Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?

Guðrún Kvaran

Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:52). Annaðhvort liggi til grundvallar mannsnafnið Bessi/Bersi eða bjarndýrsheitið.


Ef bjarndýrsheitið liggur að baki orðasambandinu að taka sér bessaleyfi gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

Helgi Hálfdanarson skáld og þýðandi getur þess til í grein í Tímariti Máls og menningar (1975:92–104) að að baki liggi týnd saga um einhvern Bessa og sama gerði Jón Ólafsson úr Grunnavík á 18. öld sem nefnir samböndin að hafa bessaleyfi, gera nokkuð í bessaleyfi og taka í bessaleyfi í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.). Ef hins vegar bjarndýrsheitið liggur að baki gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.8.2008

Spyrjandi

Liselotte Widing

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47913.

Guðrún Kvaran. (2008, 11. ágúst). Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47913

Guðrún Kvaran. „Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47913>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?
Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:52). Annaðhvort liggi til grundvallar mannsnafnið Bessi/Bersi eða bjarndýrsheitið.


Ef bjarndýrsheitið liggur að baki orðasambandinu að taka sér bessaleyfi gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

Helgi Hálfdanarson skáld og þýðandi getur þess til í grein í Tímariti Máls og menningar (1975:92–104) að að baki liggi týnd saga um einhvern Bessa og sama gerði Jón Ólafsson úr Grunnavík á 18. öld sem nefnir samböndin að hafa bessaleyfi, gera nokkuð í bessaleyfi og taka í bessaleyfi í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.). Ef hins vegar bjarndýrsheitið liggur að baki gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

Mynd:...