Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?

Vésteinn Ólason

Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslenskra og erlendra fræðimanna.

Einar Ól. Sveinsson - þannig skrifaði hann jafnan nafn sitt - fæddist að Höfðabrekku í Mýrdal 12. des. 1899. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson bóndi þar, fæddur 1861, og Vilborg Einarsdóttir, fædd 1862. Hann gekk í Flensborgarskóla og Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent 1918. Sama haust hélt hann til Kaupmannahafnar til náms í norrænum fræðum, og var Finnur Jónsson aðalkennari hans. Á námsárunum veiktist hann alvarlega og var heima á Íslandi um skeið, en meistaraprófi lauk hann frá Hafnarháskóla 1928, og fjallaði lokaritgerðin um jötna í norrænni goðafræði og þjóðtrú. Árið 1933 varði hann við Háskóla Íslands doktorsritgerðina Um Njálu I, sem komið hafði út sama ár.

Árið 1930 kvæntist Einar Kristjönu Þorsteinsdóttur, fædd 1903, og eignuðust þau soninn Svein 1934.

Á árunum 1928 til 1943 starfaði Einar í lausamennsku sem fræðimaður og útgefandi, afleysingakennari og -bókavörður, 1943 var hann skipaður háskólabókavörður og 1945 prófessor í íslenskum fornbókmenntum við Háskóla Íslands. Árið 1962 var Einar skipaður forstöðumaður Handritastofnunar Íslands, nýrrar stofnunar, síðar nefnd Stofnun Árna Magnússonar, og gegndi því embætti til starfsloka árið 1970. Einar Ól. Sveinsson andaðist 18. apríl 1984 og hvílir í Hólavallakirkjugarði.

Þegar á námsárum sínum birti Einar fræðilegar greinar auk annars efnis. Fyrsta bók hans var skrá um íslensk ævintýri og lýsing þeirra með rækilegum formála, Verzeichnis isländischer Märchenvarianten. Mit einer einleitenden Untersuchung (FF Communications 83), Helsinki 1929. Með þessu riti haslaði Einar sér völl á sviði þjóðfræði, sem á þessum árum átti blómaskeið á norrænu menningarsvæði. Árið 1940 birtist Um íslenskar þjóðsögur, fræðirit sem þó er læsilegt fyrir almenning. Rannsóknir á íslenskum þjóðfræðum birtust líka í útgáfum þjóðsagna og þjóðkvæða, auk greina í bókum og tímaritum.

Aðalviðfangsefni Einars Ól. Sveinssonar frá 1930 til 1960 voru íslenskar fornsögur. Um Njálu II kom aldrei út, en rannsókninni var fram haldið í Sturlungaöld. Drög um íslenzka menningu á þrettándu öld, 1940, og Á Njálsbúð. Bók um mikið listaverk, 1943. Kórónan á Njálurannsóknum hans var útgáfa sögunnar í ritröðinni íslensk fornrit, Brennu-Njáls saga, 1954, með rækilegum skýringum og formála. Þótt ýmsu hafi verið andmælt og mörgu aukið við rannsóknir Einars Ólafs á Njálu, eru það engar ýkjur að verk hans marki tímamót í skilningi og mati á þessu stórvirki íslenskra bókmennta og sé undirstaða síðari rannsókna. Síðasta bók Einars Ólafs sem beinlínis fjallar um Íslendingasögur er Ritunartími Íslendingasagna. Rök og rannsóknaraðferð, 1965, aukin gerð rits sem upphaflega birtist á ensku 1958.

Auk þessara bóka birti Einar Ólafur fjölda greina um fornsögurnar og vann að útgáfu þeirra í Íslenzkum fornritum. Þar gaf hann út, auk Brennu-Njáls sögu, Laxdæla sögu 1934, Eyrbyggja sögu 1935, Vatnsdæla sögu, Hallfreðar sögu og Kormáks sögu 1939. Útgáfur hans einkennast af vandvirkni og næmri tilfinningu fyrir bókmenntalegum sérkennum og kostum hverrar sögu. Eftir að Einar lauk útgáfu Njálu var hann um alllangt skeið ritstjóri Íslenzkra fornrita og hafði þannig áhrif á útgáfustefnuna fram til 1965.

