Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig varð Guð til?

Hjalti Hugason

Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis.

Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr, jurt eða einhver önnur lífvera. Það felst einfaldlega í eðli Guðs að hann hefur alltaf verið til og verður alltaf til og er alltaf eins. Hann eldist þess vegna ekki, hrörnar ekki og deyr ekki. Þess vegna fæddist hann heldur aldrei. Í þessu felst að Guð er eilífur.



Við mennirnir vitum raunar voða lítið um Guð og getum lítið sagt um það hvernig hann raunverulega er. Við tölum um hann í myndum sem flestar byggjast á því að við hugsum okkur hann sem mann. Með því sem ég sagði áðan um eilífð Guðs er raunar ekki sagt neitt annað en það að hann lifir ekki í tímanum eins og við mennirnir sem fæðumst, lifum kannski í 75-80 ár og deyjum svo, heldur lifir hann utan tímans og er frjáls gagnvart honum. Sá sem ekki lifir í tímanum eldist ekki og deyr ekki en þetta á ekki við um neinn nema Guð einan.


Mynd af Miklagljúfri: webshots.com

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

1.11.2000

Spyrjandi

Garðar Reynisson, fæddur 1987

Efnisorð

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Hvernig varð Guð til?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1070.

Hjalti Hugason. (2000, 1. nóvember). Hvernig varð Guð til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1070

Hjalti Hugason. „Hvernig varð Guð til?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð Guð til?
Hér er einnig svarað spurningum Ásláks Ingvarssonar, Lindu Guðjónsdóttur, Stefáns Freys Stefánssonar, Lilju Guðmundsdóttur, Dags Torfasonar, Ingu Jónu Kristjánsdóttur og Jóhönnu Kristínar Gísladóttur sama efnis.

Guð væri ekki Guð ef hann hefði einhvern tímann orðið til líkt og ég eða þú. Þá væri hann maður, dýr, jurt eða einhver önnur lífvera. Það felst einfaldlega í eðli Guðs að hann hefur alltaf verið til og verður alltaf til og er alltaf eins. Hann eldist þess vegna ekki, hrörnar ekki og deyr ekki. Þess vegna fæddist hann heldur aldrei. Í þessu felst að Guð er eilífur.



Við mennirnir vitum raunar voða lítið um Guð og getum lítið sagt um það hvernig hann raunverulega er. Við tölum um hann í myndum sem flestar byggjast á því að við hugsum okkur hann sem mann. Með því sem ég sagði áðan um eilífð Guðs er raunar ekki sagt neitt annað en það að hann lifir ekki í tímanum eins og við mennirnir sem fæðumst, lifum kannski í 75-80 ár og deyjum svo, heldur lifir hann utan tímans og er frjáls gagnvart honum. Sá sem ekki lifir í tímanum eldist ekki og deyr ekki en þetta á ekki við um neinn nema Guð einan.


Mynd af Miklagljúfri: webshots.com...