Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?

Jón Már Halldórsson

Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands.

Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 50 til 60 cm langur og með um 100 til 130 cm vænghaf. Kvenfuglinn er venjulega stærri en karlfuglinn. Fjallvákurinn verpir á norðurheimsskautssvæðum og í barrskógabeltinu, í Ameríku, Evrópu og Asíu, en færir sig sunnar yfir vetrartímann.



Músvákur (Buteo buteo).

Músvákurinn er mjög svipaður að stærð og fjallvákurinn og er auðvelt að ruglast á tegundum. Heimkynni hans eru í Evrasíu, allt austur að ströndum Kyrrahafs austast í Rússlandi og á Japanseyjum. Músvákurinn greinist í átta deilitegundir. Deilitegundir hans verpa meðal annars á Korsíku, Sardiníu, Azoreyjum og Kanaríeyjum.

Þess má geta að vákar eru oftast kallaðir buzzards í enskumælandi löndum, utan Norður-Ameríku en þar eru þeir kallaðir hawks sem er sama orðið og haukar á íslensku.

Mynd: Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Lukasz Lukasik. Birt undir GNU Free Documentation leyfi.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.7.2009

Spyrjandi

Svanur Aðalsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53024.

Jón Már Halldórsson. (2009, 22. júlí). Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53024

Jón Már Halldórsson. „Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53024>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands.

Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 50 til 60 cm langur og með um 100 til 130 cm vænghaf. Kvenfuglinn er venjulega stærri en karlfuglinn. Fjallvákurinn verpir á norðurheimsskautssvæðum og í barrskógabeltinu, í Ameríku, Evrópu og Asíu, en færir sig sunnar yfir vetrartímann.



Músvákur (Buteo buteo).

Músvákurinn er mjög svipaður að stærð og fjallvákurinn og er auðvelt að ruglast á tegundum. Heimkynni hans eru í Evrasíu, allt austur að ströndum Kyrrahafs austast í Rússlandi og á Japanseyjum. Músvákurinn greinist í átta deilitegundir. Deilitegundir hans verpa meðal annars á Korsíku, Sardiníu, Azoreyjum og Kanaríeyjum.

Þess má geta að vákar eru oftast kallaðir buzzards í enskumælandi löndum, utan Norður-Ameríku en þar eru þeir kallaðir hawks sem er sama orðið og haukar á íslensku.

Mynd: Wikimedia Commons. Höfundur myndar: Lukasz Lukasik. Birt undir GNU Free Documentation leyfi....