Rannsóknir Einars Ólafs á Íslendingasögum eru meðal grundvallarrita hins svokallaða "íslenska skóla" í rannsókn fornsagna. Fyrirrennarar hans við Háskóla Íslands, Björn M. Ólsen og Sigurður Nordal, voru frumkvöðlar þessarar stefnu, sem setti svip sinn á útgáfur Hins íslenzka fornritafélags og breytti viðhorfum fræðimanna um allan heim til Íslendingasagna varanlega, þótt síðar hafi komið fram gagnrýni og endurskoðun á aðferðum og niðurstöðum. Íslenski skólinn hafnar trú á að sögurnar hafi að miklu leyti mótast í munnlegri geymd, en gerir ráð fyrir að hver saga eigi sér skapandi rithöfund sem samið hafi söguna á grundvelli munnlegra frásagna og haft mikið og vaxandi frelsi til að móta efniviðinn og auka við hann frá eigin brjósti. Jafnframt var áhersla lögð á að rannsaka hvert verk um sig, leita að áhrifum frá öðrum rituðum verkum og greina aldur verkanna. Aðferðin birtist skýrast og er rækilegast lýst í ritum Einars, Um Njálu og Ritunartími Íslendingasagna.

Einar Ól. Sveinsson fjallaði í bókum og greinum um miklu fleiri efni en hér hefur verið getið. Margt af því spratt af háskólakennslu hans, en annað af þörf fyrir almenna fræðslu. Um Sturlungaöld er merkilegt framlag til menningarsögu 13. aldar og einkennist í senn af víðtækri þekkingu höfundar og sterkri þjóðerniskennd sem mótast hafði á æskuárum en glæddist vafalaust á árum heimsstyrjaldar og lýðveldisstofnunar. Gerð er grein fyrir margvíslegum erlendum áhrifum en þó sjálfstæðri veraldlegri ritmenningu, og hefur sú kenning verið gagnrýnd.

Um 1960 hóf Einar ritun sögu Íslenzkra bókmennta í fornöld, en ekki kom út nema Íslenzkar bókmenntir í fornöld I, 1962. Auk inngangs um rætur og form forns kveðskapar er þar fjallað um eddukvæði. Ritið er í heild 530 þéttletraðar blaðsíður og af þeim fjalla 360 um eddukvæðin. Hér eru dregnar saman niðurstöður rannsóknasögu, merking kvæðanna túlkuð og listrænum einkennum lýst. Í greiningu eddukvæða og fagurfræðilegu mati ber þetta rit af fyrri yfirlitsritum sem nálgast að vera sambærileg að umfangi.

Einar Ól. Sveinsson var einn þeirra fræðimanna sem lögðu mikið af mörkum til lausnar handritamálsins. Handritastofnun setti sér undir forystu hans að gefa út fræðilegar textaútgáfur byggðar á rannsókn og samanburði handrita, ljósprentanir handrita og rannsóknarrit í svipaðri mynd og með sömu gæðakröfum og gert var í Kaupmannahöfn undir forystu jafnaldra og fornvinar Einars, Jóns Helgasonar. Stofnunin beindi einnig frá upphafi kröftum sínum að hinni miklu auðlegð bókmennta frá öldunum eftir siðaskipti, sem enn lá óútgefin í handritum, og lagði áherslu á að safna þjóðfræðum með hjálp nýrrar tækni, segulbandsins.

Einar Ól. Sveinsson lagði ætíð mikla áherslu á að kynna niðurstöður rannsókna fyrir almenningi. Hann hafði geysimikið vald og þekkingu á íslensku máli og ritaði hljómmikinn stíl. Hljómmikil var líka rödd hans sem heillaði útvarpshlustendur með lestri fornsagna og fleiri þjóðlegra fræða. Hann var öðrum þræði listamaður að eðli, birti ljóð í stúdentablöðum í æsku og tók þann þráð upp aftur með ljóðabókinni EÓS. Ljóð, 1968. Kveðskapur hans er ljóðrænn og dregur einatt dám af þjóðkvæðum.

Heimildir:
  • Ólöf Benediktsdóttir: Einar Ól. Sveinsson. Ritaskrá. E.Ó.S. Aldarminning 12. desember 1899–1999. Reykjavík. Stofnun Árna Magnússonar 2000.
  • Vésteinn Ólason: "Einar Ólafur Sveinsson." Andvari, 124. ár, 1999, 13–63.

Mynd:

Höfundur

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.8.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Vésteinn Ólason. „Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2011. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=60329.

