Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson

Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líklega um 5.500 ára.

Þrátt fyrir óvissu um hverjir hafi fundið upp hjólið hefur heiðurinn af því yfirleitt verið veittur Súmerum, eins og spyrjandi bendir réttilega á. Menningarsamfélag Súmera var afar framsækið á þeim sviðum sem við kennum nú á dögum við vísindi og tækni. Sem dæmi má nefna að auk hjólsins tóku þeir fyrstir upp á því að skrifa og notuðu til þess fleygrúnir. Þar með hófst ritöld og hin ritaða saga mannkyns. Súmerar bjuggu í suðurhluta Mesópótamíu og meðal þekktra borga þeirra má nefna Úr, Kish og Úrúk. Menningarsamfélag Súmera leystist svo fljótlega upp með tilkomu Hammúrabís um 1750 f.Kr., en þá færðust völdin smám saman í hendur Babýlóníumanna.

Fyrstu hjól Súmera eru talin hafa verið viðarkefli af einhverjum toga. Aðalnotagildi þeirra var að auðvelda þungaflutninga, til dæmis á steinum sem voru svo höggnir til og notaðir til húsagerðar. Þannig voru keflin sett undir hlutinn sem flytja átti og honum rennt áfram á þeim. Þegar hluturinn rann af aftasta keflinu var það fært fram fyrir og svo koll af kolli. Síðar var sleði settur ofan á keflin til að auðvelda flutningana enn frekar og enn síðar voru keflin og sleðinn sameinuð. Þetta má sjá á myndinni hér á eftir.



Fljótlega uppgötvaðist að í keflunum sem báru sleðann mynduðust djúpar rákir. Rákirnar gerðu það að verkum að hægt var að renna hlutnum lengra á hverju kefli og því þurfti sjaldnar að færa kefli fram fyrir. Þannig breyttust keflin fljótlega í hjól; viðurinn á milli rákanna var fjarlægður og frumstæður öxull myndaður. Þegar hjólin snerust gerði öxullinn það líka. Jafnframt var sleðinn tengdur við öxulinn með pinnum eins og myndin sýnir, þannig að sleðinn rann ekki fram miðað við öxulinn. Síðar hafa menn svo gert göt á sleðann fyrir öxulinn. Fyrsta viðarkerran hafði litið dagsins ljós.

Kerran var svo betrumbætt með tíð og tíma. Hjólin og öxullinn voru til dæmis aðskilin sem auðveldaði beygjur því að í þeim snúast hjólin mislangt ef þau fylgja undirlaginu. Urðu þá til tæki með fjórum hjólum sem gátu borið meiri þunga en áður. Egyptar þróuðu síðar hjólið enn frekar til að nota í stríðsvagna sína. Grikkir tóku þessa egypsku hugmynd upp á sína arma og þróuðu enn. Á tíma Rómaveldis jókst svo úrvalið á farartækjum á hjólum til mikilla muna, en þeir áttu til dæmis stríðsvagna, veiðivagna og kappakstursvagna.

Hjólið er gjarnan talin ein merkasta uppgötvun mannkynssögunnar og skyldi engan undra; erfitt væri að ímynda sér heiminn án hjólsins.

Kannski mætti ætla að þessi uppgötvun hafi farið sem eldur í sinu um allar mannabyggðir strax eftir að hún var gerð. En svo einföld er hugmyndasagan ekki. Jafnvel þó að menn hafi vitað af sjálfri hugmyndinni er ekki sjálfgefið að finna hjá sér þörf til að nýta hana. Þannig notuðu Íslendingar ekki hjólið sem samgöngutæki að neinu ráði fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Þjóðirnar sem byggðu Ameríku þegar Evrópumenn komu þangað, til dæmis Inkar, notuðu ekki heldur hjól í samgöngum þó að þær kynnu að öðru leyti ýmislegt fyrir sér. Þetta er ef til vill talið tengjast því að þær höfðu ekki dráttardýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Höfundar

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

6.6.2003

Spyrjandi

Sólrún Reginsdóttir

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?“ Vísindavefurinn, 6. júní 2003. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3483.

