Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hér meðtaldir þeir sem létust vegna hungurs og vosbúðar í hinum ýmsu fangabúðum og fangelsum nasista.


Hópur ungverskra gyðinga á áfangastað: útrýmingarbúðirnar Auschwitz í Póllandi.

Talan sex milljónir hefur verið reiknuð þannig að fyrst eru taldir þeir gyðingar í ýmsum löndum sem bjuggu þar áður en nasistar hófu drápsherferðir sínar, og síðan þeir taldir sem lifðu eftir heimsstyrjöldina, ýmist í sömu löndum eða sem algengara var, í öðrum löndum. Einnig eru til flutningaskrár fyrir einstök lönd.

Þýskir nasistar drápu allan þorra gyðinga sem dvöldu enn í þeim löndum sem Þjóðverjar náðu á vald sitt eftir að heimsstyrjöldin braust út. Hér vegur tala pólskra gyðinga hæst, eða þrjár milljónir. Hinar þrjár milljónirnar komu frá Þýskalandi sjálfu, Austurríki, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Noregi, öllum löndum Balkanskaga, Eystrasaltslöndunum þremur og Sovétríkjunum. Yfirleitt eru þessar tölur mjög öruggar. Þannig er vitað nákvæmlega hve margir franskir, belgískir, litháískir, tékkneskir, ungverskir, rúmenskir og grískir gyðingar létu lífið eða hundruð þúsunda frá hverju landi. Í löndum þar sem nasistar reyndu að drepa svo til alla íbúa eins og í Sovétríkjunum og þar sem valdhafarnir voru líka sjálfir iðnir við kolann, virðast tiltölulega fáir gyðingar hafa látið lífið, þeir vissu hvað biði þeirra næðu nasistar þeim og voru því yfirleitt flúnir þegar herir Þjóðverja birtust.


Túlkun listamanns á helförinni: Arbeit Macht Frei eftir Alice Cahana.

Þýskir nasistar stunduðu fjöldamorð á fleirum en gyðingum og drápu evrópska sígauna á álíka kerfisbundinn hátt og gyðinga. Pólverjar, Úkraínumenn og Rússar voru drepnir skipulega til að skapa „Þýskalandi“ hæfilegt „lífsrými“ (þ. Lebensraum) í austri. Talan frá Póllandi er nokkuð örugg, Þjóðverjar drápu í því landi jafnmarga katólska Pólverja og gyðinga, eða þrjár milljónir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Þær fylgja greininni „Holocaust“ á vefsetri Encyclopædia Britannica. © YAD Vashem Photo Archives og Alice Cahana

Höfundur

Gísli Gunnarsson (1938-2020)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

9.7.2003

Spyrjandi

Hlín Einarsdóttir

Tilvísun

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið? “ Vísindavefurinn, 9. júlí 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3568.

Gísli Gunnarsson (1938-2020). (2003, 9. júlí). Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3568

Gísli Gunnarsson (1938-2020). „Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið? “ Vísindavefurinn. 9. júl. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3568>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur verið að færri gyðingar hafi dáið í helförinni en talið hefur verið?
Spurningunni má strax svara neitandi. Samdóma álit sagnfræðinga er að um sex milljónir gyðinga hafi verið drepnar í helför seinni heimsstyrjaldarinnar, að vísu ekki allir í útrýmingarbúðum, heldur einnig í beinum átökum eins og í uppreisninni í Varsjárgettóinu og í staðbundnum aftökum utan fangabúða. Einnig eru hér meðtaldir þeir sem létust vegna hungurs og vosbúðar í hinum ýmsu fangabúðum og fangelsum nasista.


Hópur ungverskra gyðinga á áfangastað: útrýmingarbúðirnar Auschwitz í Póllandi.

Talan sex milljónir hefur verið reiknuð þannig að fyrst eru taldir þeir gyðingar í ýmsum löndum sem bjuggu þar áður en nasistar hófu drápsherferðir sínar, og síðan þeir taldir sem lifðu eftir heimsstyrjöldina, ýmist í sömu löndum eða sem algengara var, í öðrum löndum. Einnig eru til flutningaskrár fyrir einstök lönd.

Þýskir nasistar drápu allan þorra gyðinga sem dvöldu enn í þeim löndum sem Þjóðverjar náðu á vald sitt eftir að heimsstyrjöldin braust út. Hér vegur tala pólskra gyðinga hæst, eða þrjár milljónir. Hinar þrjár milljónirnar komu frá Þýskalandi sjálfu, Austurríki, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu, Frakklandi, Hollandi, Belgíu, Noregi, öllum löndum Balkanskaga, Eystrasaltslöndunum þremur og Sovétríkjunum. Yfirleitt eru þessar tölur mjög öruggar. Þannig er vitað nákvæmlega hve margir franskir, belgískir, litháískir, tékkneskir, ungverskir, rúmenskir og grískir gyðingar létu lífið eða hundruð þúsunda frá hverju landi. Í löndum þar sem nasistar reyndu að drepa svo til alla íbúa eins og í Sovétríkjunum og þar sem valdhafarnir voru líka sjálfir iðnir við kolann, virðast tiltölulega fáir gyðingar hafa látið lífið, þeir vissu hvað biði þeirra næðu nasistar þeim og voru því yfirleitt flúnir þegar herir Þjóðverja birtust.


Túlkun listamanns á helförinni: Arbeit Macht Frei eftir Alice Cahana.

Þýskir nasistar stunduðu fjöldamorð á fleirum en gyðingum og drápu evrópska sígauna á álíka kerfisbundinn hátt og gyðinga. Pólverjar, Úkraínumenn og Rússar voru drepnir skipulega til að skapa „Þýskalandi“ hæfilegt „lífsrými“ (þ. Lebensraum) í austri. Talan frá Póllandi er nokkuð örugg, Þjóðverjar drápu í því landi jafnmarga katólska Pólverja og gyðinga, eða þrjár milljónir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Myndir:
  • Þær fylgja greininni „Holocaust“ á vefsetri Encyclopædia Britannica. © YAD Vashem Photo Archives og Alice Cahana
...