Vésteinn Ólason. (2011, 19. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=60329

Vésteinn Ólason. „Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2011. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=60329>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Einar Ólaf Sveinsson og framlag hans til íslenskra fræða?
Einar Ólafur Sveinsson var meðal afkastamestu og virtustu fræðimanna á sviði íslenskra fræða um miðbik 20. aldar. Hann var þjóðkunnur maður á Íslandi fyrir ritstörf sín og lestur fornsagna í Ríkisútvarpinu, en flutti einnig fjölda fyrirlestra við háskóla víða um heim. Enn er mikið vitnað til verka hans meðal íslenskra og erlendra fræðimanna.

Einar Ól. Sveinsson - þannig skrifaði hann jafnan nafn sitt - fæddist að Höfðabrekku í Mýrdal 12. des. 1899. Foreldrar hans voru Sveinn Ólafsson bóndi þar, fæddur 1861, og Vilborg Einarsdóttir, fædd 1862. Hann gekk í Flensborgarskóla og Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent 1918. Sama haust hélt hann til Kaupmannahafnar til náms í norrænum fræðum, og var Finnur Jónsson aðalkennari hans. Á námsárunum veiktist hann alvarlega og var heima á Íslandi um skeið, en meistaraprófi lauk hann frá Hafnarháskóla 1928, og fjallaði lokaritgerðin um jötna í norrænni goðafræði og þjóðtrú. Árið 1933 varði hann við Háskóla Íslands doktorsritgerðina Um Njálu I, sem komið hafði út sama ár.

Árið 1930 kvæntist Einar Kristjönu Þorsteinsdóttur, fædd 1903, og eignuðust þau soninn Svein 1934.

Á árunum 1928 til 1943 starfaði Einar í lausamennsku sem fræðimaður og útgefandi, afleysingakennari og -bókavörður, 1943 var hann skipaður háskólabókavörður og 1945 prófessor í íslenskum fornbókmenntum við Háskóla Íslands. Árið 1962 var Einar skipaður forstöðumaður Handritastofnunar Íslands, nýrrar stofnunar, síðar nefnd Stofnun Árna Magnússonar, og gegndi því embætti til starfsloka árið 1970. Einar Ól. Sveinsson andaðist 18. apríl 1984 og hvílir í Hólavallakirkjugarði.

Þegar á námsárum sínum birti Einar fræðilegar greinar auk annars efnis. Fyrsta bók hans var skrá um íslensk ævintýri og lýsing þeirra með rækilegum formála, Verzeichnis isländischer Märchenvarianten. Mit einer einleitenden Untersuchung (FF Communications 83), Helsinki 1929. Með þessu riti haslaði Einar sér völl á sviði þjóðfræði, sem á þessum árum átti blómaskeið á norrænu menningarsvæði. Árið 1940 birtist Um íslenskar þjóðsögur, fræðirit sem þó er læsilegt fyrir almenning. Rannsóknir á íslenskum þjóðfræðum birtust líka í útgáfum þjóðsagna og þjóðkvæða, auk greina í bókum og tímaritum.

Aðalviðfangsefni Einars Ól. Sveinssonar frá 1930 til 1960 voru íslenskar fornsögur. Um Njálu II kom aldrei út, en rannsókninni var fram haldið í Sturlungaöld. Drög um íslenzka menningu á þrettándu öld, 1940, og Á Njálsbúð. Bók um mikið listaverk, 1943. Kórónan á Njálurannsóknum hans var útgáfa sögunnar í ritröðinni íslensk fornrit, Brennu-Njáls saga, 1954, með rækilegum skýringum og formála. Þótt ýmsu hafi verið andmælt og mörgu aukið við rannsóknir Einars Ólafs á Njálu, eru það engar ýkjur að verk hans marki tímamót í skilningi og mati á þessu stórvirki íslenskra bókmennta og sé undirstaða síðari rannsókna. Síðasta bók Einars Ólafs sem beinlínis fjallar um Íslendingasögur er Ritunartími Íslendingasagna. Rök og rannsóknaraðferð, 1965, aukin gerð rits sem upphaflega birtist á ensku 1958.

Auk þessara bóka birti Einar Ólafur fjölda greina um fornsögurnar og vann að útgáfu þeirra í Íslenzkum fornritum. Þar gaf hann út, auk Brennu-Njáls sögu, Laxdæla sögu 1934, Eyrbyggja sögu 1935, Vatnsdæla sögu, Hallfreðar sögu og Kormáks sögu 1939. Útgáfur hans einkennast af vandvirkni og næmri tilfinningu fyrir bókmenntalegum sérkennum og kostum hverrar sögu. Eftir að Einar lauk útgáfu Njálu var hann um alllangt skeið ritstjóri Íslenzkra fornrita og hafði þannig áhrif á útgáfustefnuna fram til 1965.

