Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru samlokur?

Jón Már Halldórsson

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:
Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?
Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca). Aðrir hópar lindýra eru meðal annars kolkrabbar, smokkfiskar og sniglar og margir aðrir minna þekktir hópar.

Helstu einkenni á samlokum eru tvær skeljar sem loka dýrið af og festast saman með nokkurs konar bandi (e. ligament) sem er á annarri skelinni. Inni í skeljunum eru mjúk líffæri dýrsins svo sem meltingafæri, tálkn og taugakerfi.

Sjómenn kalla nokkrar nytjategundir hér við land svo sem hörpudisk, fisk. Það heiti á þá sérstaklega við um hvíta æta hluta samlokunnar en það eru vöðvar sem gegna því hlutverki að loka skeljunum, aðallega þegar hætta steðjar að dýrinu. Margar aðrar tegundir af samlokum eins og kræklingur og ostrur þykja herramannsmatur og eru ostrur eitt dýrasta sjávarfang sem völ er á.



Þessi skýringarmynd sýnir lífshætti kræklings. Bifhárahreyfingar veita sjó inn í samlokuna og með honum berast þörungar sem eru aðalnæring dýrsins. Sjórinn fer síðan út um útstreymisranann. Samlokur hafa fót sem gerir þeim kleift að færast úr stað. Einnig hafa þær svokallaða byssus-þræði sem þær nota til að festa sig við sjávarbotninn.

Fjölmargir góðir vefir fjalla um samlokur og bendum við hér á tvo:Heimild til viðbótar: Orðabanki Íslenskrar málstöðvar

Myndir: The Living World of Molluscs

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.6.2003

Spyrjandi

Lýður Valgeir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru samlokur? “ Vísindavefurinn, 13. júní 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3500.

Jón Már Halldórsson. (2003, 13. júní). Hvað eru samlokur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3500

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru samlokur? “ Vísindavefurinn. 13. jún. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3500>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru samlokur?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?
Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca). Aðrir hópar lindýra eru meðal annars kolkrabbar, smokkfiskar og sniglar og margir aðrir minna þekktir hópar.

Helstu einkenni á samlokum eru tvær skeljar sem loka dýrið af og festast saman með nokkurs konar bandi (e. ligament) sem er á annarri skelinni. Inni í skeljunum eru mjúk líffæri dýrsins svo sem meltingafæri, tálkn og taugakerfi.

Sjómenn kalla nokkrar nytjategundir hér við land svo sem hörpudisk, fisk. Það heiti á þá sérstaklega við um hvíta æta hluta samlokunnar en það eru vöðvar sem gegna því hlutverki að loka skeljunum, aðallega þegar hætta steðjar að dýrinu. Margar aðrar tegundir af samlokum eins og kræklingur og ostrur þykja herramannsmatur og eru ostrur eitt dýrasta sjávarfang sem völ er á.



Þessi skýringarmynd sýnir lífshætti kræklings. Bifhárahreyfingar veita sjó inn í samlokuna og með honum berast þörungar sem eru aðalnæring dýrsins. Sjórinn fer síðan út um útstreymisranann. Samlokur hafa fót sem gerir þeim kleift að færast úr stað. Einnig hafa þær svokallaða byssus-þræði sem þær nota til að festa sig við sjávarbotninn.

Fjölmargir góðir vefir fjalla um samlokur og bendum við hér á tvo:Heimild til viðbótar: Orðabanki Íslenskrar málstöðvar

Myndir: The Living World of Molluscs...