Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?

Sigurður Ægisson

Í íslenskri þjóðtrú má víða rekast á spóann, nær eingöngu þó sem veðurvita. Er hann gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta orðum hans.

Þegar spóinn hringvellir boðar hann að allar vetrarhörkur séu á enda, er mál hinna gömlu og vitru. Eða eins og kemur fram í vísunni um hann og tvo aðra spáfugla:
Heyló syngur sumarið inn,

semur forlög gaukurinn,

áður en vetrar úti er þraut

aldrei spóinn vellir graut.

Þegar hann langvellir boðaði það votviðri, segir annars staðar. En fyrir kom að hann reyndist falsspár og þá úthúðuðu menn honum. Ef margir spóar söfnuðust heim að bæjum var stormur og úrfelli í vændum.



Spóinn kemur helst fyrir í þjóðtrú í tengslum við veður.

Á Norðurlandi var stundum talað um að spóinn bæri áfelli með sér hingað til lands á vorin. Það kallaðist spóahret.

Ólánsmenn verða þeir sem drepa heiðlóur og spóa.

Á Grænlandi segir að byrjandi megi ekki drepa sjaldgæfa fugla; einkum á þetta við um spóann, því hann er „óheillakráka“ þegar menn eru að selveiðum og kæmi örugglega til með að hefna sín einhvern veginn.

Í Noregi var því trúað að ef spóinn dritaði á karlmann bryti sá ljáinn; ef um konu var að ræða brotnaði hrífuskaftið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Sigurður Ægisson.

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

27.4.2010

Spyrjandi

Ólafía Gústafsdóttir

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2010. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56056.

Sigurður Ægisson. (2010, 27. apríl). Er einhver þjóðtrú tengd spóanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56056

Sigurður Ægisson. „Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2010. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56056>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er einhver þjóðtrú tengd spóanum?
Í íslenskri þjóðtrú má víða rekast á spóann, nær eingöngu þó sem veðurvita. Er hann gjarnan talinn allra fugla vitrastur og því gott að treysta orðum hans.

Þegar spóinn hringvellir boðar hann að allar vetrarhörkur séu á enda, er mál hinna gömlu og vitru. Eða eins og kemur fram í vísunni um hann og tvo aðra spáfugla:
Heyló syngur sumarið inn,

semur forlög gaukurinn,

áður en vetrar úti er þraut

aldrei spóinn vellir graut.

Þegar hann langvellir boðaði það votviðri, segir annars staðar. En fyrir kom að hann reyndist falsspár og þá úthúðuðu menn honum. Ef margir spóar söfnuðust heim að bæjum var stormur og úrfelli í vændum.



Spóinn kemur helst fyrir í þjóðtrú í tengslum við veður.

Á Norðurlandi var stundum talað um að spóinn bæri áfelli með sér hingað til lands á vorin. Það kallaðist spóahret.

Ólánsmenn verða þeir sem drepa heiðlóur og spóa.

Á Grænlandi segir að byrjandi megi ekki drepa sjaldgæfa fugla; einkum á þetta við um spóann, því hann er „óheillakráka“ þegar menn eru að selveiðum og kæmi örugglega til með að hefna sín einhvern veginn.

Í Noregi var því trúað að ef spóinn dritaði á karlmann bryti sá ljáinn; ef um konu var að ræða brotnaði hrífuskaftið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Sigurður Ægisson....