Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?

Indriði Haukur Indriðason

Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig haft áhrif á starfsemi þingsins.



Núverandi forseti og varaforseti Bandaríkjanna.


Nokkrir fyrstu varaforsetar Bandaríkjanna beittu sér nokkuð á þinginu en í dag eru afskipti varforseta þar fyrst og fremst formlegs eðlis, það er að segja, varaforseti setur þingið en felur síðan varaforseta þingsins (president pro tempore) störf sín við dagskrárstjórnun. Önnur formleg völd hefur varaforsetinn ekki ef frá er talið að hann tekur við störfum forseta falli hann frá eða geti ekki sinnt störfum sínum af öðrum ástæðum.
Um óformlegt vald varaforseta er erfiðara að alhæfa en þó má segja að meira hafi farið að bera á embættinu í stjórnartíð Eisenhowers (1953-61). Varaforsetar koma gjarnan fram fyrir hönd forseta innanlands sem utan, þeir þrýsta á þingið í tengslum við löggjöf sem forsetaembættið styður og sitja í nefndum framkvæmdavaldsins um ýmis málefni. Embætti varaforseta hefur þannig í auknu mæli orðið virkur hluti forsetaembættisins og samhliða því hefur aðgengi varaforseta að forsetanum aukist. Til að mynda hefur skrifstofa varaforseta verið staðsett í Hvíta húsinu frá valdatíð Carters (1977-81).


Færa má rök fyrir því að möguleikar varaforseta til áhrifa séu einkum fólgnir í umræddu aðgengi hans að forsetanum. Forseta Bandaríkjanna er í raun í sjálfvald sett hvaða störf hann felur varaforsetanum. Áhrif varaforseta hafa því verið breytileg í gegnum tíðina og eru háð jafnt persónuleika forsetans sem og varaforsetans.


Núverandi varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, þykir til að mynda gegna umtalsverðu hlutverki innan framkvæmdavaldsins og það hefur meðal annars verið skýrt með því að George W. Bush kjósi að einbeita sér að meginstefnumarkmiðum og láta öðrum eftir nánari útfærslu þeirra. Í þessu felst þó að áhrifum varaforseta eru umtalsverð takmörk sett, það er að segja að það er ólíklegt að varaforseti muni nokkurn tíma setja sig upp á móti stefnu forseta þar sem umfang starfa hans er ákvarðað af forsetanum. Einnig er vert að geta þess að á síðari tímum hefur oft verið litið á varaforsetaembættið sem biðstöð fyrir tilvonandi forsetaframbjóðendur og þess vegna er ólíklega að varaforseti setji sig upp á móti forsetanum.


Varaforsetaembættið á sér áhugaverðar rætur en það var ekki að finna í upprunalegum drögum bandarísku stjórnarskrárinnar. Tilkoma embættisins fólst í málamiðlun á milli smærri og stærri fylkja Bandaríkjanna en smærri fylkin óttuðust að þau myndu bera skarðan hlut frá borði í forsetakosningum vegna takmarkaðs vægi atkvæða þeirra. Til að hvetja stærri fylkin til að kjósa frambjóðendur frá smærri fylkjum – í stað þess að kjósa einungis frambjóðendur úr eigin fylkjum – var sú ákvörðun tekin að kjörmenn fylkjanna skyldu greiða tvö atkvæði og sá frambjóðandi sem hlyti flest atkvæði skyldi kjörinn forseti. Vandamálið við þetta fyrirkomulag var að kjörmenn höfðu hvata til að kasta síðara atkvæðinu á glæ í þeim tilgangi að auka möguleika þess frambjóðanda sem þeim leist best á. Til embættis varaforseta var stofnað til að ráða bót á þessum vanda – sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atkvæði í forsetakosningunni var kjörinn varaforseti.


Með þessu fyrirkomulagi höfðu bæði atkvæði kjörmanna vægi. Þetta fyrirkomulag forseta- og varaforsetakosninga leiddi þó fljótlega til vandræða þar sem það gat leitt til þess að varaforsetaefnið endaði uppi sem forseti – auk þess sem að engin trygging var fyrir því að forseti og varaforseti tilheyrðu sama stjórnmálaflokki/-fylkingu. Þessu fyrirkomulagi var því breytt árið 1804 með stjórnarskrárbreytingu sem kom á núverandi fyrirkomulagi við val forseta og varaforseta.


