Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?

EMB

Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:
  1. Mandarínska (kínverska) 874 milljónir
  2. Hindí 366 milljónir
  3. Enska 341 milljón
  4. Spænska 323 milljónir
  5. Bengalí 207 milljónir
  6. Portúgalska 176 milljónir
  7. Rússneska 167 milljónir
  8. Japanska 125 milljónir
  9. Þýska 100 milljónir
  10. Kóreska 78 milljónir

Litirnir tákna mismunandi tungumál sem eru fyrsta tungumál á þeim svæðum sem litirnir þekja. Ljósari útgáfa af sama lit merkir að tungumálið sem tengist litnum er annað tungumál á því svæði. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

Þetta er alls ekki eina leiðin til að meta útbreiðslu tungumáls. Til dæmis mætti kalla það útbreiddasta tungumálið sem flestir kunna þótt ekki sé um móðurmál þeirra að ræða. Ekki er þó endilega augljóst hvað telst að “kunna” tungumál. Að öllum líkindum yrði enska þarna í efsta sæti. Svo þarf ekki endilega að miða útbreiðslu við mannfjölda heldur má miða hana við fjölda landa þar sem málið er talað. Enska er opinbert mál í 60 löndum, franska í 29 löndum og spænska í 20 löndum.

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?

Gagnleg vefsetur um tungumál:

Mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

29.9.2002

Spyrjandi

Sveinbjörn Finnsson, f. 1989

Tilvísun

EMB. „Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?“ Vísindavefurinn, 29. september 2002. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2744.

EMB. (2002, 29. september). Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2744

EMB. „Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?“ Vísindavefurinn. 29. sep. 2002. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2744>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver eru fimm útbreiddustu tungumálin?
Samkvæmt upplýsingum frá Worldatlas.com eru tíu útbreiddustu tungumálin þessi, sé miðað við fjölda þeirra sem eiga þau að móðurmáli:

  1. Mandarínska (kínverska) 874 milljónir
  2. Hindí 366 milljónir
  3. Enska 341 milljón
  4. Spænska 323 milljónir
  5. Bengalí 207 milljónir
  6. Portúgalska 176 milljónir
  7. Rússneska 167 milljónir
  8. Japanska 125 milljónir
  9. Þýska 100 milljónir
  10. Kóreska 78 milljónir

Litirnir tákna mismunandi tungumál sem eru fyrsta tungumál á þeim svæðum sem litirnir þekja. Ljósari útgáfa af sama lit merkir að tungumálið sem tengist litnum er annað tungumál á því svæði. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.

Þetta er alls ekki eina leiðin til að meta útbreiðslu tungumáls. Til dæmis mætti kalla það útbreiddasta tungumálið sem flestir kunna þótt ekki sé um móðurmál þeirra að ræða. Ekki er þó endilega augljóst hvað telst að “kunna” tungumál. Að öllum líkindum yrði enska þarna í efsta sæti. Svo þarf ekki endilega að miða útbreiðslu við mannfjölda heldur má miða hana við fjölda landa þar sem málið er talað. Enska er opinbert mál í 60 löndum, franska í 29 löndum og spænska í 20 löndum.

Sjá einnig svar Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?

Gagnleg vefsetur um tungumál:

Mynd:

...