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 6. júní). Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3483

Sævar Helgi Bragason og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2003. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3483>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?
Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líklega um 5.500 ára.

Þrátt fyrir óvissu um hverjir hafi fundið upp hjólið hefur heiðurinn af því yfirleitt verið veittur Súmerum, eins og spyrjandi bendir réttilega á. Menningarsamfélag Súmera var afar framsækið á þeim sviðum sem við kennum nú á dögum við vísindi og tækni. Sem dæmi má nefna að auk hjólsins tóku þeir fyrstir upp á því að skrifa og notuðu til þess fleygrúnir. Þar með hófst ritöld og hin ritaða saga mannkyns. Súmerar bjuggu í suðurhluta Mesópótamíu og meðal þekktra borga þeirra má nefna Úr, Kish og Úrúk. Menningarsamfélag Súmera leystist svo fljótlega upp með tilkomu Hammúrabís um 1750 f.Kr., en þá færðust völdin smám saman í hendur Babýlóníumanna.

Fyrstu hjól Súmera eru talin hafa verið viðarkefli af einhverjum toga. Aðalnotagildi þeirra var að auðvelda þungaflutninga, til dæmis á steinum sem voru svo höggnir til og notaðir til húsagerðar. Þannig voru keflin sett undir hlutinn sem flytja átti og honum rennt áfram á þeim. Þegar hluturinn rann af aftasta keflinu var það fært fram fyrir og svo koll af kolli. Síðar var sleði settur ofan á keflin til að auðvelda flutningana enn frekar og enn síðar voru keflin og sleðinn sameinuð. Þetta má sjá á myndinni hér á eftir.



Fljótlega uppgötvaðist að í keflunum sem báru sleðann mynduðust djúpar rákir. Rákirnar gerðu það að verkum að hægt var að renna hlutnum lengra á hverju kefli og því þurfti sjaldnar að færa kefli fram fyrir. Þannig breyttust keflin fljótlega í hjól; viðurinn á milli rákanna var fjarlægður og frumstæður öxull myndaður. Þegar hjólin snerust gerði öxullinn það líka. Jafnframt var sleðinn tengdur við öxulinn með pinnum eins og myndin sýnir, þannig að sleðinn rann ekki fram miðað við öxulinn. Síðar hafa menn svo gert göt á sleðann fyrir öxulinn. Fyrsta viðarkerran hafði litið dagsins ljós.

Kerran var svo betrumbætt með tíð og tíma. Hjólin og öxullinn voru til dæmis aðskilin sem auðveldaði beygjur því að í þeim snúast hjólin mislangt ef þau fylgja undirlaginu. Urðu þá til tæki með fjórum hjólum sem gátu borið meiri þunga en áður. Egyptar þróuðu síðar hjólið enn frekar til að nota í stríðsvagna sína. Grikkir tóku þessa egypsku hugmynd upp á sína arma og þróuðu enn. Á tíma Rómaveldis jókst svo úrvalið á farartækjum á hjólum til mikilla muna, en þeir áttu til dæmis stríðsvagna, veiðivagna og kappakstursvagna.

Hjólið er gjarnan talin ein merkasta uppgötvun mannkynssögunnar og skyldi engan undra; erfitt væri að ímynda sér heiminn án hjólsins.

Kannski mætti ætla að þessi uppgötvun hafi farið sem eldur í sinu um allar mannabyggðir strax eftir að hún var gerð. En svo einföld er hugmyndasagan ekki. Jafnvel þó að menn hafi vitað af sjálfri hugmyndinni er ekki sjálfgefið að finna hjá sér þörf til að nýta hana. Þannig notuðu Íslendingar ekki hjólið sem samgöngutæki að neinu ráði fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Þjóðirnar sem byggðu Ameríku þegar Evrópumenn komu þangað, til dæmis Inkar, notuðu ekki heldur hjól í samgöngum þó að þær kynnu að öðru leyti ýmislegt fyrir sér. Þetta er ef til vill talið tengjast því að þær höfðu ekki dráttardýr.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:...