Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 262 svör fundust

Ef ég færi í lýtaaðgerð og verð svo ólétt og eignast barn, verður þá barnið mitt með „nýja“ útlitið mitt í staðinn fyrir það gamla?

Náttúrulegt útlit okkar ræðst mestmegnis af þeim genum sem við fáum frá foreldrum okkar og höfum við lítið að segja um hver útkoman verður. Hins vegar eru ýmis ráð til í dag ef fólki líkar ekki sitt upprunalega útlit. Mjög hátt hlutfall fólks hefur einhvern tíma litað hár sitt, hægt er að skarta öðrum augnlit með ...

Nánar

Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?

Um tíma var talið að möguleiki væri á að smástirnið 2003 QQ47 rækist á jörðina árið 2014. Eftir nánari athuganir á braut smástirnisins gátu vísindamenn þó reiknað út að engin hætta væri á árekstri þess við jörðina. Nýlega hefur smástirið 99942 Apófis (2004 MN4; e. Apophis) fengið nokkra athygli af sömu ástæðum;...

Nánar

Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?

Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fó...

Nánar

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?

Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...

Nánar

Hvernig sjá hundar bíómyndir?

Eins og fram kemur í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvernig sjá hundar? skynja hundar hreyfingu mun betur en menn. Ef hundur færi í bíó, þá myndi hann sennilega skynja kvikmyndina á annan hátt en við mennirnir. Kvikmynd er í raun raðir af kyrrmyndum sem eru sýndar margar á hverri sekúndu. Þar sem...

Nánar

Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær var Einstein uppi? kemur meðal annars fram:Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.Einstein sýndi ekki á...

Nánar

Hvenær kynntust Evrópubúar fyrst pipar?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er pipar og hvernig verður hann til? er pipar krydd úr berjum piparjurtarinnar Piper nigrum. Til eru nokkrar gerðir af pipar og fer litur og bragð eftir því hvernig berin eru meðhöndluð. Piparjurtin er upprunninn í Suður- og Suðaustur-Asíu og er meðal elstu krydd...

Nánar

Er Ísland sjálfbært ef landið lokast vegna stríðs eða heimsfaraldurs?

Öll spurningin hljóðaði svona: Gæti Ísland og íslenska þjóðin verið sjálfbær ef landið myndi lokast eða það þyrfti að loka landinu til lengri tíma? hvort sem það yrði vegna stríðs eða heimsfaraldrar. Ólíklegt er að styrjöld eða heimsfaraldur krefðust algjörrar lokunar landsins. Í styrjöld sem takmarkaðist v...

Nánar

Ræður einhver yfir tunglinu?

Við öll í sameiningu eigum tunglið og alla aðra hnetti sólkerfisins! Eitthvað á þessa leið hljóðaði samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Ýmis fyrirtæki hafa boðið landskika á tunglinu og öðrum hnöttum til sölu og meira að segja heilu stjörnurnar. En með ályktun Sameinuðu þjóðanna eru menn þá einungis að selja eitthvað ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um þvergöngu Merkúríusar?

Þverganga Merkúríusar (e. transit of Mercury) á sér stað þegar reikistjarnan Merkúríus fer milli jarðar og sólar og gengur fyrir sólina frá jörðu séð. Birtist reikistjarnan þá sem agnarsmár svartur depill sem færist hægt og rólega yfir skífu sólar. Á hverri öld gengur Merkúríus 13-14 sinnum fyrir sólina frá jörðu ...

Nánar

Hver er saga jólagrautsins á Íslandi?

Orðið jólagrautur þýðir í munni Íslendinga á 20. öld þykkur hrísgrjónamjólkurgrautur með rúsínum. Grautur af því tagi verður reyndar ekki algengur hér fyrr en upp úr aldamótum 1900 en áður hafði jólagrauturinn oftast verið úr bygggrjónum, mjólk og rúsínum. Hrísgrjónagrauturinn er borinn fram með kanelsykri og rjóm...

Nánar

Hvað merkir orðasambandið "að hnoða hinn þétta leir"?

Orðasambandið að hnoða hinn þétta leir er ekki algengt í málinu. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fjórar heimildir. Tvær eru frá 18. öld, önnur úr öðru bindi postillu Jóns biskups Vídalín (1724) en hin úr bók með sjö predikunum (1722) en af þeim samdi Jón Vídalín sex. Í báðum tilvikunum er um fjármuni að ræ...

Nánar

Hvaða manngerða farartæki hefur komist hraðast?

Hraðskreiðasta farartæki sem gert hefur verið af mönnum er geimfarið Voyager 1 sem hefur verið á leið út að endimörkum sólkerfisins í um aldarfjórðung. Voyager 1 opnaði nýja sýn í heimi stjörnufræðinnar þegar hann flaug framhjá Júpíter og Satúrnus og Voyager 2 gerði slíkt hið sama þegar hann flaug framhjá Úran...

Nánar

Fleiri niðurstöður