Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvert er latneska heitið á tjaldi?

JMH og JGÞ

Ef spyrjandi er að spyrja um latneska heitið á fuglinum tjaldi þá er það Haematopus ostralegus. Á ensku nefnist fuglinn oystercatcher sem merkir sá sem veiðir ostrur. Það vísar sennilega til veiðiatferlis hans suður í Evrópu þar sem ostrur finnast víða.


Tjaldur heitir á fræðimáli Haematopus ostralegus.

Hér á landi tínir tjaldurinn upp og opnar margvíslegar tegundir skeldýra, svo sem samlokur og doppur.

Spyrjandi gæti líka verið að velta fyrir sér hvað tjald eins og menn hafa með sér í útilegur gæti kallast á latínu. Latneska orðið tabernaculum var notað yfir tjald. Þannig tjöld voru öðruvísi en kúlutjöld nútímans, þau líktust frekar tjöldunum sem Eyjamenn reisa á sinni þjóðhátíð.

Enska orðið tabernacle er dregið af tabernaculum og í fornu máli merkti það tjald en var síðan notað yfir guðshús, musteri og samkunduhús gyðinga.

Heimildir og myndir:

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.6.2007

Spyrjandi

Ragnar Már, f. 1995

Tilvísun

JMH og JGÞ. „Hvert er latneska heitið á tjaldi?“ Vísindavefurinn, 28. júní 2007. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6704.

JMH og JGÞ. (2007, 28. júní). Hvert er latneska heitið á tjaldi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6704

JMH og JGÞ. „Hvert er latneska heitið á tjaldi?“ Vísindavefurinn. 28. jún. 2007. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6704>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er latneska heitið á tjaldi?
Ef spyrjandi er að spyrja um latneska heitið á fuglinum tjaldi þá er það Haematopus ostralegus. Á ensku nefnist fuglinn oystercatcher sem merkir sá sem veiðir ostrur. Það vísar sennilega til veiðiatferlis hans suður í Evrópu þar sem ostrur finnast víða.


Tjaldur heitir á fræðimáli Haematopus ostralegus.

Hér á landi tínir tjaldurinn upp og opnar margvíslegar tegundir skeldýra, svo sem samlokur og doppur.

Spyrjandi gæti líka verið að velta fyrir sér hvað tjald eins og menn hafa með sér í útilegur gæti kallast á latínu. Latneska orðið tabernaculum var notað yfir tjald. Þannig tjöld voru öðruvísi en kúlutjöld nútímans, þau líktust frekar tjöldunum sem Eyjamenn reisa á sinni þjóðhátíð.

Enska orðið tabernacle er dregið af tabernaculum og í fornu máli merkti það tjald en var síðan notað yfir guðshús, musteri og samkunduhús gyðinga.

Heimildir og myndir:...