Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um svín?

Jón Már Halldórsson

Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi.

Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae og tayassuidae. Þau eru meðalstór klaufdýr (artiodactyla), hausstór, með stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau fyrst og fremst við það við fæðuöflun.

Til undirættbálksins Suina teljast þrjár ættir. Tvær þeirra eru afar skyldar og í daglegu tali kallast þær svín (e. pig/hog). Þetta eru Suidae-ættin sem mætti kalla eiginleg svín og suðuramerísk svín (tayassuidae) sem í alþýðlegu tali nefnast pekkaríusvín. Þriðja ætt undirættbálksins eru flóðhestar.

Þessar ættir eiga margt sameiginlegt. Meðal annars eru allar tegundir þeirra með fjórar tær á hverri löpp, stutta glufu, einfaldan maga, litla lengingu á helstu beinum fótleggja auk annarra sameiginlegra einkenna á tanngerð og beinagrind. Þessi hópur hefur löngum verið talinn upprunalegastur allra hófdýra.

Innan ættar eiginlegra svína (suidae) eru sextán tegundir í fimm ættkvíslum. Sú ættkvísl sem inniheldur flestar tegundir er sus-ættkvíslin en alls teljast 11 tegundir til þessarar ættar. Kunnasta tegundin innan suidae-ættarinnar, að alisvíninu undanskildu, er vafalítið villisvín eða evrasíska villisvínið (Sus scrofa). Þessi tegund hefur mjög mikla útbreiðslu. Hún finnst allt frá laufskógum Frakklands, austur að skóglendi Mansjúríu (Kína), Kóreu og Ússúrílands (í Rússlandi) auk þess sem hún finnst í Norður-Afríku. Villisvín lifa líka á japönsku eyjunum og á Súmötru í Indónesíu og hafa verið flutt til Norður-Ameríku og Ástralíu.

Geltirnir eru geysilega öflugar skepnur, um 200 kg á þyngd og með óárennilegar vígtennur sem geta veitt rándýrum alvarleg sár. Áður fyrr voru skógarbirnir (Ursus arctos) og úlfar (Canis lupus) helstu óvinir villisvína í Evrópu, en nú eru þessi dýr horfin af stærstu svæðum villisvínanna. Sportveiðimenn teljast helstu óvinir þeirra í dag.

Í austur-Asíu eru það hins vegar hlébarðar (Panthera pardus) og tígrisdýr (Panthera tigris) sem helst leggja sér villisvín til munns, sérstaklega í Rússlandi. Veiðimenn taka sífellt stærri hluta af stofninum með óæskilegum afleiðingum fyrir bæði villt kattadýr og mannfólkið.

Evrasísku villisvínin eru sannkallaðar alætur. Þau verja mestum hluta dagsins nusandi ofan í jarðveginn, rótandi í skógarbotninum eftir sveppum, rótum og öðru ætilegu. Safaríkir nýgræðlingar á vorin eru einnig í uppáhaldi hjá þeim auk ávaxta. Úr dýraríkinu borða þau ýmsa hryggleysingja, skriðdýr, nagdýr, egg, jafnvel fuglsunga ef þeir rekast á hreiður auk þess sem þau rífa oft í sig dýrahræ.



Evrasískt villisvín (Sus scrofa).

Yfirleitt eru fullorðin karldýr einfarar á meðan önnur villisvín, það er að segja kvendýrin, grísirnir og hálfstálpuð karldýr, halda sig í hópum.

Eyjar í Suðaustur-Asíu hafa verið vettvangur fjölskrúðugrar tegundamyndunnar meðal svína innan ættkvíslarinnar Sus. Þar eru tegundir á borð við jövu-vörtusvínið (Sus verrucosus) sem finnst á Jövu og Bawean í Indónesíu; skeggsvín (Sus barbatus) sem finnst í skóglendi Borneó og Súmötru; filippseyska vörtusvínið (Sus philippensis) sem lifir á nokkrum eyjum Filippseyja; súlavesí-villisvínið (Sus celebensis) á Súlavesí og nærliggjandi eyjum í Indónesíu og indónesíska vörtusvínið sem hefur víða horfið en fannst aftur nýlega í Víetnam.

