Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?

Gísli Örn Bragason

Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri hluta bronsaldar.

Bergfræðilega er gott náttúrlegt brýni samsett úr hörðum steindum, venjulega kvarsi, magnetíti eða granati, sem eru bundnar í mýkri grunnmassa. Hörðu steindakornin eru nær alltaf hvasshyrnd í lögun, meðan mýkri grunnmassinn samanstendur aðallega úr glimmersteindum eða kalki. Bæði myndbreytt berg og setberg bjóða upp á þennan textúr og steindasamsetningu. Verknaðurinn við að brýna hefur í för mér sér að harðar steindir sverfa málminn á blaðinu.

Heimildir um brýnistöku úr íslensku bergi er að finna í ferðabók Eggerts og Bjarna þar sem getið er um brýnisberg í Hörgárdal og úr fornleifaskrá Siglufjarðarkaupstaðar þar sem getið er um brýnisberg við Sauðanesvita.

Brýnistökustaðirnir eru úr dóleríti. Dólerít er grófkristallað basalt. Samsetning dóleríts er ekki dæmigerð fyrir góð brýni. Í góðu brýni eru hörðu steindirnar kantaðar með meiri hörku en járn. Yfirleitt eru hörðu steindirnar í mjúkum grunnmassa úr glimmeri eða kalki. Dólerít samanstendur af plagíóklas, klínópýroxen og málmi. Plagíóklas hefur hörkuna 6-6,5 á Mohs-kvarða sem er aðeins meira en járn sem hefur hörkuna 6 á Mohs-kvarða. Milli plagíóklaskristallanna er pýroxen með hörku 5-6. Til samanburðar er harka glimmers um 3.



Dólerít er nokkuð grófkorna basískt berg — á milli basalts og gabbrós.

Steinbrýnin hafa því verið mjög hörð í sér en varla nægilega hörð til að sverfa járnið auðveldlega af blaði eggverkfæra. Það sem einkennir brýnistökustaðina er mjög flögótt berg sem brotnar auðveldlega niður. Steinflögunar mynda slétta fleti sem þægilegt hefur verið að renna eftir með eggverkfærum til að brýna. Má því gera ráð fyrir að sléttir fletir hafi skipt meira máli en steindasamsetning bergsins. Brýnistökustaðirnir við Sauðanes og í Hörgárdal hafa verið notaðir af bændum og verkamönnum í sveitunum í kring.

Eggert og Bjarni taka fram að finna megi ágætis steinbrýni í Hörgárdal en erlend brýni séu betri. Líklegt er að íslensk steinbrýni hafi verið góð meðan þau voru ný með hrjúft yfirborð sem sverfur járnið af blaðinu en með hverri notkun slípast brýnið niður og verður að lokum slétt og þá um leið gagnslaust til að brýna með.

Mynd: Jarðfræðiglósur GK. Sótt 16. 3. 2010.


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ég er húsgagnasmiður og áhugamaður um brýningar á verkfærum. Spurning: Eru til einhverskonar steinefni í íslenskum jarðlögum (steinn eða e.t.v. aska) sem hægt er að nota sem brýni?

Höfundur

meistaranemi í jarðfræði

Útgáfudagur

17.3.2010

Spyrjandi

Guðmundur Jón Stefánsson

Tilvísun

Gísli Örn Bragason. „Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2010. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=55480.

Gísli Örn Bragason. (2010, 17. mars). Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55480

Gísli Örn Bragason. „Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2010. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55480>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru einhver steinefni í íslenskum jarðlögum sem hægt er að nota sem brýni?
Brýni eru yfirleitt skilgreind sem flatir steinar sem notaðir eru til þess að skerpa bit málmverkfæra og eru oft bleytt með olíu eða vatni fyrir notkun. Saga eggverkfæra og brýna er samofin og steinbrýni hafa verið notuð síðan málmblöð komu til sögunnar. Val á sérstöku bergi til notkunar í brýni má rekja til fyrri hluta bronsaldar.

Bergfræðilega er gott náttúrlegt brýni samsett úr hörðum steindum, venjulega kvarsi, magnetíti eða granati, sem eru bundnar í mýkri grunnmassa. Hörðu steindakornin eru nær alltaf hvasshyrnd í lögun, meðan mýkri grunnmassinn samanstendur aðallega úr glimmersteindum eða kalki. Bæði myndbreytt berg og setberg bjóða upp á þennan textúr og steindasamsetningu. Verknaðurinn við að brýna hefur í för mér sér að harðar steindir sverfa málminn á blaðinu.

Heimildir um brýnistöku úr íslensku bergi er að finna í ferðabók Eggerts og Bjarna þar sem getið er um brýnisberg í Hörgárdal og úr fornleifaskrá Siglufjarðarkaupstaðar þar sem getið er um brýnisberg við Sauðanesvita.

Brýnistökustaðirnir eru úr dóleríti. Dólerít er grófkristallað basalt. Samsetning dóleríts er ekki dæmigerð fyrir góð brýni. Í góðu brýni eru hörðu steindirnar kantaðar með meiri hörku en járn. Yfirleitt eru hörðu steindirnar í mjúkum grunnmassa úr glimmeri eða kalki. Dólerít samanstendur af plagíóklas, klínópýroxen og málmi. Plagíóklas hefur hörkuna 6-6,5 á Mohs-kvarða sem er aðeins meira en járn sem hefur hörkuna 6 á Mohs-kvarða. Milli plagíóklaskristallanna er pýroxen með hörku 5-6. Til samanburðar er harka glimmers um 3.



Dólerít er nokkuð grófkorna basískt berg — á milli basalts og gabbrós.

Steinbrýnin hafa því verið mjög hörð í sér en varla nægilega hörð til að sverfa járnið auðveldlega af blaði eggverkfæra. Það sem einkennir brýnistökustaðina er mjög flögótt berg sem brotnar auðveldlega niður. Steinflögunar mynda slétta fleti sem þægilegt hefur verið að renna eftir með eggverkfærum til að brýna. Má því gera ráð fyrir að sléttir fletir hafi skipt meira máli en steindasamsetning bergsins. Brýnistökustaðirnir við Sauðanes og í Hörgárdal hafa verið notaðir af bændum og verkamönnum í sveitunum í kring.

Eggert og Bjarni taka fram að finna megi ágætis steinbrýni í Hörgárdal en erlend brýni séu betri. Líklegt er að íslensk steinbrýni hafi verið góð meðan þau voru ný með hrjúft yfirborð sem sverfur járnið af blaðinu en með hverri notkun slípast brýnið niður og verður að lokum slétt og þá um leið gagnslaust til að brýna með.

Mynd: Jarðfræðiglósur GK. Sótt 16. 3. 2010.


Í heild hljóðaði spurningin svona:
Ég er húsgagnasmiður og áhugamaður um brýningar á verkfærum. Spurning: Eru til einhverskonar steinefni í íslenskum jarðlögum (steinn eða e.t.v. aska) sem hægt er að nota sem brýni?
...