Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vísindavefurinn hefur margoft fengið spurningar um fæðingarbletti, hvernig og hvers vegna þeir myndist, hvort þeir hverfi, hvort þeir séu hættulegir og hvernig þeir tengist krabbameini, svo dæmi séu nefnd. Aðrir spyrjendur eru:
Ásta Björnsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Halldóra Gunnardóttir, Helga Reynisdóttir, Hrund Heimisdóttir, Íunn Eir Gunnarsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Kristín Helgadóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristrún Ester Kristjánsdóttir, Pétur Melax og Sigrún Kristinsdóttir.

Fæðingarblettir eru allir blettir á húð sem eru til staðar við fæðingu eða birtast fljótlega eftir fæðingu. Sumir fæðingarblettir myndast þó seinna en oftast áður en tvítugsaldri er náð.

Fæðingarblettir eru mjög algengir og hafa flest börn einhvern slíkan. Blettirnir eru tvöfalt algengari hjá stúlkubörnum en sveinbörnum, en á því eru ekki viðhlítandi skýringar. Flestir fæðingarblettir eru skaðlausir og margir hverfa eftir því sem barnið vex. Fæðingarblettir geta í einstaka tilfellum verið merki um kvilla eða sjúkdóma.

Víða um heim eru til þjóðsögur og kerlingabækur um hvað valdi fæðingarblettum og snerta þær gjarnan móðurina á meðgöngunni. Til dæmis segir ein þjóðsagan að sjái móðirin eitthvað furðulegt eða hrökkvi í kút á meðgöngunni fái barn hennar fæðingarblett. Á Ítalíu og í Arabíu segir sagan að ef verðandi móðir fái ekki uppfyllta ósk eða löngun í einhverja fæðutegund fái barn hennar fæðingarblett. Á ítölsku og arabísku þýða orðin yfir fæðingarblett einmitt óskir.

Ekki er vitað hvers vegna sum börn hafa fæðingarbletti en önnur ekki. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að fæðingarblettir stafa af óeðlilegri þroskun húðarinnar. Ein möguleg orsök er að á fyrsta þriðjungi meðgöngu, svokölluðu fósturvísisstigi, „villist“ frumur (sem annars ættu að vera í blóðmyndandi miðlagi fósturs) í útlagið sem verður að húð. Þetta leiðir til myndunar æða eða óeðlilegrar litmyndunar í leður- og yfirhúð. Tilhneiging til að fá fæðingarbletti getur í sumum tilfellum erfst; sumir blettir geta verið svipaðir blettum sem aðrir fjölskyldumeðlimir hafa en það er þó sjaldgæft. Einnig er talið hugsanlegt að skemmdir á frumum vegna geislunar eða efna séu mögulegir orsakaþættir.



Æðafæðingarblettir eru algengari meðal stúlkubarna en sveinbarna og koma aðallega fram hjá fólki með hvítan hörundslit.

Fæðingarblettum er skipt í tvo meginflokka. Annars vegar eru rauðir fæðingarblettir eða æðafæðingarblettir (e. vascular birthmarks) sem eru myndaðir úr æðum nálægt yfirborði húðarinnar. Þessir fæðingarblettir eru sjaldnast fullvaxnir við fæðingu. Þeir eru miklu algengari meðal stúlkubarna en sveinbarna og koma aðallega fyrir hjá fólki með hvítan hörundslit. Hins vegar eru litblettir (e. pigmented moles) sem stafa af óeðlilegum vexti litfrumna húðarinnar.

Blóðæðaæxli (e. hemangiomas) er algeng tegund af æðafæðingarblettum. Æxlin eru oftast sársaukalaus og meinlaus. Orsök þeirra er óþekkt en liturinn stafar af ofvexti æða. Sumir rauðir fæðingarblettir eru til staðar við fæðingu en vaxa fyrstu vikurnar, ná ákveðinni hámarksstærð og hrörna svo og enda með því að hverfa, sumir á fyrsta ári eftir fæðingu en aðrir oftast fyrir 10 ára aldur.

Þó eru einnig til rauðir fæðingarblettir, einkum svokallaðar valbrár (e. port-wine stains) sem eru varanlegir. Valbrá getur orðið mjög stór og þakið allt að helming yfirborðs líkamans. Hún er ekki líkamlegt vandamál en getur verið töluvert lýti, valdið mikilli andlegri vanlíðan og jafnvel félagslegum vandamálum. Því er reynt að fjarlægja valbrá áður en skólaganga barnsins hefst. Til þess að fjarlægja varanlega fæðingarbletti er hægt að beita skurðaðgerð, frystingu og leysigeislum, en síðastnefnda aðgerðin er talin gefa bestan árangur.