Á indónesísku eyjunum Súlavesí, Burn og Súlú finnst hjartarsvín (Babyrousa babyrussa) sem er af annarri ættkvísl. Geltirnir þessarar tegundar líta undarlega út. Vígtennur efri góms vaxa upp á við og í gegnum snoppuna. Tennurnar eru lausar í tannholunni og brotna auðveldlega. Ennfremur skaga neðri vígtennurnar út úr munnviki galtanna sem gefur þessum dýrum mjög óhugnanlegt yfirbragð. Dýrin eru hárlaus og minna að mörgu leyti á flóðhesta, sem eru fjarskyldir ættingjar svína.



Teikning af gelti af tegund hjartasvína (Babyrousa babyrussa).

Líkt og í Indónesíu, hefur geysilega mikil tegundamyndun orðið í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, sérstaklega í þéttu skóglendi í vestanverðri álfunni. Einna þekktust þessara tegunda er hið eiginlega vörtusvín (Phacochoerus africanus) sem heldur sig á savanna-sléttunum í austan- og sunnanverðri álfunni. Þau eru hvað virkust á daginn og því mjög sýnileg.

Hér hefur aðallega verið fjallað um svín af ættinni suidae en hin ætt svína er pekkaríusvínaætt (Tayassuidae) eins og áður sagði. Til þeirrar ættar teljast þrjár tegundir innan tveggja ættkvísla. Þessar tegundir lifa einungis í þéttum skógum og sléttum nýja heims, allt frá Chaco-sléttunni í norðurhluta Argentínu, norður til suðurríkja Bandaríkjanna.

Tegundirnar þrjár eru í fyrsta lagi kragasvín (Tayassu "pecari" tajacu), sem hefur mesta útbreiðslu og er meðal algengustu spendýra Amasónskógarins. Í öðru lagi eru það moskussvín (Tayassu perary) sem er mjög algengt á skógarsvæðum Suður-Ameríku og finnst einnig í suðurríkjum Bandaríkjanna. Það er talið eina náttúrulega villisvínið í Norður-Ameríku (evrasísku villisvínin hafa verið flutt þangað inn). Þriðja tegundin er svo hið sjaldgæfa chaco-svín (Catagonus wagneri) kennt við Chaco-sléttuna í norðurhluta Argentínu og Paragvæ. Það hafði áður aðeins þekkst í steingervingum en fannst fyrir tilviljun árð 1972.



Moskussvín.

Náttúrulegir óvinir pekkaríusvína eru fjallaljón og jagúar. Kragasvín og moskussvín þjóta vælandi í allar áttir til að rugla rándýrið en chaco-svínin, sem eru stærst og öflugust, gera samstundis árás þegar þeim þykja kattadýrin sýna þeim óæskilegan áhuga. Þessi varnaraðferð dugar ágætlega gegn kattardýrum sem vilja sem minnst þurfa að berjast við bráðina vegna meiðslahættu, en aðferðin er vonlaus gagnvart mönnum með byssur. Það er sennilega ástæðan fyrir því í hve mikilli útrýmingarhættu chaco-svínið er.

Um gjörvöll heimkynni pekkaríusvína er bæði stunduð gegndarlaus ofveiði og búsvæði eyðilögð sem hefur leitt til hnignunar hjá öllum þremur tegundunum.

Myndir:

Heimildir:

  • McDonald, David. 2001. The New Encyclopedia of Mammals. Oxford University Press, Oxford.
  • Hopf, A. 1979. Pigs: Wild and Tame. Holiday House, New York.
  • Encyclopedia Britannica

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.4.2005

Spyrjandi

Björgvin Kjartansson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um svín?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4883.

