Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?

Matvælastofnun

Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef þau berast í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil.

Díoxín og fúran eru oft nefnd í sömu andrá sem díoxín þar sem bygging þeirra og efnaeiginleikar eru svo lík. Ákveðin PCB-efni hafa svipaða eiturvirkni og díoxín og eru kölluð díoxínlík PCB. Af 419 díoxín-skyldum efnum sem hafa fundist eru bara 30 talin hafa verulega eiturvirkni. Af þeim er díoxín (2,3,7,8-tetrachlorodibenzo-para-dioxin eða 2,3,7,8-TCDD) það eitraðasta.


Díoxín-sameindin.

Díoxín og fúran hafa aldrei verið framleidd viljandi. Þau myndast sem aukaafurð við málmiðnað, ýmsan iðnað sem notar klór, bleikingu í pappírsiðnaði, framleiðslu varnarefna og brennslu, meðal annars sorpbrennslu. Efnin verða einnig til í náttúrunni, til dæmis við eldgos og skógarelda. Nú orðið er vandlega fylgst með að losun frá iðnaði uppfylli reglugerðir um mengunarvarnir til að koma í veg fyrir að efnin berist út í umhverfið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um díoxín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Útgáfudagur

28.1.2010

Spyrjandi

María Guðmundsdóttir

Tilvísun

Matvælastofnun. „Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2010. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17212.

Matvælastofnun. (2010, 28. janúar). Hvað er díoxín og hvaðan kemur það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17212

Matvælastofnun. „Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2010. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17212>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er díoxín og hvaðan kemur það?
Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni (Polychlorinated Biphenyls) eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamálum ef þau berast í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil.

Díoxín og fúran eru oft nefnd í sömu andrá sem díoxín þar sem bygging þeirra og efnaeiginleikar eru svo lík. Ákveðin PCB-efni hafa svipaða eiturvirkni og díoxín og eru kölluð díoxínlík PCB. Af 419 díoxín-skyldum efnum sem hafa fundist eru bara 30 talin hafa verulega eiturvirkni. Af þeim er díoxín (2,3,7,8-tetrachlorodibenzo-para-dioxin eða 2,3,7,8-TCDD) það eitraðasta.


Díoxín-sameindin.

Díoxín og fúran hafa aldrei verið framleidd viljandi. Þau myndast sem aukaafurð við málmiðnað, ýmsan iðnað sem notar klór, bleikingu í pappírsiðnaði, framleiðslu varnarefna og brennslu, meðal annars sorpbrennslu. Efnin verða einnig til í náttúrunni, til dæmis við eldgos og skógarelda. Nú orðið er vandlega fylgst með að losun frá iðnaði uppfylli reglugerðir um mengunarvarnir til að koma í veg fyrir að efnin berist út í umhverfið.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um díoxín á vef Matvælastofnunar og birt með góðfúslegu leyfi....