Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?

Snorri Hallgrímsson

Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum tollum með því að sniðganga breskar vörur. Englendingar neyddust þá til að afnema tollana en til að sýna yfirráð sín héldu þeir áfram að heimta háa tolla af tei.

Í Boston brutust þá út táknræn mótmæli 16. desember árið 1773 þar sem bandarískir þjóðernissinnar klæddust eins og Mohawk-indíánar og köstuðu 342 tunnum af tei í sjóinn. Tefarmurinn var metinn á 18.000 pund. Þessi atburður hefur verið nefndur teveislan í Boston eða the Boston Tea Party. Skömmu síðar braust út stríð milli Breta og nýlendubúa. Stríðið var háð árin 1775-1783.

George Washington var yfirmaður hers uppreisnarmanna og hann varð fyrsti forseti Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu þann 4. júlí árið 1776, en sá dagur er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Bandaríkin voru formlega stofnuð árið 1789. Þessi bylting varð svo hvati Frakka til að gera byltingu gegn frönsku ríkisstjórninni árið 1789.

Heimildir



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Mynd: Princeton University - Alumni Association

Höfundur

grunnskólanemi í Garðaskóla

Útgáfudagur

11.11.2002

Spyrjandi

Helene Inga Stankiewicz, f. 1988
Pétur Örn Gíslaon, f. 1987
Unnur Geirdal, f. 1988

Tilvísun

Snorri Hallgrímsson. „Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2002. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2848.

Snorri Hallgrímsson. (2002, 11. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2848

Snorri Hallgrímsson. „Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2002. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2848>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um frelsisstríð Bandaríkjanna?
Aðdragandi frelsistríðsins voru miklar tolla- og skattaálögur Breta á þrettán nýlendur í Bandaríkjunum. Íbúar nýlendanna í Norðurríkjunum voru ósáttir við stjórnunarhætti Breta og mikil óánægja var vegna þess að nýlendurnar áttu engan fulltrúa á breska þinginu. Nýlendurnar stóðu vel efnahagslega og mótmæltu háum tollum með því að sniðganga breskar vörur. Englendingar neyddust þá til að afnema tollana en til að sýna yfirráð sín héldu þeir áfram að heimta háa tolla af tei.

Í Boston brutust þá út táknræn mótmæli 16. desember árið 1773 þar sem bandarískir þjóðernissinnar klæddust eins og Mohawk-indíánar og köstuðu 342 tunnum af tei í sjóinn. Tefarmurinn var metinn á 18.000 pund. Þessi atburður hefur verið nefndur teveislan í Boston eða the Boston Tea Party. Skömmu síðar braust út stríð milli Breta og nýlendubúa. Stríðið var háð árin 1775-1783.

George Washington var yfirmaður hers uppreisnarmanna og hann varð fyrsti forseti Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu þann 4. júlí árið 1776, en sá dagur er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Bandaríkin voru formlega stofnuð árið 1789. Þessi bylting varð svo hvati Frakka til að gera byltingu gegn frönsku ríkisstjórninni árið 1789.

Heimildir



Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Mynd: Princeton University - Alumni Association...