Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?

Jón Már Halldórsson

Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort horft er á þær frá sjónarhóli geitungsins eða mannsins.



Afturbolur á holugeitungi (Paravespula vulgaris). Sjá má broddinn sem geitungurinn stingur með finnist honum sér vera ógnað.

Að mati fjölmargra sem þekkja til geitunga þá eru holugeitungar taldir vera árásargjarnari en aðrir geitungar sem finnast hér á landi. Þrátt fyrir það ber að umgangast alla geitunga af mikilli varúð enda eru þeir allir árásargjarnir.

Holugeitungar gera sér bú í jarðvegi, meðal annars er algengt að þeir grafi sig niður í jarðveg við grjót eða hraunhellur sem hafðar eru í til prýðis í görðum. Einnig er algengt að þeir komi sér fyrir í híbýlum svo sem í þakskeggi eða jafnvel í geymslum þar sem þeir komast inn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Stinga holugeitungar bara strax eða þarf maður að gera þeim eitthvað? Og hvar lifa þeir helst?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.6.2009

Spyrjandi

Karen Tanja Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52729.

Jón Már Halldórsson. (2009, 30. júní). Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52729

Jón Már Halldórsson. „Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52729>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?
Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort horft er á þær frá sjónarhóli geitungsins eða mannsins.



Afturbolur á holugeitungi (Paravespula vulgaris). Sjá má broddinn sem geitungurinn stingur með finnist honum sér vera ógnað.

Að mati fjölmargra sem þekkja til geitunga þá eru holugeitungar taldir vera árásargjarnari en aðrir geitungar sem finnast hér á landi. Þrátt fyrir það ber að umgangast alla geitunga af mikilli varúð enda eru þeir allir árásargjarnir.

Holugeitungar gera sér bú í jarðvegi, meðal annars er algengt að þeir grafi sig niður í jarðveg við grjót eða hraunhellur sem hafðar eru í til prýðis í görðum. Einnig er algengt að þeir komi sér fyrir í híbýlum svo sem í þakskeggi eða jafnvel í geymslum þar sem þeir komast inn.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:


Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Stinga holugeitungar bara strax eða þarf maður að gera þeim eitthvað? Og hvar lifa þeir helst?
...