Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?

EDS

Þegar talað er um hæð yfir sjávarmáli er ekki miðað við flóð eða fjöru heldur við meðalsjávarhæð (e. mean sea level - MSL) en það er meðaltalið af hæð meðal stórstraumsflóðs og meðal stórstraumsfjöru.

Á vef Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað er um útreikning sjávarfalla í Reykjavík er að finna eftirfarandi útskýringar á hugtökunum meðalstórstraumsflóð og meðalsmástraumsflóð:
Hæð meðalstórstraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara) þegar fallhæðin (munur flóðs og fjöru) er mest (hér um bil hálfsmánaðarlega) í heilt ár, þegar meðalhámark tungls í stjörnubreidd er 23½°.

Hæð meðalsmástraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara) þegar fallhæðin er minnst við sömu skilyrði og hér að ofan.



Í Fundy-flóa í Kanada er einna mesti munur flóðs og fjöru í heiminum, allt að 16 metrar.

Benda má á ágætis umfjöllun um hæð sjávarborðs á Wikipedia undir Sea level.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.5.2011

Spyrjandi

Andri Már, Harpa Björnsdóttir

Tilvísun

EDS. „Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?“ Vísindavefurinn, 27. maí 2011. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=24918.

EDS. (2011, 27. maí). Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=24918

EDS. „Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?“ Vísindavefurinn. 27. maí. 2011. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=24918>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hæð yfir sjávarmáli miðuð við flóð eða fjöru?
Þegar talað er um hæð yfir sjávarmáli er ekki miðað við flóð eða fjöru heldur við meðalsjávarhæð (e. mean sea level - MSL) en það er meðaltalið af hæð meðal stórstraumsflóðs og meðal stórstraumsfjöru.

Á vef Landhelgisgæslunnar þar sem fjallað er um útreikning sjávarfalla í Reykjavík er að finna eftirfarandi útskýringar á hugtökunum meðalstórstraumsflóð og meðalsmástraumsflóð:
Hæð meðalstórstraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara) þegar fallhæðin (munur flóðs og fjöru) er mest (hér um bil hálfsmánaðarlega) í heilt ár, þegar meðalhámark tungls í stjörnubreidd er 23½°.

Hæð meðalsmástraumsflóðs (fjöru) er meðaltal tveggja samliggjandi flóða (fjara) þegar fallhæðin er minnst við sömu skilyrði og hér að ofan.



Í Fundy-flóa í Kanada er einna mesti munur flóðs og fjöru í heiminum, allt að 16 metrar.

Benda má á ágætis umfjöllun um hæð sjávarborðs á Wikipedia undir Sea level.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...