Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?

Guðrún Kvaran

Í fornu máli merkti baugur ‘hringur (einkum úr gulli eða silfri)’ og var hann gjarnan notaður sem gjaldmiðill. Um var að ræða bæði hring á fingur og hring til að bera á handlegg. Þannig var armbaugur borinn á handlegg. Orðið hringur hafði sömu merkingu og nú um eitthvað sem var hringlaga og var í eldra máli meðal annars notað um hið sama og baugur. Um hring á fingri voru einnig notuð orðin fingurgull og fingurhringur.


Hringur í merkingunni ‘armband’ þekkist í málinu allt fram á þennan dag en þá oftast í samsetningunni armhringur. Orðið armbaugur í sömu merkingu var notað fram á 19. öld en heyrist ekki í nútímamáli. Elsta dæmi um orðið armband í söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld. Það verður smám saman mjög algengt um skrautmun borinn um handlegg, hugsanlega fyrir áhrif frá dönsku armbånd. Segja má að orðið hringur verði þá „laust“ fyrir skrautmun borinn á fingri. Fingurgull má sjá enn í hátíðlegu ritmáli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.3.2007

Spyrjandi

Daníel Jensson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2007. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6544.

Guðrún Kvaran. (2007, 20. mars). Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6544

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2007. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6544>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?
Í fornu máli merkti baugur ‘hringur (einkum úr gulli eða silfri)’ og var hann gjarnan notaður sem gjaldmiðill. Um var að ræða bæði hring á fingur og hring til að bera á handlegg. Þannig var armbaugur borinn á handlegg. Orðið hringur hafði sömu merkingu og nú um eitthvað sem var hringlaga og var í eldra máli meðal annars notað um hið sama og baugur. Um hring á fingri voru einnig notuð orðin fingurgull og fingurhringur.


Hringur í merkingunni ‘armband’ þekkist í málinu allt fram á þennan dag en þá oftast í samsetningunni armhringur. Orðið armbaugur í sömu merkingu var notað fram á 19. öld en heyrist ekki í nútímamáli. Elsta dæmi um orðið armband í söfnum Orðabókar Háskólans er frá 17. öld. Það verður smám saman mjög algengt um skrautmun borinn um handlegg, hugsanlega fyrir áhrif frá dönsku armbånd. Segja má að orðið hringur verði þá „laust“ fyrir skrautmun borinn á fingri. Fingurgull má sjá enn í hátíðlegu ritmáli.

Frekara lesefni á Vísindavefnum og mynd

...