Rannsóknir Einars Ólafs á Íslendingasögum eru meðal grundvallarrita hins svokallaða "íslenska skóla" í rannsókn fornsagna. Fyrirrennarar hans við Háskóla Íslands, Björn M. Ólsen og Sigurður Nordal, voru frumkvöðlar þessarar stefnu, sem setti svip sinn á útgáfur Hins íslenzka fornritafélags og breytti viðhorfum fræðimanna um allan heim til Íslendingasagna varanlega, þótt síðar hafi komið fram gagnrýni og endurskoðun á aðferðum og niðurstöðum. Íslenski skólinn hafnar trú á að sögurnar hafi að miklu leyti mótast í munnlegri geymd, en gerir ráð fyrir að hver saga eigi sér skapandi rithöfund sem samið hafi söguna á grundvelli munnlegra frásagna og haft mikið og vaxandi frelsi til að móta efniviðinn og auka við hann frá eigin brjósti. Jafnframt var áhersla lögð á að rannsaka hvert verk um sig, leita að áhrifum frá öðrum rituðum verkum og greina aldur verkanna. Aðferðin birtist skýrast og er rækilegast lýst í ritum Einars, Um Njálu og Ritunartími Íslendingasagna.

Einar Ól. Sveinsson fjallaði í bókum og greinum um miklu fleiri efni en hér hefur verið getið. Margt af því spratt af háskólakennslu hans, en annað af þörf fyrir almenna fræðslu. Um Sturlungaöld er merkilegt framlag til menningarsögu 13. aldar og einkennist í senn af víðtækri þekkingu höfundar og sterkri þjóðerniskennd sem mótast hafði á æskuárum en glæddist vafalaust á árum heimsstyrjaldar og lýðveldisstofnunar. Gerð er grein fyrir margvíslegum erlendum áhrifum en þó sjálfstæðri veraldlegri ritmenningu, og hefur sú kenning verið gagnrýnd.

Um 1960 hóf Einar ritun sögu Íslenzkra bókmennta í fornöld, en ekki kom út nema Íslenzkar bókmenntir í fornöld I, 1962. Auk inngangs um rætur og form forns kveðskapar er þar fjallað um eddukvæði. Ritið er í heild 530 þéttletraðar blaðsíður og af þeim fjalla 360 um eddukvæðin. Hér eru dregnar saman niðurstöður rannsóknasögu, merking kvæðanna túlkuð og listrænum einkennum lýst. Í greiningu eddukvæða og fagurfræðilegu mati ber þetta rit af fyrri yfirlitsritum sem nálgast að vera sambærileg að umfangi.

Einar Ól. Sveinsson var einn þeirra fræðimanna sem lögðu mikið af mörkum til lausnar handritamálsins. Handritastofnun setti sér undir forystu hans að gefa út fræðilegar textaútgáfur byggðar á rannsókn og samanburði handrita, ljósprentanir handrita og rannsóknarrit í svipaðri mynd og með sömu gæðakröfum og gert var í Kaupmannahöfn undir forystu jafnaldra og fornvinar Einars, Jóns Helgasonar. Stofnunin beindi einnig frá upphafi kröftum sínum að hinni miklu auðlegð bókmennta frá öldunum eftir siðaskipti, sem enn lá óútgefin í handritum, og lagði áherslu á að safna þjóðfræðum með hjálp nýrrar tækni, segulbandsins.

Einar Ól. Sveinsson lagði ætíð mikla áherslu á að kynna niðurstöður rannsókna fyrir almenningi. Hann hafði geysimikið vald og þekkingu á íslensku máli og ritaði hljómmikinn stíl. Hljómmikil var líka rödd hans sem heillaði útvarpshlustendur með lestri fornsagna og fleiri þjóðlegra fræða. Hann var öðrum þræði listamaður að eðli, birti ljóð í stúdentablöðum í æsku og tók þann þráð upp aftur með ljóðabókinni EÓS. Ljóð, 1968. Kveðskapur hans er ljóðrænn og dregur einatt dám af þjóðkvæðum.

Heimildir:
  • Ólöf Benediktsdóttir: Einar Ól. Sveinsson. Ritaskrá. E.Ó.S. Aldarminning 12. desember 1899–1999. Reykjavík. Stofnun Árna Magnússonar 2000.
  • Vésteinn Ólason: "Einar Ólafur Sveinsson." Andvari, 124. ár, 1999, 13–63.

Mynd:...