Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er kíghósti?

Landlæknisembættið

Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum.

Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu 20 árin og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á milli 20-40 milljónir tilfella komi upp árlega í heiminum og þá aðallega í þróunarlöndum. Á árunum í kringum 1930-1940 létust þúsundir manna af völdum kíghósta en með tilkomu bóluefnis gegn sjúkdómnum hefur dregið mjög úr dánartíðni af völdum hans. Þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningu gegn kíghósta þá hafa komið upp faraldrar í mörgum löndum hjá fullorðnum og eldri börnum. Ástæðan er sú að verndandi áhrif bólusetningarinnar þverra á nokkrum árum þó góð vernd sé til staðar hjá bólusettum ungum börnum.

Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum (til dæmis með hnerra). Meðgöngutími sjúkdómsins, það er sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast og þar til sjúkdómseinkenni koma fram, er yfirleitt um 2-3 vikur.

Kíghósti er bakteríusjúkdómur og er sérlega skaðlegur ungum börnum.

Einkennin kíghósta eru í fyrstu vægt kvef, síðan vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Ungum börnum er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum sýkingarinnar sem geta verið öndunarstopp, krampar, lungnabólga, truflun á heilastarfsemi og dauði.

Meðferð við kíghósta fer eftir hversu mikill sjúkdómurinn er. Sýklalyf gera lítið gagn, nema mjög snemma á sjúkdómsferlinum. Önnur meðferð lítur að hvíld, vökvainntekt og næringu. Lítil börn með kíghósta þurfa iðulega að dveljast langtímum á sjúkrahúsi.

Bólusetning er áhrifarík til að koma í veg fyrir sjúkdóminn hjá ungum börnum. Mikilvægt er að byrja að bólusetja þau ung því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4 og 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki lengur en í um 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Víða erlendis hefur verið mælt með reglubundinni endurbólusetningu fullorðinna en hér á landi hefur einungis verið mælt með reglubundinni endurbólusetningu heilbrigðisstarfsmanna.

Mynd:


Þetta svar er lítillega stytt útgáfa af efni á vef Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi.

Í upprunalega textanum á vef Landlæknis er notaður rithátturinn kikhósti. Ritstjórn Vísindavefsins ákvað að nota frekar ritháttinn kíghósti, bæði er það almennt betur þekkt auk þess sem orðið kikhósta er hvorki að finna í Íslenskri orðabók né í Stafsetningarorðabókinni.

Höfundur

Landlæknisembættið

embætti landlæknis

Útgáfudagur

30.10.2012

Spyrjandi

Svanur

Tilvísun

Landlæknisembættið. „Hvað er kíghósti?“ Vísindavefurinn, 30. október 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63206.

Landlæknisembættið. (2012, 30. október). Hvað er kíghósti? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63206

Landlæknisembættið. „Hvað er kíghósti?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63206>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kíghósti?
Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum.

Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu 20 árin og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á milli 20-40 milljónir tilfella komi upp árlega í heiminum og þá aðallega í þróunarlöndum. Á árunum í kringum 1930-1940 létust þúsundir manna af völdum kíghósta en með tilkomu bóluefnis gegn sjúkdómnum hefur dregið mjög úr dánartíðni af völdum hans. Þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningu gegn kíghósta þá hafa komið upp faraldrar í mörgum löndum hjá fullorðnum og eldri börnum. Ástæðan er sú að verndandi áhrif bólusetningarinnar þverra á nokkrum árum þó góð vernd sé til staðar hjá bólusettum ungum börnum.

Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum (til dæmis með hnerra). Meðgöngutími sjúkdómsins, það er sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast og þar til sjúkdómseinkenni koma fram, er yfirleitt um 2-3 vikur.

Kíghósti er bakteríusjúkdómur og er sérlega skaðlegur ungum börnum.

Einkennin kíghósta eru í fyrstu vægt kvef, síðan vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Ungum börnum er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum sýkingarinnar sem geta verið öndunarstopp, krampar, lungnabólga, truflun á heilastarfsemi og dauði.

Meðferð við kíghósta fer eftir hversu mikill sjúkdómurinn er. Sýklalyf gera lítið gagn, nema mjög snemma á sjúkdómsferlinum. Önnur meðferð lítur að hvíld, vökvainntekt og næringu. Lítil börn með kíghósta þurfa iðulega að dveljast langtímum á sjúkrahúsi.

Bólusetning er áhrifarík til að koma í veg fyrir sjúkdóminn hjá ungum börnum. Mikilvægt er að byrja að bólusetja þau ung því sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum. Hér á landi eru börn bólusett við 3, 5 og 12 mánaða aldur og endurbólusett við 4 og 14 ára aldur. Bóluefnið verndar ekki lengur en í um 10 ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Víða erlendis hefur verið mælt með reglubundinni endurbólusetningu fullorðinna en hér á landi hefur einungis verið mælt með reglubundinni endurbólusetningu heilbrigðisstarfsmanna.

Mynd:


Þetta svar er lítillega stytt útgáfa af efni á vef Landlæknisembættisins og birt með góðfúslegu leyfi.

Í upprunalega textanum á vef Landlæknis er notaður rithátturinn kikhósti. Ritstjórn Vísindavefsins ákvað að nota frekar ritháttinn kíghósti, bæði er það almennt betur þekkt auk þess sem orðið kikhósta er hvorki að finna í Íslenskri orðabók né í Stafsetningarorðabókinni....