Hinn flokkur fæðingarbletta eru litblettir en þeir eru yfirleitt varanlegir. Litblettir orsakast af óeðlilegum klösum af litfrumum sem mynda litarefnið melanín en það veldur litnum á blettunum sem getur verið allt frá mjólkurkaffilit yfir í dökkbrúnan eða svartan. Þessir blettir eru yfirleitt á búknum, á meðan algengasta staðsetning rauðu fæðingarblettanna er á andliti, hálsi og höfði. Litblettir eru mjög mismunandi að stærð og lögun. Sumir eru flatir, en aðrir eru upphleyptir og jafnvel keilulaga. Hár, jafnvel nokkur, vaxa á sumum þeirra.

Venjulegir litblettir eru að öllum líkindum ákvarðaðir fyrir fæðingu. Flestir koma fram fyrir 20 ára aldur, þótt sumir komi ekki í ljós fyrr en seinna. Ef sól skín á húðina getur þeim fjölgað og þeir sem fyrir eru geta dökknað. Einnig dökkna þeir oft á táningsaldri, stækka og nýir geta komið fram. Það sama á við ef getnaðarvarnapillur eru notaðar eða ef kona er barnshafandi.

Hver fæðingarblettur hefur sitt vaxtarmynstur en þó má segja að til sé einhvers konar dæmigert lífsferli hjá venjulegum litbletti sem tekur að meðaltali um hálfa öld. Í fyrstu eru þeir flatir og ljósbrúnir, bleikir, brúnir eða svartir á lit. Eftir því sem árin líða breytast flestir, en ekki allir, fæðingarblettir hægt og sígandi og verða upphleyptari og fölleitari. Flestir hverfa þeir svo að lokum. Aðrir virðast mynda stilk en detta eða nuddast að lokum af.

Flestir litblettir eru meinlausir en þó þróast þeir stundum í sortuæxli, einkum ef þeir eru mjög stórir og óreglulegir í lögun. Fylgjast ætti reglulega með fæðingarblettum; stærð þeirra, breytingum á þeim, sáramyndun og hvort blæðir úr þeim. Óvenjumargir fæðingarblettir gætu verið vísbending um aðra sjúkdóma. Nauðsynlegt er að læknir skoði fæðingarbletti nákvæmlega og taki sýni úr þeim ef grunur leikur á að þeir séu illkynja. Einnig er ráðlagt að gera önnur próf til að útiloka aðra sjúkdóma ef minnsti grunur leikur á um slíkt. Skurðaðgerð er helsta aðferðin sem notuð er til að fjarlægja litbletti.

Húðkrabbamein eða sortuæxli (e. melanoma) stafa af því að skemmdir verða á erfðaefni (DNA) litfrumna og þær verða illkynja í kjölfarið. Helsta orsök slíkra skemmda á erfðaefninu eru útfjólubláir geislar sólarljóss eða ljósalampa.

Ekki eru þó allir litblettir jafnlíklegir til að þróast í sortuæxli. Grunsemdir ættu einkum að beinast að þeim sem eru óvenjulegir. Helstu einkenni óvenjulegra fæðingarbletta eru ósamhverfa (með ólíka helminga), óreglulegur jaðar, ójöfn og misleit litadreifing (bletturinn er ljósbrúnn, brúnn og svartur á lit og jafnvel með rauðum, hvítum eða bláum skellum). Breytingar á litadreifingu fæðingarbletts, einkum ef liturinn fer að dreifast út fyrir jaðar blettsins í húðina í kring, getur verið merki um sortuæxli á byrjunarstigi. Ef fæðingarblettur er stærri en 6 mm ber að fylgjast með honum og einnig ef hann tekur allt í einu að stækka.

