Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?

Heiða María Sigurðardóttir

Howard Gardner (f. 1943) er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til sálfræði og menntamála og þá einkum fyrir fjölgreindarkenningu sína. Greind er, að mati Gardners, hverslags hæfileikar til að skapa verðmæti eða leysa mikilvæg verkefni. Gardner talar þess vegna um greindir í fleirtölu. Lesendum sem hafa áhuga á að lesa meira um fjölgreindarkenningu Gardners er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Howard Gardner.

Gardner lýsir sjálfum sér sem manni sem berst ekki með straumnum, sem er óhræddur við að ganga gegn venjum samfélagsins. Fjölgreindarkenning hans er mótsvar við því skólakerfi sem um árabil hefur verið við lýði í vestrænum samfélögum, skólakerfi þar sem lögð er áhersla á að flokka nemendur í hópa, þá sem kunna og þá sem kunna ekki. Hún er mótsvar við þeirri viðteknu skoðun að greind sé eitt afmarkað fyrirbæri sem mæla má með stöðluðum sálfræðilegum prófum – það er ofureinföldun að reyna að draga hæfileika fólks saman í eina tölu, greindarvísitölu. Að mati Gardners hefur of mikil áhersla verið lögð á afmarkaða kunnáttu á fáeinum sviðum á kostnað annarra sviða, of mikil áhersla á hvað menn vita í stað hvað menn skilja eða hvað þeim finnst, of mikil áhersla á að það sé eitt rétt svar við öllu í stað þess að ýta undir frjóa og gagnrýna hugsun.

Fjölgreindarkenningu Gardners mætti því lýsa sem heimspeki jafnt sem vísindakenningu – vissulega byggir hún á gögnum en hún litast líka mikið af lífsskoðunum Gardners. Hann virðist berjast gegn „elítísma“, að fáeinir útvaldir fæðist með þá hæfileika sem samfélagið telur merkilega, svo sem hæfileika á sviði stærðfræði eða tungumála, en að aðrir hafi bara ekki þá hæfileika til að bera og séu því frá upphafi dæmdir til að fara í gegnum síu skólakerfisins þar sem þeir fá stimpilinn „tossi“, „fallisti“. Gardner er talsmaður þess að skólakerfið eigi að aðlaga sig að nemandanum – höfða ætti til þeirra hæfileika sem hver nemandi er hvað sterkastur í, jafnvel þótt þeir liggi utan þess ramma sem venjuleg skólaganga hefur hingað til krafist.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

31.10.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?“ Vísindavefurinn, 31. október 2011. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61041.

Heiða María Sigurðardóttir. (2011, 31. október). Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61041

Heiða María Sigurðardóttir. „Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2011. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61041>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er Howard Gardner og hvert er framlag hans til sálfræði og menntamála?
Howard Gardner (f. 1943) er prófessor við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er best þekktur fyrir framlag sitt til sálfræði og menntamála og þá einkum fyrir fjölgreindarkenningu sína. Greind er, að mati Gardners, hverslags hæfileikar til að skapa verðmæti eða leysa mikilvæg verkefni. Gardner talar þess vegna um greindir í fleirtölu. Lesendum sem hafa áhuga á að lesa meira um fjölgreindarkenningu Gardners er bent á svar sama höfundar við spurningunni Hafa tilgátur Howards Gardners um fjölgreindir verið sannaðar?

Howard Gardner.

Gardner lýsir sjálfum sér sem manni sem berst ekki með straumnum, sem er óhræddur við að ganga gegn venjum samfélagsins. Fjölgreindarkenning hans er mótsvar við því skólakerfi sem um árabil hefur verið við lýði í vestrænum samfélögum, skólakerfi þar sem lögð er áhersla á að flokka nemendur í hópa, þá sem kunna og þá sem kunna ekki. Hún er mótsvar við þeirri viðteknu skoðun að greind sé eitt afmarkað fyrirbæri sem mæla má með stöðluðum sálfræðilegum prófum – það er ofureinföldun að reyna að draga hæfileika fólks saman í eina tölu, greindarvísitölu. Að mati Gardners hefur of mikil áhersla verið lögð á afmarkaða kunnáttu á fáeinum sviðum á kostnað annarra sviða, of mikil áhersla á hvað menn vita í stað hvað menn skilja eða hvað þeim finnst, of mikil áhersla á að það sé eitt rétt svar við öllu í stað þess að ýta undir frjóa og gagnrýna hugsun.

Fjölgreindarkenningu Gardners mætti því lýsa sem heimspeki jafnt sem vísindakenningu – vissulega byggir hún á gögnum en hún litast líka mikið af lífsskoðunum Gardners. Hann virðist berjast gegn „elítísma“, að fáeinir útvaldir fæðist með þá hæfileika sem samfélagið telur merkilega, svo sem hæfileika á sviði stærðfræði eða tungumála, en að aðrir hafi bara ekki þá hæfileika til að bera og séu því frá upphafi dæmdir til að fara í gegnum síu skólakerfisins þar sem þeir fá stimpilinn „tossi“, „fallisti“. Gardner er talsmaður þess að skólakerfið eigi að aðlaga sig að nemandanum – höfða ætti til þeirra hæfileika sem hver nemandi er hvað sterkastur í, jafnvel þótt þeir liggi utan þess ramma sem venjuleg skólaganga hefur hingað til krafist.

Heimildir og mynd:

...