Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?

Jón Már Halldórsson

Því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenska þýðingu á orðinu freemartin en það er notað um vanþroskaðan og oftast ófrjóan kvígukálf sem er tvíburi við nautkálf. Kvígan er bæði erfðafræðilega og líkamlega kvenkyns en getur haft ýmis karlkyns einkenni. Ófrjósemi kvígunnar kemur til strax í móðurkviði og er afleiðing af hormónum sem berast frá tvíburabróðurnum. Svokallaður freemartinismi er regla þegar kýr ber kálfa af sitt hvoru kyninu.

Skýringin á þessu fyrirbæri er sú að fóstrin hafa sameiginlegan æðabelg þannig að blóð flæðir hindrunarlaust á milli þeirra. Ef tvíburarnir eru báðir af sama kyni er blóðflæði á milli þeirra ekkert vandamál. Ef þeir eru hins vegar af sitt hvoru kyninu þá berst karlhormónið testósterón á milli fóstranna og veldur lífeðlisfræðilegum breytingum sem orsaka vanþroska og ófrjósemi hjá kvígufóstrinu. Karlhormónin valda ennfremur ýmsum karllægum einkennum hjá kvígukálfinum. Aftur á móti virðist þetta hafa lítil áhrif á nautkálfinn. Vísindamenn hafa þó greint ýmis einkenni, svo sem smækkun á stærð eistna en samband er á milli stærðar þeirra og frjósemi.



Freemartinisma má rekja til þess að fóstur hafa sameiginlegan æðabelg þannig að blóð flæðir hindrunarlaust á milli þeirra. Með blóðinu berast hormón sem hafa áhrif á þroska kvígufóstursins.

Einkennin sem fram koma á kvígukálfinum ráðast að einhverju leyti af því hvenær á meðgöngunni samrunni á æðum æðabelgs á sér stað. Rannsóknir hafa sýnt að í 8% tilvika verður enginn samruni á æðum og kvígan heldur frjósemi sinni.

Tvíburafæðingar eru tiltölulega sjaldgæfar meðal nautgripa. Þó er þetta breytilegt eftir svæðum. Ein heimild segir að tíðni tvíkálfaburða sé 0,5% eða 1 af hverjum 200 burðum og af þeim séu kálfarnir af sitt hvoru kyninu í 33-50% tilvika.

Freemartinismi hefur einnig fundist í sauðfé, geitum og svínum en höfundur fann engar upplýsingar um hvort slíkt hafi fundist í mönnum. Sjaldgæft er að tvíburafóstur hjá mönnum deili sömu legkökunni (e. placenta) og tilheyrandi æðaneti, en það er þó þekkt. Það kallast á ensku monochorionic og er tíðnin vel undir 0,5%. Hvort það leiði til freemartinisma hjá okkur mönnum er höfundi ekki kunnugt enda er löngum talið að þetta lífeðlisfræðilega fyrirbæri sé einskorðað við klaufdýr.

Heimildir og mynd:

  • Cordero L, A. Franco, S.D. Joy og R.W. O'shaughnessy. 2005. Monochorionic diamniotic infants without twin-to-twin transfusion syndrome. Journal of perinatology 25(12): 753–8.
  • Fujishirol, A., K. Kawakura, Y.I. Miyakel og Y. Kanedal. 1995. A fast, convenient diagnosis of the bovine freemartin syndrome using polymerase chain reaction. Theriogenology 43: 883-891.
  • Li, C., R.P. Littlejohn, I.D. Corson og J.M. Suttie. Effects of testosterone on pedicle formation and its transformation to antler in castrated male, freemartin and normal female red deer (Cervus elaphus). General and comparative endocrinology 131(1): 21-31.
  • The Cattle Site. Skoðað 29. 8. 2009.


Í heild sinni hljóðar spurningin svona:
Ég las um ákveðið fyrirbæri sem heitir Freemartin þar sem karlkyns tvíburi hefur áhrif á systur sína, hægir á þroska kynfæra hennar og gerir hana þar af leiðandi ófrjóa. Algengustu dæmin eru víst hjá kúm og kindum. Hvað nákvæmlega er þetta og getur þetta komið fram í mönnum?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.9.2009

Spyrjandi

Sigrún Hanna Ómarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?“ Vísindavefurinn, 11. september 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53413.

