Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 61 svör fundust

Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...

Nánar

Hvað eru mörg saltkorn í einu tári?

Af þeim söltum sem uppleyst eru í vökvum líkamans er lang mest af matarsalti eða natrínklóríði (NaCl). Að jafnaði eru rúmlega 6 millígrömm (mg) af NaCl uppleyst í hverjum millilítra (ml) af tárvökva, þannig að styrkurinn er 6 mg/ml. Nú eru um það bil 20 dropar í hverjum millilítra af vatni og því eru um 0,3 mg a...

Nánar

Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilningarvitunum?

Til að geta svarað þessari spurningu þurfum við að vita tvennt: hvað það er sem við skynjum með skilningarvitum okkar og hvert hið rétta eðli heimsins er. Hið fyrrnefnda hafa heimspekingar átt í nokkrum vandræðum með að koma sér saman um en þó getum við gert okkur vonir um að finna svarið með því að rýna nógu miki...

Nánar

Hvers konar uppeldisaðferðir boðaði heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau?

Átjándu aldar heimspekingurinn Jean-Jacques Rousseau er með merkustu mönnum í uppeldissögu Vesturlanda. Rousseau hélt því fram að maðurinn væri í eðli sínu góður frá hendi skaparans (því hann var ekki trúleysingi, þótt hann hafi lent upp á kant við kirkjuna), en úrkynjaðist þegar út í lífið kæmi vegna ríkjandi hug...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Jóhannes Kalvín?

Jóhannes Kalvín (Jean Calvin, 1509–1564) var samtímamaður Marteins Lúthers (1483–1546) en þó kynslóðinni yngri og siðaskiptafrömuður eins og Lúther. Kalvín var Frakki en Lúther Þjóðverji. Þá skiptir og máli að Kalvín var af borgarastétt en Lúther af bændaættum. Bakgrunnur Kalvíns skiptir miklu máli fyrir störf ...

Nánar

Er hægt að koma öllu mannkyni fyrir á Vatnajökli?

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs er flatarmál jökulsins um 7700 ferkílómetrar. Hver ferkílómetri er milljón fermetrar sem þýðir að jökullinn er 7,7 milljarðar fermetra. Áætlað er að mannkynið telji rétt rúmlega 8 milljarða þegar þetta er skrifað árið 2023, en til einföldunar er hægt að mið...

Nánar

Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hver var Marcus Quintilianus? (Svana) Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth) Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamó...

Nánar

Hvað er fegurð og hvað er ljótleiki? Í hverju felst fegurðin?

Þótt fagurfræði sé á íslenzku kennd við fegurð, er það hugtak þó frekar sjaldgæft í fræðilegri umræðu seinni tíma. Menn tala frekar um form eða listgildi. Það fer eftir grunnviðhorfum í frumspeki og þekkingarfræði, hverjum augum menn líta fegurðina. Þeir sem telja að við höfum aðgang að einhverju sem nefnist r...

Nánar

Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?

Fyrsta tungllendingin fór fram á Kyrrðarhafinu (e. Sea of Tranquility) á 00,67408 breiddargráðu norður og 23,47297 lengdargráðu austur. Staðurinn er merktur inn á myndirnar hér neðar í svarinu. Kyrrðarhafið var sérstaklega valið því það er fremur slétt svæði. Á því eru hins vegar tiltölulega margir gígar og...

Nánar

Er hægt að vita hvort mann er að dreyma?

Þessu hafa ýmsir velt fyrir sér, meðal annars heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) í riti sínu Hugleiðingar um frumspeki. Descartes varpar fram þeirri hugmynd að hugsanlegt sé að hann sé bara að dreyma eða að kannski sé illur andi að beita hann stöðugum blekkingum og hlutirnir kringum hann séu ekki til í r...

Nánar

Fleiri niðurstöður