Í dag greiða kjörmenn atkvæði um forseta og varaforseta sitt í hvoru lagi. Þó að það fyrirkomulag tryggi í sjálfu sér ekki að forseti og varaforseti komi frá sama stjórnmálaflokki þá hefur það engu að síður verið reglan og má ætla að tilkoma skipulagðra stjórnmálaflokka snemma á 19. öldinni ráði þar miklu um. Val frambjóðenda til varaforseta er þannig formlega í höndum stjórnmálaflokkanna en á síðari árum hefur raunin verið sú að forsetaframbjóðendur velja sjálfir meðframbjóðendur og hlutverk flokkanna hefur einungis verið að staðfesta það val.


Allt frá fyrstu forsetakosningum Bandaríkjanna hefur val varaforsetaframbjóðenda miðað að því að höfða til fylkja eða þjóðfélagshópa sem forsetaframbjóðandinn á erfiðara með að höfða til. Þannig er ekki óalgengt að forsetaframbjóðandi frá einu af norðurfylkjum Bandaríkjanna velji sér varaforsetaefni úr suðurfylkjunum.


Sú þróun að forsetaframbjóðendur velji sjálfir varaforsetaefni sín skýrir að einhverju leyti aukin áhrif varaforsetaembættisins. Þegar forsetinn velur sjálfur meðframbjóðanda sinn er betur hægt að tryggja að þeir aðhyllist lík sjónarmið. Þar af leiðir að forsetanum stafar minni hætta af því að fela varaforsetanum aukin völd. Á hinn bóginn má segja að þetta vald forseta dragi enn fremur úr valdi varaforsetaembættisins þar sem varaforsetinn á í raun allt sitt undir forsetanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • McCormick, Richard P. 1982. The Presidential Game. Oxford: Oxford University Press.
  • Heimasíðan www.senate.com
  • Holmes, Jack E., Michael J. Englehardt and Robert E. Eldert. 1991. American Government: Essentials and Perspectives. New York: McGraw Hill.
  • Stjórnarskrá Bandaríkja Norður-Ameríku.

Mynd:

Höfundur

lektor í stjórnmálafræði við HÍ

Útgáfudagur

30.6.2004

Spyrjandi

Árni Gunnlaugsson

Tilvísun

Indriði Haukur Indriðason. „Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4383.

Indriði Haukur Indriðason. (2004, 30. júní). Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4383

Indriði Haukur Indriðason. „Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4383>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?
Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig haft áhrif á starfsemi þingsins.



Núverandi forseti og varaforseti Bandaríkjanna.


Nokkrir fyrstu varaforsetar Bandaríkjanna beittu sér nokkuð á þinginu en í dag eru afskipti varforseta þar fyrst og fremst formlegs eðlis, það er að segja, varaforseti setur þingið en felur síðan varaforseta þingsins (president pro tempore) störf sín við dagskrárstjórnun. Önnur formleg völd hefur varaforsetinn ekki ef frá er talið að hann tekur við störfum forseta falli hann frá eða geti ekki sinnt störfum sínum af öðrum ástæðum.
Um óformlegt vald varaforseta er erfiðara að alhæfa en þó má segja að meira hafi farið að bera á embættinu í stjórnartíð Eisenhowers (1953-61). Varaforsetar koma gjarnan fram fyrir hönd forseta innanlands sem utan, þeir þrýsta á þingið í tengslum við löggjöf sem forsetaembættið styður og sitja í nefndum framkvæmdavaldsins um ýmis málefni. Embætti varaforseta hefur þannig í auknu mæli orðið virkur hluti forsetaembættisins og samhliða því hefur aðgengi varaforseta að forsetanum aukist. Til að mynda hefur skrifstofa varaforseta verið staðsett í Hvíta húsinu frá valdatíð Carters (1977-81).


Færa má rök fyrir því að möguleikar varaforseta til áhrifa séu einkum fólgnir í umræddu aðgengi hans að forsetanum. Forseta Bandaríkjanna er í raun í sjálfvald sett hvaða störf hann felur varaforsetanum. Áhrif varaforseta hafa því verið breytileg í gegnum tíðina og eru háð jafnt persónuleika forsetans sem og varaforsetans.


