Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?

Íris Ösp Reynisdóttir og Katrín Ásta Sigurjónsdóttir

Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar.

Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir að eyjarnar hafa eigið þing þar sem sitja 30 þingmenn og getur það sett lög um ýmis innanlandsmál. Finnska ríkið fer hins vegar með utanríkismál, dómsmál, hegningarlög, tolla og mynt.



Íbúar Álandseyja eru tæplega 27.000 og býr um þriðjungur þeirra í höfuðstaðnum Maríuhöfn (Mariehman) á eyjunni Fasta Áland. Helstu atvinnuvegir á eyjunum eru landbúnaður (grænmetis- og kvikfjárrækt ), siglingar, smáiðnaður og ferðaþjónusta.

Um eða yfir 95% fólks á Álandseyjum hefur sænsku sem móðurmál þrátt fyrir að landið heyri undir Finnland. Um aldir tilheyrðu eyjurnar Svíþjóð en 1809 komust þær undir rússnesk yfirráð ásamt Finnlandi og urðu hluti af finnska stórfurstadæminu. Eyjurnar fylgdu Finnlandi þegar það fékk sjálfstæði 1917 en fengu sjálfsstjórn árið 1921.

Álandseyjar eru hluti af Norðurlöndunum, þær eru aðilar að Evrópusambandinu og gjaldmiðillinn þar er evra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

11.6.2009

Spyrjandi

Ásta Lilja Sigurðardóttir

Tilvísun

Íris Ösp Reynisdóttir og Katrín Ásta Sigurjónsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=31969.

Íris Ösp Reynisdóttir og Katrín Ásta Sigurjónsdóttir. (2009, 11. júní). Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=31969

Íris Ösp Reynisdóttir og Katrín Ásta Sigurjónsdóttir. „Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=31969>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Álandseyjar?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6.700 eyjum og skerjum í hafinu á milli Finnlands og Svíþjóðar, á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns. Um það bil 60 eyjar eru í byggð. Stærstu eyjarnar eru Fasta Áland, Föglö, Degerö, Vårdö, Kumlinge og Kökar.

Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir að eyjarnar hafa eigið þing þar sem sitja 30 þingmenn og getur það sett lög um ýmis innanlandsmál. Finnska ríkið fer hins vegar með utanríkismál, dómsmál, hegningarlög, tolla og mynt.



Íbúar Álandseyja eru tæplega 27.000 og býr um þriðjungur þeirra í höfuðstaðnum Maríuhöfn (Mariehman) á eyjunni Fasta Áland. Helstu atvinnuvegir á eyjunum eru landbúnaður (grænmetis- og kvikfjárrækt ), siglingar, smáiðnaður og ferðaþjónusta.

Um eða yfir 95% fólks á Álandseyjum hefur sænsku sem móðurmál þrátt fyrir að landið heyri undir Finnland. Um aldir tilheyrðu eyjurnar Svíþjóð en 1809 komust þær undir rússnesk yfirráð ásamt Finnlandi og urðu hluti af finnska stórfurstadæminu. Eyjurnar fylgdu Finnlandi þegar það fékk sjálfstæði 1917 en fengu sjálfsstjórn árið 1921.

Álandseyjar eru hluti af Norðurlöndunum, þær eru aðilar að Evrópusambandinu og gjaldmiðillinn þar er evra.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....