Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv?
  • Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir?

Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu almanaki. Mánuðirnir voru ýmist nefndir eftir guðum eða gyðjum Rómverja, til heiðurs keisurum eða báru einfaldlega nöfn sem sögðu til um hvar í röðinni þeir væru af mánuðum ársins.

Janúar (Januarius) er nefndur eftir hinum tvíhöfða Janusi sem var rómverskur guð upphafs og enda auk þess sem hann var guð dyra og hliða. Janus var til dæmis tilbeðinn við upphaf mikilvægra áfanga í mannsævinni, svo sem við upphaf hjónabands eða fæðingu barns.

Febrúar (Februarius) merkir eiginlega 'hreinsunarmánuður'. Hann var nefndur eftir Februa sem var hreinsunarhátíð sem haldin var í Róm 15. þess mánaðar. Nafnið er jafnframt tengt etrúskum guði undirheima og hreinsunar sem kallaðist Februus. Etrúrar voru forn menningarþjóð sem byggði vesturhluta Ítalíu en leið undir lok þegar veldi Rómverja tók að eflast. -- Febrúar var upphaflega síðasti mánuður ársins hjá Rómverjum og er það talin skýringin á því að í honum eru færri dagar en öðrum mánuðum, og eins að einn dagur bætist við hann í hlaupárum.

Mars (Martius) var fyrsti mánuður ársins hjá Rómverjum og nefndur eftir stríðsguði þeirra, Mars. Rómverska heitið er ekki nafn guðsins óbreytt, heldur dregið af því. Það er ástæðan til þess að mánaðarheitið var skrifað með z ('marz') meðan z var notuð í íslensku, en heiti guðsins ekki.

Apríl (Aprillis) var helgaður ástargyðjunni Venusi. Ein skýring á nafni mánaðarins er sú að það sé dregið af nafni Afródítu sem samsvaraði Venusi í grískri goðafræði. Önnur skýring er sú að orðið apríl sé myndað eftir orðinu „aperire“ sem þýðir „að opna“ sem hugsanlega tengist þá því að þetta var mánuðurinn þegar brum tók að opnast.

Maí (Maius) er ýmist sagður nefndur eftir Maiesta, gyðju heiðurs og hefnda, eða eftir gyðjunni Maia sem var ein af sjö dætrum Atlasar er gerðar voru að stjörnum og birtast á haustin þegar uppskerutíð er nærri.

Júní (Junius) er líklega nefndur eftir gyðjunni Júnó sem samsvaraði Heru hjá Grikkjum. Hún var æðst gyðja Rómverja og verndari bæði Rómar og Rómarveldis. Sumar heimildir benda þó á að hugsanlega geti nafn mánaðarins verið tengt orðinu „iuniores“ sem merkir ungir menn (juniors) og á sama hátt megi tengja „maiores“ sem merkir fullorðnir menn (majors) við maí. Þessir tveir mánuðir hefðu þá verið helgaðir fullorðnum og ungum mönnum.

Júlí (Julius) er nefndur til heiðurs Júlíusi Sesar sem fæddist í júlí. Mánuðurinn fékk þetta nafn árið 44 fyrir Krist eða sama ár og Sesar var veginn. Júlí var einnig nefndur Quintilis sem þýðir fimmti mánuður enda var hann þá sá fimmti í röðinni hjá Rómverjum.

Ágúst (Augustus) er nefndur eftir Ágústusi, rómverska keisaranum sem ríkti á árunum kringum Krists burð. Áður var mánuðurinn nefndur Sextilis enda sjötti mánuður ársins hjá Rómverjum en nafninu var síðan breytt í það sem við þekkjum í dag.

September vísar í töluna sjö sem er septem á latínu enda var þetta sjöundi mánuður ársins.

Október kemur af latneska orðinu octo, átta.

Nóvember tengist latneska orðinu novem sem þýðir níu.

Desember var tíundi mánuður ársins hjá Rómverkjum en decem er tíu á latínu.

Viðskeytið -ber í fjórum síðustu mánuðunum að okkar tímatali er hugsanlega dregið af latneska lýsingarorðsviðskeytinu -bris.

Hægt er að lesa um gömlu íslensku mánaðanöfnin í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur og Terry Gunnells við spurningunni Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? og um rómversku guðina í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.1.2005

Spyrjandi

Kristján Gunnar
Sigíður Erla Sturludóttir
Sigrún Sævinsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?“ Vísindavefurinn, 4. janúar 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4694.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 4. janúar). Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4694

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?“ Vísindavefurinn. 4. jan. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4694>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma nöfnin á mánuðunum?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Af hverju heita mánuðirnir júlí, september o.s.frv?
  • Hvernig gefa nöfn mánuðanna september, október, nóvember og desember til kynna að þeir séu 7., 8., 9. og 10. mánuðirnir?

