Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?

JGÞ

Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun.

Segjum til dæmis að reynt yrði að ná samstöðu um að allir töluðu ensku. Það er nokkuð víst að þeir sem hafa spænsku að móðurmáli eða þýsku, japönsku og svo framvegis, væru lítt sáttir við það að gera ensku allt í einu að sínu meginmáli.

Eins væri víst að margir væru á móti því að skipta yfir í "hlutlaust" mál eins og til dæmis esperanto. Þeir sem tala ensku gætu til dæmis sagt að réttara væri að nota bara ensku. Og ekki er víst að allir vildu leggja það á sig að fara að læra nýtt mál - bara til þess að að allir í heiminum hefðu sama tungumál.



Fræg mynd af Babelsturninum eftir Pieter Bruegel eldri (um 1525-1569).

En svo má líka spyrja sig af hverju við tölum ólík tungumál? Af hverju tala ekki allir sama tungumál eins og segir frá í sögninni af Babelsturninum í Biblíunni? Ástæðan fyrir því er sú að það eru mennirnir sem búa til tungumálið. Hljóðmyndirnar sem við notum yfir hugtökin sem við viljum tákna með orðum eru samkomulagsatriði milli manna en ekki sjálfgefin eða sjálfsprottin.

Af því að mennirnir eru margir og búa víða nota þeir ólíkar hljóðmyndir yfir sömu hugtökin. Þess vegna eru til mörg tungumál.

Um þetta má lesa nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju eru til mörg tungumál?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Hildur og Brynhildur, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7129.

JGÞ. (2008, 29. febrúar). Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7129

JGÞ. „Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7129>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?
Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun.

Segjum til dæmis að reynt yrði að ná samstöðu um að allir töluðu ensku. Það er nokkuð víst að þeir sem hafa spænsku að móðurmáli eða þýsku, japönsku og svo framvegis, væru lítt sáttir við það að gera ensku allt í einu að sínu meginmáli.

Eins væri víst að margir væru á móti því að skipta yfir í "hlutlaust" mál eins og til dæmis esperanto. Þeir sem tala ensku gætu til dæmis sagt að réttara væri að nota bara ensku. Og ekki er víst að allir vildu leggja það á sig að fara að læra nýtt mál - bara til þess að að allir í heiminum hefðu sama tungumál.



Fræg mynd af Babelsturninum eftir Pieter Bruegel eldri (um 1525-1569).

En svo má líka spyrja sig af hverju við tölum ólík tungumál? Af hverju tala ekki allir sama tungumál eins og segir frá í sögninni af Babelsturninum í Biblíunni? Ástæðan fyrir því er sú að það eru mennirnir sem búa til tungumálið. Hljóðmyndirnar sem við notum yfir hugtökin sem við viljum tákna með orðum eru samkomulagsatriði milli manna en ekki sjálfgefin eða sjálfsprottin.

Af því að mennirnir eru margir og búa víða nota þeir ólíkar hljóðmyndir yfir sömu hugtökin. Þess vegna eru til mörg tungumál.

Um þetta má lesa nánar í svari eftir sama höfund við spurningunni Af hverju eru til mörg tungumál?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....