hvolparnir bera í öllum tilfellum arfgerðina (H//A), það er eru arfblendin, og svipgerðin verður því í öllum tilfellum appelsínugul.

Ef hvítt tígrisdýr með arfgerðina (H//H) og appelsínugult tígrisdýr sem er arfblendið (H//A) eignast saman afkvæmi getur útkoman orðið eftirfarandi:

  Móðir
HA
FaðirHH//H H//A
HH//HH//A

Eins og taflan sýnir eru helmings líkur á því að afkvæmi foreldra með ofangreinda arfgerð verði arfhrein hvít (H//H) og helmings líkur á að afkvæmin verði arfblendin (H//A) og því með appelsínugulan feld.

Því er við að bæta að tvö appelsínugul tígrisdýr geta eignast hvít afkvæmi ef þau eru bæði arfblendin (H//A), það er bera erfðavísinn fyrir hvítum lit, en 25% líkur eru á að afkvæmi foreldra með þessa arfgerð verði hvít á lit.

Talið er að á meðal villtra tígrisdýra á Indlandi sé fæðingartíðni hvítra dýra 1 á móti 10.000. Sennilega hefur aðeins sést til innan við 15 hvítra villtra tígrisdýra á nýliðinni öld. Tíðni í dýragörðum er miklu hærri þar sem inngrip mannsins koma við sögu en hvít tígrisdýr þykja falleg og meira framandi en venjulegu appelsínugulu tígrarnir.

Flest, og sumir segja öll, tígrisdýr í haldi manna eru afkomendur sama karldýrsins, Mohan, og því er mikill erfðaskyldleika meðal hvítra tígrisdýra í dag. Mohan var lítill hvolpur þegar hann var handsamaður árið 1951 eftir að móður hans var drepin. Þegar hann náði þroska var honum útvegaður maki sem var venjuleg á litin. Þau eignuðust nokkra hvolpa sem allir voru appelsínugulir en báru í sér erfðavísinn fyrir hvítum lit. Til þess að fá fram fleiri hvít tígrisdýr var Mohan síðan látinn eiga hvolpa með Radha dóttur sinni en eins og kemur fram hér að ofan eru helmings líkur á að afkvæmi foreldra með arfgerð Mohan (arfhreinn hvítur) og Radha (arfblendin appelsínugul) verði hvít.

Víða á netinu má lesa um Mohan, afkomendur hans og ræktun hvítra tígrisdýra, til dæmis á

Mynd: WHITE TIGERS

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.1.2005

Spyrjandi

Lovísa Fjeldsted, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?“ Vísindavefurinn, 21. janúar 2005. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4721.

Jón Már Halldórsson. (2005, 21. janúar). Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4721

Jón Már Halldórsson. „Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?“ Vísindavefurinn. 21. jan. 2005. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4721>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?
Hvít tígrisdýr eru þekkt á fáeinum stöðum á Norður-Indlandi en hafa orðið vinsæl í dýragörðum sökum þess hversu fágæt þau eru. Orsökin fyrir hvíta litnum er stökkbreyting í geni einu sem ákvarðar grunnlit feldar dýranna.

Genið sem ræður hvíta litum er víkjandi og því þarf tígrisdýrahvolpur að fá gen fyrir hvítum lit frá báðum foreldrum til þess að feldurinn verði hvítur. Það þýðir að ef hvítt tígrisdýr og tígrisdýr með hinn venjulega appelsínugula grunnlit eignast saman afkvæmi fer litur afkvæmanna eftir arfgerð appelsínugula tígrisdýrsins, það er hvort það er arfhreint eða arfblendið.



Hér að neðan eru tvö dæmi sem útskýra nánar hver arfgerð og svipgerð afkvæma verða annars vegar ef annað foreldrið er hvítt en hitt arfhreint appelsínugult og hins vegar ef annað foreldrið er hvítt en hitt arfblendið appelsínugult. Í dæmunum táknar H erfðavísinn fyrir hvíta litnum og A erfðavísinn fyrir appelsínugula litnum. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp að með arfgerð er átt við samsetningu erfðaefnisins en svipgerð á við þau líkamlegu einkenni sem ákvarðast af erfðum og umhverfi.

Ef hvítt tígrisdýr með arfgerðina (H//H) og arfhreint appelsínugult tígrisdýr, það er með arfgerðin (A//A), eignast saman afkvæmi getur útkoman orðið á þessa leið:

  Móðir
AA
FaðirHH//A H//A
HH//AH//A

Samkvæmt þessu geta foreldrar með ofangreinda arfgerð ekki eignast hvít afkvæmi þar sem hvolparnir bera í öllum tilfellum arfgerðina (H//A), það er eru arfblendin, og svipgerðin verður því í öllum tilfellum appelsínugul.

Ef hvítt tígrisdýr með arfgerðina (H//H) og appelsínugult tígrisdýr sem er arfblendið (H//A) eignast saman afkvæmi getur útkoman orðið eftirfarandi:

  Móðir
HA
FaðirHH//H H//A
HH//HH//A

Eins og taflan sýnir eru helmings líkur á því að afkvæmi foreldra með ofangreinda arfgerð verði arfhrein hvít (H//H) og helmings líkur á að afkvæmin verði arfblendin (H//A) og því með appelsínugulan feld.

Því er við að bæta að tvö appelsínugul tígrisdýr geta eignast hvít afkvæmi ef þau eru bæði arfblendin (H//A), það er bera erfðavísinn fyrir hvítum lit, en 25% líkur eru á að afkvæmi foreldra með þessa arfgerð verði hvít á lit.

Talið er að á meðal villtra tígrisdýra á Indlandi sé fæðingartíðni hvítra dýra 1 á móti 10.000. Sennilega hefur aðeins sést til innan við 15 hvítra villtra tígrisdýra á nýliðinni öld. Tíðni í dýragörðum er miklu hærri þar sem inngrip mannsins koma við sögu en hvít tígrisdýr þykja falleg og meira framandi en venjulegu appelsínugulu tígrarnir.

Flest, og sumir segja öll, tígrisdýr í haldi manna eru afkomendur sama karldýrsins, Mohan, og því er mikill erfðaskyldleika meðal hvítra tígrisdýra í dag. Mohan var lítill hvolpur þegar hann var handsamaður árið 1951 eftir að móður hans var drepin. Þegar hann náði þroska var honum útvegaður maki sem var venjuleg á litin. Þau eignuðust nokkra hvolpa sem allir voru appelsínugulir en báru í sér erfðavísinn fyrir hvítum lit. Til þess að fá fram fleiri hvít tígrisdýr var Mohan síðan látinn eiga hvolpa með Radha dóttur sinni en eins og kemur fram hér að ofan eru helmings líkur á að afkvæmi foreldra með arfgerð Mohan (arfhreinn hvítur) og Radha (arfblendin appelsínugul) verði hvít.

Víða á netinu má lesa um Mohan, afkomendur hans og ræktun hvítra tígrisdýra, til dæmis á

Mynd: WHITE TIGERS ...