Jón Már Halldórsson. (2009, 11. september). Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53413

Jón Már Halldórsson. „Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53413>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er freemartinismi og getur hann komið fyrir hjá mönnum?
Því miður er höfundi ekki kunnugt um íslenska þýðingu á orðinu freemartin en það er notað um vanþroskaðan og oftast ófrjóan kvígukálf sem er tvíburi við nautkálf. Kvígan er bæði erfðafræðilega og líkamlega kvenkyns en getur haft ýmis karlkyns einkenni. Ófrjósemi kvígunnar kemur til strax í móðurkviði og er afleiðing af hormónum sem berast frá tvíburabróðurnum. Svokallaður freemartinismi er regla þegar kýr ber kálfa af sitt hvoru kyninu.

Skýringin á þessu fyrirbæri er sú að fóstrin hafa sameiginlegan æðabelg þannig að blóð flæðir hindrunarlaust á milli þeirra. Ef tvíburarnir eru báðir af sama kyni er blóðflæði á milli þeirra ekkert vandamál. Ef þeir eru hins vegar af sitt hvoru kyninu þá berst karlhormónið testósterón á milli fóstranna og veldur lífeðlisfræðilegum breytingum sem orsaka vanþroska og ófrjósemi hjá kvígufóstrinu. Karlhormónin valda ennfremur ýmsum karllægum einkennum hjá kvígukálfinum. Aftur á móti virðist þetta hafa lítil áhrif á nautkálfinn. Vísindamenn hafa þó greint ýmis einkenni, svo sem smækkun á stærð eistna en samband er á milli stærðar þeirra og frjósemi.



Freemartinisma má rekja til þess að fóstur hafa sameiginlegan æðabelg þannig að blóð flæðir hindrunarlaust á milli þeirra. Með blóðinu berast hormón sem hafa áhrif á þroska kvígufóstursins.

Einkennin sem fram koma á kvígukálfinum ráðast að einhverju leyti af því hvenær á meðgöngunni samrunni á æðum æðabelgs á sér stað. Rannsóknir hafa sýnt að í 8% tilvika verður enginn samruni á æðum og kvígan heldur frjósemi sinni.

Tvíburafæðingar eru tiltölulega sjaldgæfar meðal nautgripa. Þó er þetta breytilegt eftir svæðum. Ein heimild segir að tíðni tvíkálfaburða sé 0,5% eða 1 af hverjum 200 burðum og af þeim séu kálfarnir af sitt hvoru kyninu í 33-50% tilvika.

Freemartinismi hefur einnig fundist í sauðfé, geitum og svínum en höfundur fann engar upplýsingar um hvort slíkt hafi fundist í mönnum. Sjaldgæft er að tvíburafóstur hjá mönnum deili sömu legkökunni (e. placenta) og tilheyrandi æðaneti, en það er þó þekkt. Það kallast á ensku monochorionic og er tíðnin vel undir 0,5%. Hvort það leiði til freemartinisma hjá okkur mönnum er höfundi ekki kunnugt enda er löngum talið að þetta lífeðlisfræðilega fyrirbæri sé einskorðað við klaufdýr.

Heimildir og mynd:

  • Cordero L, A. Franco, S.D. Joy og R.W. O'shaughnessy. 2005. Monochorionic diamniotic infants without twin-to-twin transfusion syndrome. Journal of perinatology 25(12): 753–8.
  • Fujishirol, A., K. Kawakura, Y.I. Miyakel og Y. Kanedal. 1995. A fast, convenient diagnosis of the bovine freemartin syndrome using polymerase chain reaction. Theriogenology 43: 883-891.
  • Li, C., R.P. Littlejohn, I.D. Corson og J.M. Suttie. Effects of testosterone on pedicle formation and its transformation to antler in castrated male, freemartin and normal female red deer (Cervus elaphus). General and comparative endocrinology 131(1): 21-31.
  • The Cattle Site. Skoðað 29. 8. 2009.


Í heild sinni hljóðar spurningin svona:
Ég las um ákveðið fyrirbæri sem heitir Freemartin þar sem karlkyns tvíburi hefur áhrif á systur sína, hægir á þroska kynfæra hennar og gerir hana þar af leiðandi ófrjóa. Algengustu dæmin eru víst hjá kúm og kindum. Hvað nákvæmlega er þetta og getur þetta komið fram í mönnum?
...