Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaðan fáum við kranavatnið?

EDS

Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum.

Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa frá kalda krananum fá þess í stað yfirborðsvatn. Eins og ráða má af orðinu er þar um að ræða vatn af yfirborði jarðar svo sem lækjum, ám og stöðuvötnum.



Þegar skrúfað er frá kalda krananum á Íslandi eru mestar líkur á að vatnið sem úr honum rennur sé grunnvatn.

Grunnvatn er yfirleitt talið betra til neyslu en yfirborðsvatn þar sem óhreinindi hafa síast úr því þegar það streymir um jarðlögin. Til þess að auka gæði yfirborðsvatns er það í flestum tilfellum geislað með útfjólubláu ljósi til að eyða örverumengun sem berst í vatnið frá dýrum og úr jarðvegi. Þessi aðferð er oftast nægileg til að tryggja öryggi neysluvatnsins.

Orkuveita Reykjavíkur sér höfuðborgarbúum og íbúum nokkurra nágrannasveitarfélaga fyrir vatni. Vatnsból Orkuveitunnar er í Heiðmörk og eru vatnstökusvæðin Gvendarbrunnar, Jaðarsvæði, Myllulækjarsvæði og Vatnsendakriki. Allt vatn er tekið úr yfirbyggðum borholum sem eru frá 10 til 140 metra djúpar. Þaðan berst það til neytenda eftir aðalæðum, dreifiæðum og heimæðum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

21.11.2008

Spyrjandi

Sveinn og Eiður, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Hvaðan fáum við kranavatnið?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=50312.

EDS. (2008, 21. nóvember). Hvaðan fáum við kranavatnið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=50312

EDS. „Hvaðan fáum við kranavatnið?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=50312>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan fáum við kranavatnið?
Mest allt vatn sem fer til neyslu á Íslandi, eða rúmlega 95%, er ómeðhöndlað grunnvatn. Grunnvatn er vatn sem er neðanjarðar en neðan vissra marka eru allar holur og glufur í jarðlögum fylltar vatni. Grunnvatns er aflað úr lindum, borholum og brunnum.

Þeir sem búa ekki svo vel að fá grunnvatn þegar þeir skrúfa frá kalda krananum fá þess í stað yfirborðsvatn. Eins og ráða má af orðinu er þar um að ræða vatn af yfirborði jarðar svo sem lækjum, ám og stöðuvötnum.



Þegar skrúfað er frá kalda krananum á Íslandi eru mestar líkur á að vatnið sem úr honum rennur sé grunnvatn.

Grunnvatn er yfirleitt talið betra til neyslu en yfirborðsvatn þar sem óhreinindi hafa síast úr því þegar það streymir um jarðlögin. Til þess að auka gæði yfirborðsvatns er það í flestum tilfellum geislað með útfjólubláu ljósi til að eyða örverumengun sem berst í vatnið frá dýrum og úr jarðvegi. Þessi aðferð er oftast nægileg til að tryggja öryggi neysluvatnsins.

Orkuveita Reykjavíkur sér höfuðborgarbúum og íbúum nokkurra nágrannasveitarfélaga fyrir vatni. Vatnsból Orkuveitunnar er í Heiðmörk og eru vatnstökusvæðin Gvendarbrunnar, Jaðarsvæði, Myllulækjarsvæði og Vatnsendakriki. Allt vatn er tekið úr yfirbyggðum borholum sem eru frá 10 til 140 metra djúpar. Þaðan berst það til neytenda eftir aðalæðum, dreifiæðum og heimæðum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....