Jón Már Halldórsson. (2005, 13. apríl). Hvað getið þið sagt mér um svín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4883

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um svín?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4883>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um svín?
Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi.

Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae og tayassuidae. Þau eru meðalstór klaufdýr (artiodactyla), hausstór, með stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau fyrst og fremst við það við fæðuöflun.

Til undirættbálksins Suina teljast þrjár ættir. Tvær þeirra eru afar skyldar og í daglegu tali kallast þær svín (e. pig/hog). Þetta eru Suidae-ættin sem mætti kalla eiginleg svín og suðuramerísk svín (tayassuidae) sem í alþýðlegu tali nefnast pekkaríusvín. Þriðja ætt undirættbálksins eru flóðhestar.

Þessar ættir eiga margt sameiginlegt. Meðal annars eru allar tegundir þeirra með fjórar tær á hverri löpp, stutta glufu, einfaldan maga, litla lengingu á helstu beinum fótleggja auk annarra sameiginlegra einkenna á tanngerð og beinagrind. Þessi hópur hefur löngum verið talinn upprunalegastur allra hófdýra.

Innan ættar eiginlegra svína (suidae) eru sextán tegundir í fimm ættkvíslum. Sú ættkvísl sem inniheldur flestar tegundir er sus-ættkvíslin en alls teljast 11 tegundir til þessarar ættar. Kunnasta tegundin innan suidae-ættarinnar, að alisvíninu undanskildu, er vafalítið villisvín eða evrasíska villisvínið (Sus scrofa). Þessi tegund hefur mjög mikla útbreiðslu. Hún finnst allt frá laufskógum Frakklands, austur að skóglendi Mansjúríu (Kína), Kóreu og Ússúrílands (í Rússlandi) auk þess sem hún finnst í Norður-Afríku. Villisvín lifa líka á japönsku eyjunum og á Súmötru í Indónesíu og hafa verið flutt til Norður-Ameríku og Ástralíu.

Geltirnir eru geysilega öflugar skepnur, um 200 kg á þyngd og með óárennilegar vígtennur sem geta veitt rándýrum alvarleg sár. Áður fyrr voru skógarbirnir (Ursus arctos) og úlfar (Canis lupus) helstu óvinir villisvína í Evrópu, en nú eru þessi dýr horfin af stærstu svæðum villisvínanna. Sportveiðimenn teljast helstu óvinir þeirra í dag.

Í austur-Asíu eru það hins vegar hlébarðar (Panthera pardus) og tígrisdýr (Panthera tigris) sem helst leggja sér villisvín til munns, sérstaklega í Rússlandi. Veiðimenn taka sífellt stærri hluta af stofninum með óæskilegum afleiðingum fyrir bæði villt kattadýr og mannfólkið.

Evrasísku villisvínin eru sannkallaðar alætur. Þau verja mestum hluta dagsins nusandi ofan í jarðveginn, rótandi í skógarbotninum eftir sveppum, rótum og öðru ætilegu. Safaríkir nýgræðlingar á vorin eru einnig í uppáhaldi hjá þeim auk ávaxta. Úr dýraríkinu borða þau ýmsa hryggleysingja, skriðdýr, nagdýr, egg, jafnvel fuglsunga ef þeir rekast á hreiður auk þess sem þau rífa oft í sig dýrahræ.



Evrasískt villisvín (Sus scrofa).

Yfirleitt eru fullorðin karldýr einfarar á meðan önnur villisvín, það er að segja kvendýrin, grísirnir og hálfstálpuð karldýr, halda sig í hópum.

Eyjar í Suðaustur-Asíu hafa verið vettvangur fjölskrúðugrar tegundamyndunnar meðal svína innan ættkvíslarinnar Sus. Þar eru tegundir á borð við jövu-vörtusvínið (Sus verrucosus) sem finnst á Jövu og Bawean í Indónesíu; skeggsvín (Sus barbatus) sem finnst í skóglendi Borneó og Súmötru; filippseyska vörtusvínið (Sus philippensis) sem lifir á nokkrum eyjum Filippseyja; súlavesí-villisvínið (Sus celebensis) á Súlavesí og nærliggjandi eyjum í Indónesíu og indónesíska vörtusvínið sem hefur víða horfið en fannst aftur nýlega í Víetnam.

