Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 64 svör fundust

Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju er Flórída-púman látin fjölga sér með Texas-púmunni en ekki með evrópsku púmunni? Flórída-púman (Puma concolor coryi) er ein af 30 deilitegundum púmunnar eða fjallaljónsins. Áður fyrr náði útbreiðsla hennar um gjörvöll suðausturríki Bandaríkjanna og vestur til ...

Nánar

Hvernig tímasetja palolo-ormar hrygningu?

Palolo-ormar eru tegundir burstaorma (polychete) innan ættarinnar Eunicidae. Fullorðnir palolo-ormar eru allt að 40 cm á lengd. Þeir eru með liðskiptan líkama og á hverjum lið er útlimur eða bursti eins og áberandi greinótt tálkn. Á höfði dýranna eru áberandi skynangar. Karldýrin eru yfirleitt rauðbrún að lit en k...

Nánar

Hvernig líta ormar út að innan?

Ormalaga dýr af ýmsum ættum og tegundum hafa innyfli líkt og önnur dýr, til að mynda æðakerfi til að miðla súrefni til vefja og umfangsmikinn meltingarveg. Ef við beinum athyglinni að best þekktu ormunum í náttúru Íslands, ánamöðkum (oligochaeta), þá hafa þeir fjölmörg líffæri eins og sjá má á eftirfarandi yfirlit...

Nánar

Er hægt að smitast af HIV ef maður kyssir einhvern sem er smitaður?

HIV-veiran smitast aðallega á milli einstaklinga gegnum óvarðar samfarir, með sprautum eða sprautunálum, við blóðgjöf, eða frá móður til barns á meðgöngu, við fæðingu eða við brjóstagjöf. Af öllum þeim milljónum HIV-smita sem eru þekkt er aðeins vitað um eitt tilfelli þar sem veiran barst á milli manna með kossum....

Nánar

Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla) Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson) Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur) Geta karlar orð...

Nánar

Hvaða áhrif hefur of mikið estrógen á karlmenn?

Það er eðlilegt að karlar framleiði estrógen í einhverju mæli, bæði örlítið í nýrnahettum en einnig í eistum. Talið er að estrógen sé nauðsynlegt fyrir frjósemi karla og rannsóknir sýna að það hefur áhrif á vatns- og jónajafnvægi í þekjuvef innri æxlunarfæra og þroskun sáðfrumna. Það er aftur á móti ekki eðlilegt...

Nánar

Hver er hegðun Helix aspersa í upprunalegum heimkynnum?

Helix aspersa, sem kallaður er á ensku European brown snail eða common snail, var fyrst lýst til tegundar árið 1774 á Ítalíu. Snigillinn er aðallega á ferli á næturna og étur þá ýmsar plöntur og plöntuleifar. Þegar birta tekur kemur snigillinn sér fyrir undir rotnandi laufblöðum eða í gróðri þar sem nægilegur ...

Nánar

Hvernig hafa fuglar mök?

Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...

Nánar

Geta kindur og menn eignast saman afkvæmi?

Vísindavefurinn fær oft spurningar um það hvort dýr af mismunandi tegundum geti átt saman afkvæmi. Um það gildir sú grunnregla að þeim þeim mun minni skyldleiki sem er á milli tegunda, þeim mun minni líkur eru á frjóvgun. Til dæmis geta kettir innan ættkvíslar stórkatta (Panthera) átt saman afkvæmi, sem að vísu er...

Nánar

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?

Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...

Nánar

Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?

Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök...

Nánar

Er typpið vöðvi?

Typpi (getnaðarlimur, reður) er hólklaga líffæri sem gegnir því hlutverki að koma sáðfrumum inn í leggöng þannig að frjóvgun geti átt sér stað og nýr einstaklingur orðið til. Það er einnig leið þvags út úr líkama karla. Typpi skiptist í rót, bol og kóng og er gert úr þremur risvefjum (e. erectile tissue). Tve...

Nánar

Stunda dýr kynlíf sér til gamans og ánægju eða bara til að fjölga sér?

Lengi vel töldu menn að kynlíf dýra væri einungis tengt hormónastýrðri þörf til æxlunar. Með auknum rannsóknum á ýmsum þáttum í atferli dýra, meðal annars hegðun sem tengist kynlífi, hefur komið í ljós að kynhegðun dýra, og þá sérstaklega spendýra, er mjög fjölbreytileg. Sjálfsfróun og samkynhneigð þekkist til að ...

Nánar

Mig langar að vita allt um þorskinn.

Þorskurinn (Gadus morhua morhua) hefur alla tíð verið okkar verðmætasti nytjafiskur og er svo enn í dag. Undanfarna áratugi hafa Íslendingar árlega veitt á bilinu 200-400 þúsund tonn af þorski og hefur útflutningsverðmæti hans numið tugum milljarða króna. Fyrir utan svæðið umhverfis Ísland finnast nokkrir s...

Nánar

Fleiri niðurstöður