Núverandi varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, þykir til að mynda gegna umtalsverðu hlutverki innan framkvæmdavaldsins og það hefur meðal annars verið skýrt með því að George W. Bush kjósi að einbeita sér að meginstefnumarkmiðum og láta öðrum eftir nánari útfærslu þeirra. Í þessu felst þó að áhrifum varaforseta eru umtalsverð takmörk sett, það er að segja að það er ólíklegt að varaforseti muni nokkurn tíma setja sig upp á móti stefnu forseta þar sem umfang starfa hans er ákvarðað af forsetanum. Einnig er vert að geta þess að á síðari tímum hefur oft verið litið á varaforsetaembættið sem biðstöð fyrir tilvonandi forsetaframbjóðendur og þess vegna er ólíklega að varaforseti setji sig upp á móti forsetanum.


Varaforsetaembættið á sér áhugaverðar rætur en það var ekki að finna í upprunalegum drögum bandarísku stjórnarskrárinnar. Tilkoma embættisins fólst í málamiðlun á milli smærri og stærri fylkja Bandaríkjanna en smærri fylkin óttuðust að þau myndu bera skarðan hlut frá borði í forsetakosningum vegna takmarkaðs vægi atkvæða þeirra. Til að hvetja stærri fylkin til að kjósa frambjóðendur frá smærri fylkjum – í stað þess að kjósa einungis frambjóðendur úr eigin fylkjum – var sú ákvörðun tekin að kjörmenn fylkjanna skyldu greiða tvö atkvæði og sá frambjóðandi sem hlyti flest atkvæði skyldi kjörinn forseti. Vandamálið við þetta fyrirkomulag var að kjörmenn höfðu hvata til að kasta síðara atkvæðinu á glæ í þeim tilgangi að auka möguleika þess frambjóðanda sem þeim leist best á. Til embættis varaforseta var stofnað til að ráða bót á þessum vanda – sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atkvæði í forsetakosningunni var kjörinn varaforseti.


Með þessu fyrirkomulagi höfðu bæði atkvæði kjörmanna vægi. Þetta fyrirkomulag forseta- og varaforsetakosninga leiddi þó fljótlega til vandræða þar sem það gat leitt til þess að varaforsetaefnið endaði uppi sem forseti – auk þess sem að engin trygging var fyrir því að forseti og varaforseti tilheyrðu sama stjórnmálaflokki/-fylkingu. Þessu fyrirkomulagi var því breytt árið 1804 með stjórnarskrárbreytingu sem kom á núverandi fyrirkomulagi við val forseta og varaforseta.


Í dag greiða kjörmenn atkvæði um forseta og varaforseta sitt í hvoru lagi. Þó að það fyrirkomulag tryggi í sjálfu sér ekki að forseti og varaforseti komi frá sama stjórnmálaflokki þá hefur það engu að síður verið reglan og má ætla að tilkoma skipulagðra stjórnmálaflokka snemma á 19. öldinni ráði þar miklu um. Val frambjóðenda til varaforseta er þannig formlega í höndum stjórnmálaflokkanna en á síðari árum hefur raunin verið sú að forsetaframbjóðendur velja sjálfir meðframbjóðendur og hlutverk flokkanna hefur einungis verið að staðfesta það val.


Allt frá fyrstu forsetakosningum Bandaríkjanna hefur val varaforsetaframbjóðenda miðað að því að höfða til fylkja eða þjóðfélagshópa sem forsetaframbjóðandinn á erfiðara með að höfða til. Þannig er ekki óalgengt að forsetaframbjóðandi frá einu af norðurfylkjum Bandaríkjanna velji sér varaforsetaefni úr suðurfylkjunum.


Sú þróun að forsetaframbjóðendur velji sjálfir varaforsetaefni sín skýrir að einhverju leyti aukin áhrif varaforsetaembættisins. Þegar forsetinn velur sjálfur meðframbjóðanda sinn er betur hægt að tryggja að þeir aðhyllist lík sjónarmið. Þar af leiðir að forsetanum stafar minni hætta af því að fela varaforsetanum aukin völd. Á hinn bóginn má segja að þetta vald forseta dragi enn fremur úr valdi varaforsetaembættisins þar sem varaforsetinn á í raun allt sitt undir forsetanum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • McCormick, Richard P. 1982. The Presidential Game. Oxford: Oxford University Press.
  • Heimasíðan www.senate.com
  • Holmes, Jack E., Michael J. Englehardt and Robert E. Eldert. 1991. American Government: Essentials and Perspectives. New York: McGraw Hill.
  • Stjórnarskrá Bandaríkja Norður-Ameríku.

Mynd: ...