Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?

Sigurður Ingi Friðleifsson

Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi.

Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri hægt að ná fram má skoða áhrif þess að öll heimili á landinu, um það bil 110 þúsund, myndu skipta út tíu 60W glóperum fyrir tíu 11W sparperur. Orkan sem þá sparaðist myndi vera um 60 milljón kWst (kílówattstundir) á ári miðað við 2,7 klukkustunda meðalnotkun á dag.



Glóperur munu víkja fyrir sparperum í Evrópu þar sem Evrópusambandið hefur bannað sölu á glóperum og munu þær smám saman hverfa úr hillum verslana.

En hvað eru 60 milljón kWst? 60 milljónir kWst á ári samsvarar árlegri raforkuframleiðslu 18 Elliðaárvirkjana eða heildarraforkunotkun 13.000 íslenskra heimila eða árlegri raforkunotkun um 40 þúsund Mitsubishi i-Miev rafbíla.

Það er því eftir miklu að slægjast með raforkusparnaði í lýsingu. Einnig er mikilvægt að benda á að sparnaður í lýsingu léttir töluvert á raforkukerfi Íslands þar sem mesta lýsingin er þegar framleiðsla vatnsaflsvirkjana er í lágmarki.

Loks má geta þess að í krónum talið er sparnaðurinn umtalsverður. Á vef Orkuseturs er reiknivél sem nota má til þess að sjá mun á kostnaði við að nota sparperur og glóperur. Ef tíu 60W glóperum væri skipt út fyrir sama fjölda af 11W sparperum mætti spara 4.829 kr á ári miðað við þær forsendur sem notaðar eru á vefnum. Ef öll heimili landsins gerðu þetta, þá væri upphæðin um það bil 531.190.000 kr. (110.000 heimili x 4.829 kr.).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: AB Lamp. Sótt 13. 11. 2009.

Höfundur

framkvæmdastjóri Orkuseturs

Útgáfudagur

16.11.2009

Spyrjandi

Atli Jósefsson

Tilvísun

Sigurður Ingi Friðleifsson. „Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2009. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53313.

Sigurður Ingi Friðleifsson. (2009, 16. nóvember). Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53313

Sigurður Ingi Friðleifsson. „Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2009. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53313>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi.

Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri hægt að ná fram má skoða áhrif þess að öll heimili á landinu, um það bil 110 þúsund, myndu skipta út tíu 60W glóperum fyrir tíu 11W sparperur. Orkan sem þá sparaðist myndi vera um 60 milljón kWst (kílówattstundir) á ári miðað við 2,7 klukkustunda meðalnotkun á dag.



Glóperur munu víkja fyrir sparperum í Evrópu þar sem Evrópusambandið hefur bannað sölu á glóperum og munu þær smám saman hverfa úr hillum verslana.

En hvað eru 60 milljón kWst? 60 milljónir kWst á ári samsvarar árlegri raforkuframleiðslu 18 Elliðaárvirkjana eða heildarraforkunotkun 13.000 íslenskra heimila eða árlegri raforkunotkun um 40 þúsund Mitsubishi i-Miev rafbíla.

Það er því eftir miklu að slægjast með raforkusparnaði í lýsingu. Einnig er mikilvægt að benda á að sparnaður í lýsingu léttir töluvert á raforkukerfi Íslands þar sem mesta lýsingin er þegar framleiðsla vatnsaflsvirkjana er í lágmarki.

Loks má geta þess að í krónum talið er sparnaðurinn umtalsverður. Á vef Orkuseturs er reiknivél sem nota má til þess að sjá mun á kostnaði við að nota sparperur og glóperur. Ef tíu 60W glóperum væri skipt út fyrir sama fjölda af 11W sparperum mætti spara 4.829 kr á ári miðað við þær forsendur sem notaðar eru á vefnum. Ef öll heimili landsins gerðu þetta, þá væri upphæðin um það bil 531.190.000 kr. (110.000 heimili x 4.829 kr.).

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: AB Lamp. Sótt 13. 11. 2009....