Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað eru hörgulsjúkdómar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar.

Sem dæmi um hörgulsjúkdóm má nefna prótínkröm sem stafar af skorti á prótíni. Þetta getur verið vegna skorts á amínósýrum, sem eru byggingarefni prótína, og almennum hitaeiningaskorti. Þessi sjúkdómur er algengastur meðal ungra barna (1-4 ára) en getur einnig komið fram hjá þeim sem eldri eru. Enska heiti sjúkdómsins er kwashiorkor og á það rætur að rekja til Gana í Afríku og merkir 'sá sem er færður frá'. Nafnið kemur til vegna þess að algengt er í Gana að fyrsta barn móður fái sjúkdóminn þegar það þarf að víkja af brjósti fyrir yngra systkini. Í stað næringaríkrar móðurmjólkar fær eldra barnið graut sem er kolvetnaríkur en skortir hins vegar prótín. Prótínkröm fylgir þá oft í kjölfarið.



Hér sjást börn á munaðarleysingjahæli í Nígeríu. Á nokkrum þeirra sést hinn einkennandi grái eða ljósi háralitur sem fylgir prótínkröm.

Einkenni prótínkramar eru útþaninn kviður vegna bjúgs, rýrir útlimir og þunnt litlaust hár og húð. Einkennin stafa af því að líkaminn brýtur niður sín eigin prótín til að halda lífsnauðsynlegri starfsemi gangandi. Nú á dögum er almennt viðurkennt að prótínskortur sé lykilþáttur í prótínkröm en að skortur á öðrum næringarefnum auki jafnframt líkur á sjúkdómnum. Þetta á sérstaklega við skort á næringarefnum sem hafa andoxunarverkun.

Hér verður ekki lýst öllum helstu hörgulsjúkdómum, en þess má geta að skortur á vítamínum og steinefnum hefur flesta hörgulsjúkdóma í för með sér. Sem dæmi má nefna skyrbjúg sem stafar af skorti á C-vítamíni og blóðleysi vegna skorts á járni, B1-vítamíni, fólasíni, B12-vítamíni eða öðrum næringarefnum. Sumum hörgulsjúkdómum fylgja mjög alvarleg einkenni og geta þeir dregið fólk til dauða.

Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það getur einnig verið hættulegt að fá of mikið af vítamínum og steinefnum en það getur í sumum tilfellum valdið eitrun. Nánar má lesa um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

26.10.2007

Spyrjandi

Ásta Maack

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru hörgulsjúkdómar?“ Vísindavefurinn, 26. október 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6871.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 26. október). Hvað eru hörgulsjúkdómar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6871

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru hörgulsjúkdómar?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6871>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru hörgulsjúkdómar?
Til hörgulsjúkdóma teljast allir sjúkdómar sem orsakast af skorti á næringarefnum, en hörgull þýðir einmitt skortur. Þar má fyrst nefna sjúkdóma sem stafa af almennum skorti á mat eða hitaeiningum. Einnig teljast allir þeir sjúkdómar sem stafa af skorti á tilteknu næringarefni vera hörgulsjúkdómar.

Sem dæmi um hörgulsjúkdóm má nefna prótínkröm sem stafar af skorti á prótíni. Þetta getur verið vegna skorts á amínósýrum, sem eru byggingarefni prótína, og almennum hitaeiningaskorti. Þessi sjúkdómur er algengastur meðal ungra barna (1-4 ára) en getur einnig komið fram hjá þeim sem eldri eru. Enska heiti sjúkdómsins er kwashiorkor og á það rætur að rekja til Gana í Afríku og merkir 'sá sem er færður frá'. Nafnið kemur til vegna þess að algengt er í Gana að fyrsta barn móður fái sjúkdóminn þegar það þarf að víkja af brjósti fyrir yngra systkini. Í stað næringaríkrar móðurmjólkar fær eldra barnið graut sem er kolvetnaríkur en skortir hins vegar prótín. Prótínkröm fylgir þá oft í kjölfarið.



Hér sjást börn á munaðarleysingjahæli í Nígeríu. Á nokkrum þeirra sést hinn einkennandi grái eða ljósi háralitur sem fylgir prótínkröm.

Einkenni prótínkramar eru útþaninn kviður vegna bjúgs, rýrir útlimir og þunnt litlaust hár og húð. Einkennin stafa af því að líkaminn brýtur niður sín eigin prótín til að halda lífsnauðsynlegri starfsemi gangandi. Nú á dögum er almennt viðurkennt að prótínskortur sé lykilþáttur í prótínkröm en að skortur á öðrum næringarefnum auki jafnframt líkur á sjúkdómnum. Þetta á sérstaklega við skort á næringarefnum sem hafa andoxunarverkun.

Hér verður ekki lýst öllum helstu hörgulsjúkdómum, en þess má geta að skortur á vítamínum og steinefnum hefur flesta hörgulsjúkdóma í för með sér. Sem dæmi má nefna skyrbjúg sem stafar af skorti á C-vítamíni og blóðleysi vegna skorts á járni, B1-vítamíni, fólasíni, B12-vítamíni eða öðrum næringarefnum. Sumum hörgulsjúkdómum fylgja mjög alvarleg einkenni og geta þeir dregið fólk til dauða.

Það er þó mikilvægt að hafa í huga að það getur einnig verið hættulegt að fá of mikið af vítamínum og steinefnum en það getur í sumum tilfellum valdið eitrun. Nánar má lesa um þetta í svari sama höfundar við spurningunni: Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...