Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?

MBS

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin.

Í svari sínu við spurningunni, Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?, segir Sigurður Steinþórsson meðal annars:
Tvær kenningar hafa einkum verið uppi um orsakir þeirra: annars vegar árekstur loftsteins eða loftsteina við jörðina, hins vegar gríðarleg eldgos, en hvort tveggja á að hafa haft þau áhrif að umlykja jörðina miklu rykskýi sem valdið hafi langvarandi fimbulvetri og annarri óáran sem orðið hafi miklum hluta lífríkisins ofviða.
Í kjölfar þessara hamfara þurrkaðist út um 70% allra tegunda lífvera á jörðinni og þar á meðal voru risaeðlurnar. Risaeðlurnar gátu ekki aðlagað sig að breyttum umhverfissaðstæðum þegar lífsskilyrði þeirra þurrkuðust út. Þær, ásamt svo mörgum öðrum tegundum, þurrkuðust því út á afar stuttum tíma. Hinir smávöxnu forverar spendýra lifðu hins vegar af og blómstruðu hratt þegar svo mjög dró úr afránshættu og samkeppni.

Talið er að loftsteinninn hafi lent á jörðinni þar sem nú er Mexíkóflói, en þar er stór gígur sambærilegur við að lofsteinn hafi lent þar. Einnig er þar mjög hátt hlutfall frumefnisins iridín (Ir) sem er mun algengara í loftsteinum en venjulegu grjóti. Talið er að slíkar loftsteinahrinur gangi yfir jörðina á um það bil 32 milljón ára fresti og kemur það heim og saman við tíðni útdauðabylgna í jarðsögunni.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Áslaug og Dagmar, f. 1995

Tilvísun

MBS. „Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7121.

MBS. (2008, 29. febrúar). Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7121

MBS. „Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7121>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?
Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin.

Í svari sínu við spurningunni, Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?, segir Sigurður Steinþórsson meðal annars:
Tvær kenningar hafa einkum verið uppi um orsakir þeirra: annars vegar árekstur loftsteins eða loftsteina við jörðina, hins vegar gríðarleg eldgos, en hvort tveggja á að hafa haft þau áhrif að umlykja jörðina miklu rykskýi sem valdið hafi langvarandi fimbulvetri og annarri óáran sem orðið hafi miklum hluta lífríkisins ofviða.
Í kjölfar þessara hamfara þurrkaðist út um 70% allra tegunda lífvera á jörðinni og þar á meðal voru risaeðlurnar. Risaeðlurnar gátu ekki aðlagað sig að breyttum umhverfissaðstæðum þegar lífsskilyrði þeirra þurrkuðust út. Þær, ásamt svo mörgum öðrum tegundum, þurrkuðust því út á afar stuttum tíma. Hinir smávöxnu forverar spendýra lifðu hins vegar af og blómstruðu hratt þegar svo mjög dró úr afránshættu og samkeppni.

Talið er að loftsteinninn hafi lent á jörðinni þar sem nú er Mexíkóflói, en þar er stór gígur sambærilegur við að lofsteinn hafi lent þar. Einnig er þar mjög hátt hlutfall frumefnisins iridín (Ir) sem er mun algengara í loftsteinum en venjulegu grjóti. Talið er að slíkar loftsteinahrinur gangi yfir jörðina á um það bil 32 milljón ára fresti og kemur það heim og saman við tíðni útdauðabylgna í jarðsögunni.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....