Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 15 svör fundust

Af hverju er sólin heit?

Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir: Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðst...

Nánar

Er hægt að búa til súrefni í vélum?

Súrefni (oxygen, O) er eitt af frumefnunum (elements), en frumefni í náttúrunni eru samtals um 90 eftir því hvernig talið er. Léttasta frumefnið er vetni (hydrogen, H) sem hefur massatölu 1 en þyngstu atóm frumefna hafa massatölu um 240. Massatala súrefnis er 16 svo að við sjáum að það er frekar létt. Frumefni...

Nánar

Af hverju eru kjarnorkusprengjur svona kraftmiklar?

Fyrst er þess að geta að það eru ekki einungis kjarnorkusprengjur mannanna sem eru kraftmiklar heldur er kjarnorka langöflugasta náttúrlega orkulindin í sólkerfinu. Margar aðrar orkumyndir eiga rætur að rekja til kjarnasamruna í sólinni, samanber svar sama höfundar við spurningunni Hvað er helst því til fyrirstöðu...

Nánar

Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningu:Ef efnisklumpur brennur ekki í geimnum vegna súrefnisskorts hvers vegna er þá sólin einn allsherjarbruni?Í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi? segir meðal annars...

Nánar

Hvað er sjálfjónun?

Gerum ráð fyrir að kjarni í atómi sé í örvuðu ástandi. Það þýðir meðal annars að orka hans er meiri en orka grunnástands. Hann getur sent frá sér þessa umframorku sem alfa-, beta- eða gammageisla sem svo eru kallaðir. Eindirnar í alfa- eða betageislum eru hlaðnar og hleðsla kjarnans breytist því við þess kona...

Nánar

Hvað eru Chandrasekhar-mörk?

Chandrasekhar-mörk eða Chandrasekhar-massi koma við sögu á lokaskeiðum stjörnuþróunar. Sé massi útbrunnins stjörnukjarna minni en Chandrasekhar-mörkin myndar hann hvítan dverg en sé hann meiri myndast nifteindastjarna eða svarthol. Chandrasekhar-massinn er um 1,4 sólarmassar. Í stjörnum eins og sólinni okka...

Nánar

Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?

Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...

Nánar

Af hverju lýsa stjörnur?

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...

Nánar

Hvernig logar sólin ef ekkert súrefni er til að brenna?

Það kannast allir við það að ylja sér í sólinni og hérna á Íslandi þykir slíkt ekki síst vera mikill munaður. Geislun sólarinnar er nefnilega nægileg til þess að verma meira að segja okkur Íslendingana þrátt fyrir að sólin sé í 149,6 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og hún sé yfirleitt ekki hátt á lofti hér...

Nánar

Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?

Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...

Nánar

Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?

Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...

Nánar

Í hvað er kjarnorka aðallega notuð?

Þegar rætt er um notagildi kjarnorku er við hæfi að byrja á því að fjalla um sólina. Sólir eins og okkar eru í sinni einföldustu mynd ægistór vetnishvel. Þyngdarkraftar láta vetnið falla saman þar til þéttleiki vetnis í iðrum sólarinnar verður svo hár að kjarnasamruni gerist algengur. Við þetta losnar orka, sem hi...

Nánar

Hvað er að auðga úran?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Undanfarið er búið að vera mikið í fréttum að Íranar vilji fá að auðga úran. Hvað er auðgað úran? Í náttúrulegu úrangrýti er einkum að finna tvær samsætur. Samsætan 238U er tæp 99,3% af úrani en í kjarna hennar eru 92 róteindir og 146 nifteindir, en rúm 0,7% af úraninu eru ...

Nánar

Hvernig er þróun sólstjarna háttað?

Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...

Nánar

Fleiri niðurstöður