Á indónesísku eyjunum Súlavesí, Burn og Súlú finnst hjartarsvín (Babyrousa babyrussa) sem er af annarri ættkvísl. Geltirnir þessarar tegundar líta undarlega út. Vígtennur efri góms vaxa upp á við og í gegnum snoppuna. Tennurnar eru lausar í tannholunni og brotna auðveldlega. Ennfremur skaga neðri vígtennurnar út úr munnviki galtanna sem gefur þessum dýrum mjög óhugnanlegt yfirbragð. Dýrin eru hárlaus og minna að mörgu leyti á flóðhesta, sem eru fjarskyldir ættingjar svína.



Teikning af gelti af tegund hjartasvína (Babyrousa babyrussa).

Líkt og í Indónesíu, hefur geysilega mikil tegundamyndun orðið í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkurinnar, sérstaklega í þéttu skóglendi í vestanverðri álfunni. Einna þekktust þessara tegunda er hið eiginlega vörtusvín (Phacochoerus africanus) sem heldur sig á savanna-sléttunum í austan- og sunnanverðri álfunni. Þau eru hvað virkust á daginn og því mjög sýnileg.

Hér hefur aðallega verið fjallað um svín af ættinni suidae en hin ætt svína er pekkaríusvínaætt (Tayassuidae) eins og áður sagði. Til þeirrar ættar teljast þrjár tegundir innan tveggja ættkvísla. Þessar tegundir lifa einungis í þéttum skógum og sléttum nýja heims, allt frá Chaco-sléttunni í norðurhluta Argentínu, norður til suðurríkja Bandaríkjanna.

Tegundirnar þrjár eru í fyrsta lagi kragasvín (Tayassu "pecari" tajacu), sem hefur mesta útbreiðslu og er meðal algengustu spendýra Amasónskógarins. Í öðru lagi eru það moskussvín (Tayassu perary) sem er mjög algengt á skógarsvæðum Suður-Ameríku og finnst einnig í suðurríkjum Bandaríkjanna. Það er talið eina náttúrulega villisvínið í Norður-Ameríku (evrasísku villisvínin hafa verið flutt þangað inn). Þriðja tegundin er svo hið sjaldgæfa chaco-svín (Catagonus wagneri) kennt við Chaco-sléttuna í norðurhluta Argentínu og Paragvæ. Það hafði áður aðeins þekkst í steingervingum en fannst fyrir tilviljun árð 1972.



Moskussvín.

Náttúrulegir óvinir pekkaríusvína eru fjallaljón og jagúar. Kragasvín og moskussvín þjóta vælandi í allar áttir til að rugla rándýrið en chaco-svínin, sem eru stærst og öflugust, gera samstundis árás þegar þeim þykja kattadýrin sýna þeim óæskilegan áhuga. Þessi varnaraðferð dugar ágætlega gegn kattardýrum sem vilja sem minnst þurfa að berjast við bráðina vegna meiðslahættu, en aðferðin er vonlaus gagnvart mönnum með byssur. Það er sennilega ástæðan fyrir því í hve mikilli útrýmingarhættu chaco-svínið er.

Um gjörvöll heimkynni pekkaríusvína er bæði stunduð gegndarlaus ofveiði og búsvæði eyðilögð sem hefur leitt til hnignunar hjá öllum þremur tegundunum.

Myndir:

Heimildir:

  • McDonald, David. 2001. The New Encyclopedia of Mammals. Oxford University Press, Oxford.
  • Hopf, A. 1979. Pigs: Wild and Tame. Holiday House, New York.
  • Encyclopedia Britannica
...