Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7651 svör fundust

Er erfitt að læra?

Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...

Nánar

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?

Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...

Nánar

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...

Nánar

Hvað getið þið sagt um árur og myndir af þeim?

Hér er svarað eftirfarandi tveimur spurningum: Eru áruljósmyndir viðurkenndar af vísindamönnum? (Hermann Helgason) Hvernig veit maður hvort maður sér árur eða ekki? (Hjördís Haraldsdóttir) Hér er spurt um yfirnáttúrlega hluti sem svo eru kallaðir og við bendum lesendum á að lesa almennt svar okkar um þá. ...

Nánar

Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver eru tengslin milli þrívíðrar sjónar og tveggja augna? Hvernig er þrívídd fengin fram í bíómyndum?Tvö augu eru forsenda rúmsjónar Augun eru ein allra mikilvægustu skynfæri okkar. En við höfum ekki aðeins eitt auga heldur tvö. Það mætti hugsa sér nokkrar skýringar á þ...

Nánar

Hvað er tvíburabróðir (graftarkýli) og hvað veldur honum?

Tvíburabróðir er graftarkýli sem myndast á sumu fólki milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er oft fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæðum...

Nánar

Af hverju snýr tunglið alltaf sömu hlið að jörðu?

Þetta fyrirbæri nefnist bundinn snúningur og er nokkuð algengt í sólkerfinu. Í stuttu máli er skýringin sú að þyngdarkraftur frá jörð er ráðandi á tunglinu og svonefndir sjávarfallakraftar hafa teygt eilítið á tunglinu þannig að það er eilítið ílangt og annar "endinn" stefnir alltaf í átt að jörð. Þyngdarkraftu...

Nánar

Af hverju springur ljósapera?

Í venjulegum ljósaperum er fínn þráður úr málmi sem hitnar og fer að glóa þegar rafstraumur er leiddur um hann. Við notkun eyðist vírinn smám saman þannig að hann verður grennri á einhverjum stöðum. Þetta endar þannig að málmþráðurinn fer í sundur á slíkum stöðum. Þegar vírinn fer í sundur getur hlaupið neisti ...

Nánar

Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?

Skýringuna á því að við erum með hendur og þumalputta má finna í langri þróunarsögu okkar og forfeðra okkar. Með tilliti til þróunar getum við einfaldlega kallað hendur okkar framfætur en eftir að við fórum að standa upprétt þá gátum við notað framfæturna, það er hendurnar, til annarra verka, svo sem við að handfj...

Nánar

Hvers vegna byrjaði kristin trú svona seint á Íslandi?

Kristni kom fyrst upp meðal fátæks almúgafólks á afskekktum stað í rómverksa keisaradæminu. Það tók trúna því nokkuð langan tíma að ná útbreiðslu. Rétt fyrir 400 var hún þó orðin það útbreidd að keisarinn gerði hana að ríkistrú. Um þetta leyti tók hún líka að breiðast út um Norður-Evrópu en á næstu öldum gengu mik...

Nánar

Fleiri niðurstöður