Mánaðanöfnin sem við notum í dag eru byggð á latneskum heitum sem Rómverjar notuðu um mánuðina í sínu almanaki. Mánuðirnir voru ýmist nefndir eftir guðum eða gyðjum Rómverja, til heiðurs keisurum eða báru einfaldlega nöfn sem sögðu til um hvar í röðinni þeir væru af mánuðum ársins.

Janúar (Januarius) er nefndur eftir hinum tvíhöfða Janusi sem var rómverskur guð upphafs og enda auk þess sem hann var guð dyra og hliða. Janus var til dæmis tilbeðinn við upphaf mikilvægra áfanga í mannsævinni, svo sem við upphaf hjónabands eða fæðingu barns.

Febrúar (Februarius) merkir eiginlega 'hreinsunarmánuður'. Hann var nefndur eftir Februa sem var hreinsunarhátíð sem haldin var í Róm 15. þess mánaðar. Nafnið er jafnframt tengt etrúskum guði undirheima og hreinsunar sem kallaðist Februus. Etrúrar voru forn menningarþjóð sem byggði vesturhluta Ítalíu en leið undir lok þegar veldi Rómverja tók að eflast. -- Febrúar var upphaflega síðasti mánuður ársins hjá Rómverjum og er það talin skýringin á því að í honum eru færri dagar en öðrum mánuðum, og eins að einn dagur bætist við hann í hlaupárum.

Mars (Martius) var fyrsti mánuður ársins hjá Rómverjum og nefndur eftir stríðsguði þeirra, Mars. Rómverska heitið er ekki nafn guðsins óbreytt, heldur dregið af því. Það er ástæðan til þess að mánaðarheitið var skrifað með z ('marz') meðan z var notuð í íslensku, en heiti guðsins ekki.

Apríl (Aprillis) var helgaður ástargyðjunni Venusi. Ein skýring á nafni mánaðarins er sú að það sé dregið af nafni Afródítu sem samsvaraði Venusi í grískri goðafræði. Önnur skýring er sú að orðið apríl sé myndað eftir orðinu „aperire“ sem þýðir „að opna“ sem hugsanlega tengist þá því að þetta var mánuðurinn þegar brum tók að opnast.

Maí (Maius) er ýmist sagður nefndur eftir Maiesta, gyðju heiðurs og hefnda, eða eftir gyðjunni Maia sem var ein af sjö dætrum Atlasar er gerðar voru að stjörnum og birtast á haustin þegar uppskerutíð er nærri.

Júní (Junius) er líklega nefndur eftir gyðjunni Júnó sem samsvaraði Heru hjá Grikkjum. Hún var æðst gyðja Rómverja og verndari bæði Rómar og Rómarveldis. Sumar heimildir benda þó á að hugsanlega geti nafn mánaðarins verið tengt orðinu „iuniores“ sem merkir ungir menn (juniors) og á sama hátt megi tengja „maiores“ sem merkir fullorðnir menn (majors) við maí. Þessir tveir mánuðir hefðu þá verið helgaðir fullorðnum og ungum mönnum.

Júlí (Julius) er nefndur til heiðurs Júlíusi Sesar sem fæddist í júlí. Mánuðurinn fékk þetta nafn árið 44 fyrir Krist eða sama ár og Sesar var veginn. Júlí var einnig nefndur Quintilis sem þýðir fimmti mánuður enda var hann þá sá fimmti í röðinni hjá Rómverjum.

Ágúst (Augustus) er nefndur eftir Ágústusi, rómverska keisaranum sem ríkti á árunum kringum Krists burð. Áður var mánuðurinn nefndur Sextilis enda sjötti mánuður ársins hjá Rómverjum en nafninu var síðan breytt í það sem við þekkjum í dag.

September vísar í töluna sjö sem er septem á latínu enda var þetta sjöundi mánuður ársins.

Október kemur af latneska orðinu octo, átta.

Nóvember tengist latneska orðinu novem sem þýðir níu.

Desember var tíundi mánuður ársins hjá Rómverkjum en decem er tíu á latínu.

Viðskeytið -ber í fjórum síðustu mánuðunum að okkar tímatali er hugsanlega dregið af latneska lýsingarorðsviðskeytinu -bris.

Hægt er að lesa um gömlu íslensku mánaðanöfnin í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur og Terry Gunnells við spurningunni Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? og um rómversku guðina í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvaða rómversku guðir samsvöruðu ekki forngrísku guðunum?

Heimildir:...