Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?

ÞV

Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?

Í öðru lagi er talið að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni okkar séu á bilinu 100-400 milljarðar, segjum til dæmis 200 milljarðar, en einn milljarður er þúsund milljónir. Lesa má um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er Vetrarbrautin okkar stór?

Í þriðja lagi hefur verið áætlað að vetrarbrautir í alheiminum séu um 100 milljarðar. Sjá nánar um vetrarbrautir í alheiminum í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?

Samkvæmt þessu er fjöldi sólstjarna í heiminum um 20 þúsund milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir.



Vill einhver telja? Örlítið brot þeirra 20.000 trilljón stjarna sem talið er að séu í alheiminum.

Þetta er býsna stór tala en hún er þó minni en fjöldi vatnssameinda í 18 grömmum af vatni, en hann er um 600.000 trilljónir. Hún er líka minni en fjöldi sandkorna í heiminum en þau eru 66.300 trilljónir samkvæmt svari JGÞ við spurningunni Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?

Um fjölda stjarna í alheiminum má lesa nokkru nánar í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum?

Til frekari fróðleiks má svo benda á önnur svör á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: NASA. Sótt 25. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Kolka, Margrét, Bryndís, 5. VRG Álfhólsskóli

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7092.

ÞV. (2008, 22. febrúar). Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7092

ÞV. „Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7092>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum?
Í fyrsta lagi eru um 6000 stjörnur sýnilegar á næturhimninum með berum augum. Við sjáum þó aldrei nema helminginn af þeim í einu af því að helmingur himinsins er fyrir neðan sjóndeildarhring. Sjá nánar um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu?

Í öðru lagi er talið að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni okkar séu á bilinu 100-400 milljarðar, segjum til dæmis 200 milljarðar, en einn milljarður er þúsund milljónir. Lesa má um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er Vetrarbrautin okkar stór?

Í þriðja lagi hefur verið áætlað að vetrarbrautir í alheiminum séu um 100 milljarðar. Sjá nánar um vetrarbrautir í alheiminum í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?

Samkvæmt þessu er fjöldi sólstjarna í heiminum um 20 þúsund milljarðar milljarða eða 20.000 trilljónir.



Vill einhver telja? Örlítið brot þeirra 20.000 trilljón stjarna sem talið er að séu í alheiminum.

Þetta er býsna stór tala en hún er þó minni en fjöldi vatnssameinda í 18 grömmum af vatni, en hann er um 600.000 trilljónir. Hún er líka minni en fjöldi sandkorna í heiminum en þau eru 66.300 trilljónir samkvæmt svari JGÞ við spurningunni Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?

Um fjölda stjarna í alheiminum má lesa nokkru nánar í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum?

Til frekari fróðleiks má svo benda á önnur svör á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: NASA. Sótt 25. 02. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....