Rétt er að taka fram í lokinn að ekki á að rugla saman fæðingarblettum og freknum, en freknur eru allt annars eðlis. Um þær er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru freknur?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

1.11.2006

Spyrjandi

Jón Magnússon, f. 1991

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6351.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 1. nóvember). Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6351

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6351>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru fæðingarblettir og hvernig myndast þeir?
Vísindavefurinn hefur margoft fengið spurningar um fæðingarbletti, hvernig og hvers vegna þeir myndist, hvort þeir hverfi, hvort þeir séu hættulegir og hvernig þeir tengist krabbameini, svo dæmi séu nefnd. Aðrir spyrjendur eru:

Ásta Björnsdóttir, Ásta Magnúsdóttir, Bryndís Halldórsdóttir, Halldóra Gunnardóttir, Helga Reynisdóttir, Hrund Heimisdóttir, Íunn Eir Gunnarsdóttir, Kristinn Guðjónsson, Kristín Helgadóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristrún Ester Kristjánsdóttir, Pétur Melax og Sigrún Kristinsdóttir.

Fæðingarblettir eru allir blettir á húð sem eru til staðar við fæðingu eða birtast fljótlega eftir fæðingu. Sumir fæðingarblettir myndast þó seinna en oftast áður en tvítugsaldri er náð.

Fæðingarblettir eru mjög algengir og hafa flest börn einhvern slíkan. Blettirnir eru tvöfalt algengari hjá stúlkubörnum en sveinbörnum, en á því eru ekki viðhlítandi skýringar. Flestir fæðingarblettir eru skaðlausir og margir hverfa eftir því sem barnið vex. Fæðingarblettir geta í einstaka tilfellum verið merki um kvilla eða sjúkdóma.

Víða um heim eru til þjóðsögur og kerlingabækur um hvað valdi fæðingarblettum og snerta þær gjarnan móðurina á meðgöngunni. Til dæmis segir ein þjóðsagan að sjái móðirin eitthvað furðulegt eða hrökkvi í kút á meðgöngunni fái barn hennar fæðingarblett. Á Ítalíu og í Arabíu segir sagan að ef verðandi móðir fái ekki uppfyllta ósk eða löngun í einhverja fæðutegund fái barn hennar fæðingarblett. Á ítölsku og arabísku þýða orðin yfir fæðingarblett einmitt óskir.

Ekki er vitað hvers vegna sum börn hafa fæðingarbletti en önnur ekki. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að fæðingarblettir stafa af óeðlilegri þroskun húðarinnar. Ein möguleg orsök er að á fyrsta þriðjungi meðgöngu, svokölluðu fósturvísisstigi, „villist“ frumur (sem annars ættu að vera í blóðmyndandi miðlagi fósturs) í útlagið sem verður að húð. Þetta leiðir til myndunar æða eða óeðlilegrar litmyndunar í leður- og yfirhúð. Tilhneiging til að fá fæðingarbletti getur í sumum tilfellum erfst; sumir blettir geta verið svipaðir blettum sem aðrir fjölskyldumeðlimir hafa en það er þó sjaldgæft. Einnig er talið hugsanlegt að skemmdir á frumum vegna geislunar eða efna séu mögulegir orsakaþættir.



Æðafæðingarblettir eru algengari meðal stúlkubarna en sveinbarna og koma aðallega fram hjá fólki með hvítan hörundslit.

Fæðingarblettum er skipt í tvo meginflokka. Annars vegar eru rauðir fæðingarblettir eða æðafæðingarblettir (e. vascular birthmarks) sem eru myndaðir úr æðum nálægt yfirborði húðarinnar. Þessir fæðingarblettir eru sjaldnast fullvaxnir við fæðingu. Þeir eru miklu algengari meðal stúlkubarna en sveinbarna og koma aðallega fyrir hjá fólki með hvítan hörundslit. Hins vegar eru litblettir (e. pigmented moles) sem stafa af óeðlilegum vexti litfrumna húðarinnar.

Blóðæðaæxli (e. hemangiomas) er algeng tegund af æðafæðingarblettum. Æxlin eru oftast sársaukalaus og meinlaus. Orsök þeirra er óþekkt en liturinn stafar af ofvexti æða. Sumir rauðir fæðingarblettir eru til staðar við fæðingu en vaxa fyrstu vikurnar, ná ákveðinni hámarksstærð og hrörna svo og enda með því að hverfa, sumir á fyrsta ári eftir fæðingu en aðrir oftast fyrir 10 ára aldur.

