Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?

Hrannar Baldvinsson

Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商朝) sem stóð frá 1600 f.Kr. til 1046 f.Kr, en það var landbúnaðarríki sem byggðist upp í kringum Guluá.

Fornleifafræðingar hafa fundið töluvert af áletruðum dýrabeinum frá tímabili Shang-ríkins og talið er að þau hafi verið notuð við trúarlegar athafnir. Konungar ríkisins gegndu einnig hlutverki æðstupresta og sáu um að færa fórnir til guðanna, einkum til æðsta guðsins Shangdi (上帝) sem átti að stýra regni, vindum og þrumuveðri. Shang-menn skildu eftir sig mikið af áhöldum og verkfærum úr bronsi sem þykja tiltölulega þróuð. Bronsöxi virðist til dæmis hafa verið helsta vopn hermanna á þessum tíma. Shang-ríkið féll árið 1045 f.Kr. og þá tók Zhou-ríkið (周朝) við.



Bronsöxi frá tímum Shang-ríkisins. Slík öxi var bæði notuð í hernaði og við trúarathafnir.

Zhou-menn hættu að dýrka Shangdi og tóku þess í stað upp átrúnað á Tian (天) eða einfaldlega himininn. Þeir réttlættu völd sín með því að vísa til þess að umboð þeirra kæmi beint frá himnum. Framvegis áttu allar keisaraættir í Kína eftir að vísa til þessa umboðs. Á Zhou-tímabilinu þróaðist handverk og verkmenning Kínverja enn frekar. Þeir lærðu að vinna járn og þróuðu enn fremur stíflugerð af ýmsu tagi. Á seinni hluta tímabilsins varð einnig gífurleg gróska í heimspeki. Bæði Lao Tse (老子) og Konfúsíus (孔子) mótuðu kenningar sínar á þessum tíma.

Zhou-ríkið var, rétt eins og Shang-ríkið, nokkurs konar lénsríki þar sem konungar létu traustum ættmönnum land í té í skiptum fyrir hollustu sína. Þegar frá leið tóku blóðbönd milli konungs og lénsmanna að þynnast og Zhou-konungarnir misstu smám saman völdin úr höndum sínum. Upp úr 5. öld f.Kr. tók ríkið að brotna upp í smærri einingar. Þetta var tímabil nánast stanslausra hernaðarátaka sem áttu eftir að standa í nærri 300 ár eða allt þar til allt Kína var sameinað í miðstýrt keisaradæmi. Um það er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Patricia B. Ebrey. China, Cambridge Illustrated History. London, 2000
  • McKay, Hill, Buckler, Ebrey. A history of world societies, Volume A. 6.útgáfa, Boston, 2004.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er uppruni forn-kínverskrar menningar?

Höfundur

B.A. í Austur-Asíu fræðum og ritstjóri Ling Ling

Útgáfudagur

3.2.2009

Spyrjandi

Sigurður Gauti, Marína Rós Levy, f. 1994

Tilvísun

Hrannar Baldvinsson. „Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2009. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17042.

Hrannar Baldvinsson. (2009, 3. febrúar). Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17042

Hrannar Baldvinsson. „Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2009. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17042>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga og menning hinna fornu kínversku ríkja?
Yfirleitt er talað um að fyrsta kínverska ríkið hafi verið stofnað um 2100 f.Kr. Það gengur undir nafninu Xia (夏朝) en nánast ekkert er vitað um það. Menn greinir meira að segja á um hvort það var til eða ekki. Fyrsta kínverska ríkið sem beinar heimildir eru um er hið svokallaða Shang-ríki (商朝) sem stóð frá 1600 f.Kr. til 1046 f.Kr, en það var landbúnaðarríki sem byggðist upp í kringum Guluá.

Fornleifafræðingar hafa fundið töluvert af áletruðum dýrabeinum frá tímabili Shang-ríkins og talið er að þau hafi verið notuð við trúarlegar athafnir. Konungar ríkisins gegndu einnig hlutverki æðstupresta og sáu um að færa fórnir til guðanna, einkum til æðsta guðsins Shangdi (上帝) sem átti að stýra regni, vindum og þrumuveðri. Shang-menn skildu eftir sig mikið af áhöldum og verkfærum úr bronsi sem þykja tiltölulega þróuð. Bronsöxi virðist til dæmis hafa verið helsta vopn hermanna á þessum tíma. Shang-ríkið féll árið 1045 f.Kr. og þá tók Zhou-ríkið (周朝) við.



Bronsöxi frá tímum Shang-ríkisins. Slík öxi var bæði notuð í hernaði og við trúarathafnir.

Zhou-menn hættu að dýrka Shangdi og tóku þess í stað upp átrúnað á Tian (天) eða einfaldlega himininn. Þeir réttlættu völd sín með því að vísa til þess að umboð þeirra kæmi beint frá himnum. Framvegis áttu allar keisaraættir í Kína eftir að vísa til þessa umboðs. Á Zhou-tímabilinu þróaðist handverk og verkmenning Kínverja enn frekar. Þeir lærðu að vinna járn og þróuðu enn fremur stíflugerð af ýmsu tagi. Á seinni hluta tímabilsins varð einnig gífurleg gróska í heimspeki. Bæði Lao Tse (老子) og Konfúsíus (孔子) mótuðu kenningar sínar á þessum tíma.

Zhou-ríkið var, rétt eins og Shang-ríkið, nokkurs konar lénsríki þar sem konungar létu traustum ættmönnum land í té í skiptum fyrir hollustu sína. Þegar frá leið tóku blóðbönd milli konungs og lénsmanna að þynnast og Zhou-konungarnir misstu smám saman völdin úr höndum sínum. Upp úr 5. öld f.Kr. tók ríkið að brotna upp í smærri einingar. Þetta var tímabil nánast stanslausra hernaðarátaka sem áttu eftir að standa í nærri 300 ár eða allt þar til allt Kína var sameinað í miðstýrt keisaradæmi. Um það er fjallað nánar í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var menningin í Kína til forna og hver var Shi Huangdi?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Patricia B. Ebrey. China, Cambridge Illustrated History. London, 2000
  • McKay, Hill, Buckler, Ebrey. A history of world societies, Volume A. 6.útgáfa, Boston, 2004.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er uppruni forn-kínverskrar menningar?
...