Þó eru einnig til rauðir fæðingarblettir, einkum svokallaðar valbrár (e. port-wine stains) sem eru varanlegir. Valbrá getur orðið mjög stór og þakið allt að helming yfirborðs líkamans. Hún er ekki líkamlegt vandamál en getur verið töluvert lýti, valdið mikilli andlegri vanlíðan og jafnvel félagslegum vandamálum. Því er reynt að fjarlægja valbrá áður en skólaganga barnsins hefst. Til þess að fjarlægja varanlega fæðingarbletti er hægt að beita skurðaðgerð, frystingu og leysigeislum, en síðastnefnda aðgerðin er talin gefa bestan árangur.

Hinn flokkur fæðingarbletta eru litblettir en þeir eru yfirleitt varanlegir. Litblettir orsakast af óeðlilegum klösum af litfrumum sem mynda litarefnið melanín en það veldur litnum á blettunum sem getur verið allt frá mjólkurkaffilit yfir í dökkbrúnan eða svartan. Þessir blettir eru yfirleitt á búknum, á meðan algengasta staðsetning rauðu fæðingarblettanna er á andliti, hálsi og höfði. Litblettir eru mjög mismunandi að stærð og lögun. Sumir eru flatir, en aðrir eru upphleyptir og jafnvel keilulaga. Hár, jafnvel nokkur, vaxa á sumum þeirra.

Venjulegir litblettir eru að öllum líkindum ákvarðaðir fyrir fæðingu. Flestir koma fram fyrir 20 ára aldur, þótt sumir komi ekki í ljós fyrr en seinna. Ef sól skín á húðina getur þeim fjölgað og þeir sem fyrir eru geta dökknað. Einnig dökkna þeir oft á táningsaldri, stækka og nýir geta komið fram. Það sama á við ef getnaðarvarnapillur eru notaðar eða ef kona er barnshafandi.

Hver fæðingarblettur hefur sitt vaxtarmynstur en þó má segja að til sé einhvers konar dæmigert lífsferli hjá venjulegum litbletti sem tekur að meðaltali um hálfa öld. Í fyrstu eru þeir flatir og ljósbrúnir, bleikir, brúnir eða svartir á lit. Eftir því sem árin líða breytast flestir, en ekki allir, fæðingarblettir hægt og sígandi og verða upphleyptari og fölleitari. Flestir hverfa þeir svo að lokum. Aðrir virðast mynda stilk en detta eða nuddast að lokum af.

Flestir litblettir eru meinlausir en þó þróast þeir stundum í sortuæxli, einkum ef þeir eru mjög stórir og óreglulegir í lögun. Fylgjast ætti reglulega með fæðingarblettum; stærð þeirra, breytingum á þeim, sáramyndun og hvort blæðir úr þeim. Óvenjumargir fæðingarblettir gætu verið vísbending um aðra sjúkdóma. Nauðsynlegt er að læknir skoði fæðingarbletti nákvæmlega og taki sýni úr þeim ef grunur leikur á að þeir séu illkynja. Einnig er ráðlagt að gera önnur próf til að útiloka aðra sjúkdóma ef minnsti grunur leikur á um slíkt. Skurðaðgerð er helsta aðferðin sem notuð er til að fjarlægja litbletti.

Húðkrabbamein eða sortuæxli (e. melanoma) stafa af því að skemmdir verða á erfðaefni (DNA) litfrumna og þær verða illkynja í kjölfarið. Helsta orsök slíkra skemmda á erfðaefninu eru útfjólubláir geislar sólarljóss eða ljósalampa.

Ekki eru þó allir litblettir jafnlíklegir til að þróast í sortuæxli. Grunsemdir ættu einkum að beinast að þeim sem eru óvenjulegir. Helstu einkenni óvenjulegra fæðingarbletta eru ósamhverfa (með ólíka helminga), óreglulegur jaðar, ójöfn og misleit litadreifing (bletturinn er ljósbrúnn, brúnn og svartur á lit og jafnvel með rauðum, hvítum eða bláum skellum). Breytingar á litadreifingu fæðingarbletts, einkum ef liturinn fer að dreifast út fyrir jaðar blettsins í húðina í kring, getur verið merki um sortuæxli á byrjunarstigi. Ef fæðingarblettur er stærri en 6 mm ber að fylgjast með honum og einnig ef hann tekur allt í einu að stækka.

Rétt er að taka fram í lokinn að ekki á að rugla saman fæðingarblettum og freknum, en freknur eru allt annars eðlis. Um þær er fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru freknur?

Heimildir og myndir:...